Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 18
 Miðvikudagur 4. nóvember 200918 Bækur Skáldsaga Of margar feilnótur Stuttar senur Falskrar nótu og flakk í tíma gera atburðarásina í fyrstu hraða og spennandi. Lesandi þarf ekki að bíða eftir því að sagan hefjist. Hún byrj- ar strax. En sá hraði sem virð- ist í byrjun vera styrkur snýst heldur upp í andhverfu þess þegar líður á og líður sagan fyrir skort á því að unnið sé úr því efni og hugmyndum sem varpað er fram. Fölsk nóta er fyrsta skáld- saga Ragnars Jónssonar. Hann starfar sem lögfræðing- ur en hefur þýtt á annan tug bóka eftir drottningu glæpafléttunnar, Agöthu Cristie. Yfir vötnunum svífur notalegur andi gamaldags breskra spennu- sagna. Ragnar sver sig þannig í ætt við Agöthu en þar með lýkur sam- líkingunni. Bókin fjallar um Ara Þór Arason sem fær í hendurnar dularfull- an greiðslukortareikning frá Bretlandi. Í ljós kemur að reikningurinn var ætlaður föður Ara Þórs og alnafna sem hvarf fyrir löngu. Ari Þór leggur því í ferð til að leita skýringa á reikningnum, og vonandi kom- ast að því hvað varð í raun um föður hans. Ragnar er leikinn með pennann og rennur textinn áreynslulaust áfram. Að hætti góðra spennusagnahöfunda leggur hann margvís- legar gildrur fyrir lesandann til að leiða hann af sporinu. Ég varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar alls ekki var unnið með þær litlu hliðarsögur sem Ragnar notar til að gefa sögunni nauðsynlegt líf. Við sögulok er enn fjöldi lausra enda og lesandi situr eftir með fleiri spurningar en svör. Sá grunur læðist að mér að höfundur ráði hrein- lega ekki við heila skáldsögu enn sem komið er og hefði Fölsk nóta sómt sér mun betur sem smásaga. Með meiri vinnu og tíma hefði vel verið hægt að bæta bókina til muna því hún er byggð á spennandi hugmyndum. Í huga mér stendur hins vegar eftir verk sem aðeins hefur verið unnið að hluta. erla Hlynsdóttir fölsk nóta Ragnar JónassonVerk sem aðeins hefur verið unnið að hluta. Útgefandi: Veröld Sagnfræði læsileg saga ráðuneytis Margt bar við í íslenskri við- skiptasögu á þeim 55 árum sem þetta rit tekur til. Þeg- ar viðskiptaráðuneytið var sett á stofn á vordögum árið 1939 voru íslensk utanríkis- viðskipti enn í heljargreip- um heimskreppunnar, og þó ekki síður slælegrar hag- stjórnar, sem hér hafði við- gengist allan fjórða áratug- inn, og einkenndust öðru fremur af haftabúskap, mis- munun, helmingaskiptum og allt of háu gengi krónunnar. Fyrir vikið var sjávarútvegur- inn rekinn með bullandi tapi, skortur var á ýmsum varningi og efnahagshorfur almennt slæm- ar. Þær voru þó ekki verri en svo, að þegar þjóðstjórnin svonefnda (það heiti var reyndar öfugmæli þar sem einn flokkur var útilokað- ur) var mynduð í apríl var samþykkt að fjölga ráðuneytum um eitt – viðskiptaráðuneyti – til að greiða fyrir stjórnarmynduninni! Nýi ráð- herrann var vitaskuld framsóknarmaður en þarna hófst sá leiði siður, sem lengi var við lýði, að fjölga ráðherrum og ráðuneytum til þess að berja saman ríkisstjórn. En svo kom „blessað stríðið“, kreppan hvarf eins og dögg fyrir sólu og mikið fjör færðist í viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. Þar