Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 2
S tefán Logi Sívarsson var á fimmtudaginn úrskurðað- ur í Hæstarétti í nálgunar- bann gagnvart 16 ára stúlku. Stefán var í janúar dæmd- ur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega nauð- gun en gengur þrátt fyrir það laus þar sem hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar sem hann var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald gengur hann laus þar til dæmt verður í máli hans fyrir Hæstarétti. Það geta liðið nokkrir mánuðir þar til málið verður tekið fyrir. Hjálpaði henni að flýja Stefán, sem er 32 ára, kom og náði í stúlkuna þar sem hún var í meðferð á meðferðarheimili úti á landi vegna alvarlegs vímuefnavanda sem hún berst við. Hann gaf henni fíkniefni, peninga, föt, snyrtivörur og fleira ásamt því sem hann hafði við hana mök og aðstoðaði hana líka við að flýja af meðferðarheimilinu. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hafi áður en hún hóf meðferð, orðið vitni að grófum ofbeldisverk- um – svo sem barsmíðum – af hálfu Stefáns. Hún hafi verið með honum í för þegar hann var að innheimta vímuefnaskuldir ásamt félögum sín- um og fylgst með hrottafengnum aðferðum sem þeir beittu við það. Eftir að stúlkan fór í meðferð komst hún í símasamband við Stefán og hitti hann svo ásamt tveimur öðrum stúlkum sem einnig eru í meðferð á sama heimili. Gaf henni dóp í meðferð Stefán kom á bíl að hitta stelpurnar að kvöldi 10. febrúar síðastliðinn. Þar afhenti hann henni fimm grömm af maríjúana, sem hún tók með sér til baka á meðferðarheimilið. Daginn eftir sótti hann hana við upphaf skóladags og fór með hana með sér á ótilgreindan stað. Þar munu þau hafa stundað kynlíf og maðurinn fór með henni og keypti handa henni fatnað, snyrtivörur og skartgripi. Auk þess lét hann hana hafa farsíma og 10 þúsund krónur í reiðufé. Fyrir dómi kom einnig fram að aðrir skjól- stæðingar á meðferðarheimilinu hafi staðfest að stúlkan og maðurinn hafi átt í kynferðislegu sambandi. Er hætta búin af Stefáni Þann 15. febrúar strauk stúlkan ásamt öðrum af meðferðarheim- ilinu og fannst ekki í nokkra daga. Hún kom í leitirnar á mánudaginn í síðustu viku og var þá sett í neyðar- vistun. Í kjölfarið var farið fram á nálgunarbann sem felur í sér að Stef- án hafi engin samskipti við hana, komi ekki nærri meðferðarheimilinu eða reyni að hafa samband við hana í gegnum síma eða internetið. Í dómi kemur fram að stúlkunni sé hætta búin af háttsemi Stefáns. Hún berst við alvarlega fíkniefnafíkn og hann komi í veg fyrir að hún geti barist við vímuefnavanda sinn. Skiptust á að nauðga henni Þann 11. janúar síðastliðinn var Stefán dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun nítján ára stúlku, sem hann framdi ásamt öðrum manni, Þorsteini Birgissyni. Stefán hefur líkt og áður sagði áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Nauðgunin átti sér stað í nóvember 2011 og þótti sérlega hrottaleg. Stefán hafði áreitt stúlkuna í nokkurn tíma en hann hafði kynnst henni í sölu- turni þar sem hún vann og hann vandi komur sínar í. Hún segir sér hafa stað- ið ógn af honum en látið hann hafa símanúmer sitt þegar hann bað um það. Í kjölfarið hafi hann hringt mjög oft í