dró að vísu nokkuð úr fyrst eftir að friður komst á í heiminum, en við- skiptin við útlönd voru engu að síður mikil og margbreytileg, og oft giska flókin. Þau heyrðu öll með einum eða öðrum hætti undir við- skiptaráðuneytið, sem hafði margt á sinni könnu, meðal annars alla viðskiptasamninga við ríki Austur-Evrópu, sem oft voru bæði erfiðir og tímafrekir. Þá reyndi mikið á starfsmenn ráðuneytisins, ekki síst ráðuneytisstjórann, sem lengi var sómamaðurinn Þórhallur Ásgeirs- son. Sagan, sem sögð er á þessari bók, er um flest fróðleg og athyglis- verð. Ekki er með réttu hægt að kalla hana verslunar- eða viðskipta- sögu Íslands á tímabilinu 1939-1994, öllu heldur sögu yfirstjórnar og skipulags viðskiptamála, og þá einkum utanríkisviðskipta, en um þau er mun meira fjallað en innanlandsviðskipti. Bókin skiptist í sex meg- inkafla og hér greinir frá öllum helstu viðfangsefnum viðskiptaráðu- neytisins, frá efnahags- og verðlagsmálum, frá samskiptum og sam- vinnu við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, bankamálum og þannig mætti áfram telja. Þá er greint frá þeim einstaklingum sem gegndu starfi viðskiptaráðherra á þessu tímabili og frá yfirstjórn ráðuneytis- ins. Frásögnin er öll lipurlega skrifuð og góður fengur að bókinni fyr- ir þá, sem áhuga hafa á íslenskri hagsögu 20. aldar. Vel hefur tekist til með val á myndefni og allur frágangur ritsins er til sóma. Jón Þ. Þór saga viðskiptaráðuneytisins 1939– 1994 - frá Höftum til viðskiptafrelsis Hugrún Ösp ReynisdóttirUm flest fróðleg og athyglisverð saga Útgefandi: Viðskipta- ráðuneytið og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands ÆVISAGA Fyrri hluti síðustu aldar er merkilegt tímabil í sögu ís- lenskra lista. Stórbrotið og furðulegt í senn. Á nánast einum mannsaldri, einni kynslóð, er eins og örþjóðin taki ákvörðun um að stökkva inn í nútímann, eftir alda- langa einangrun og stöðnun. Hún ákveður að koma sér upp nútímaleikhúsi, nútímabókmenntum, nútímafjöl- miðlun, nútímamyndlist, nútímatónlist – með öllu sem því tilheyrir: fullkominni leikhúsbyggingu, fjöl- breyttri bókaútgáfu, listasöfnum, sinfóníuhljómsveit – já, og tónlistarhúsi, ekki má gleyma því. Síðar koma sjónvarp, bíómyndir, ópera; loks eignast þjóðin einn tónlistarmann sem verður óumdeilanlega heimsfræg- ur, enginn Garðar Hólm. Framsýnir menn vilja skapa skilyrði fyrir listræn afrek sem standist alla mælikvarða menningarþjóðanna, ávinni Íslandi nafn meðal þeirra. Þetta er heillandi saga, en hún er líka oft kostuleg og á pörtum nöturleg. Enginn hefur enn freistað þess að segja hana í heild, í tengslum við aðra þætti þjóðarsög- unnar, enda hafa frumrannsóknir verið takmarkað- ar og margt sem enginn hefur enn kafað í. Kannski er þetta tímabil enn of nálægt okkur, það er líka til í dæm- inu. Tíminn til að gera slíka tilraun hlýtur þó að fara að nálgast. Eitt af því sem einkennir þessa sögu eru hinar svip- miklu, voldugu persónur sem þar birtast í aðalhlut- verkum: Kjarval, Laxness, Þórbergur, Einar Jónsson, og að sjálfsögðu Jón Leifs sem Árni Heimir Ingólfsson hef- ur nú skrifað góða bók um. Ég nefni aðeins allra stærstu nöfnin; það mætti bæta fleirum við ... líka kraftaverka- mönnum eins og Ragnari í Smára sem er einnig von á bók um. Sumir voru staðráðnir í að sigra heiminn, Halldór Laxness komst næst því. Kjarval hafði ekki áhuga, þó að hann hefði engu minni burði til að verða heimslistamaður, vísast meiri. En Kjarval kaus sér hlut- verk útlagans og útlagar hafa yfirleitt ekki umboðs- menn í útlöndum. Bæði Jón Leifs og Halldór komust hins vegar út fyrir múrinn sem umlukti land og þjóð. En hvers virði voru sigrar þeirra þegar upp var staðið? Halldór er bara einn af gleymdu Nóbelshöfundunum, segja margir. Og Sjálfstætt fólk eina verk hans sem hef- ur raunverulega komist á blað hjá stórþjóðunum. Í kringum Jón Leifs hefur orðið nokkur vakning síð- ustu tuttugu ár eða svo, sem Árni Heimir gerir grein fyrir í síðasta kafla bókar sinnar. Hann hefur eignast sína aðdáendur sem hafa unnið gott starf við að koma tónlist hans á framfæri. Þó spyr maður sig óneitanlega hvort verk Jóns skipti nokkru sérstöku máli í hinu stóra samhengi tónlistarsögu aldarinnar. Og er íslenska þjóðin virkilega búin að taka Jón Leifs í sátt, eins og Árni Heimir talar um í lokakaflanum? Íslenskir tónlist- armenn ef til vill ... en þjóðin? Hefur hún tekið eitthvað af tónlist hans að hjarta sér, líkt og hún hefur gert við svo margt eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi, Þorkel ... ? Samskipti Jóns Leifs við samferðamenn sína voru stormasöm og gildir þá einu hvort í hlut áttu hans nán- ustu, vinir, starfsbræður eða stjórnvöld. Allt það rek- ur Árni Heimir af kostgæfni í einkar læsilegum og vel skrifuðum texta. Hann sýnir umfjöllunarefninu sann- girni, en missir aldrei krítíska fjarlægð. Öll heimilda- vinna er til fyrirmyndar, að því er best verður séð, og sitthvað dregið fram sem nýnæmi er að. Ég nefni að- eins samskipti Jóns og Kristjáns Albertssonar sem sýndi Jóni ávallt fulla hreinskilni og óhlífisemi þeg- ar öfgar tónskáldsins urðu sem mestar. Verstu hliðar Jóns, taumlaus sjálfhverfa og eigingirni, koma þó óvíða betur fram en í skiptum hans við fyrstu eiginkonu sína og dætur, sem er átakanlegt að lesa um. Á einum stað ýjar Árni Heimir beinlínis að því að hann hafi ekki ver- ið heill á geðsmunum og virðist þar naumast taka of djúpt í árinni. Mér varð við lesturinn stundum hugsað til Strindbergs sem skildi iðulega eftir sig auðn og rúst- ir í einkalífi sínu, notfærði sér annað fólk af fullkomnu miskunnarleysi – en náði einnig að skapa list sem hef- ur orðið sígild og veitt ýmsum öðrum stórskáldum ómetanlegan innblástur, bæði austan hafs og vestan. Um slíkt er ekki að ræða hjá Jóni Leifs að dómi Árna Heimis, sem orðar það svo, að list hans hafi verið „bæði upphaf og endalok“. Það er alltaf vandi að skrifa ævisögur listamanna. Útrásarvíkingur tónlistarinnar JónLeifs„Saga hans er full af einkennilegum þverstæðum sem augljóst er að hafa þvælst fyrir honum.“ Myndin er úr bókinni og birt með góðfúslegu leyfi Máls og menningar. Jón leifs – líf í tónum Árni Heimir IngólfssonJón Leifs hefur fengið þá umfjöllun sem hann verðskuldar. Útgefandi: Mál og menning Jón Leifs hefur fengið þá um- fjöllun sem hann verð- skuldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.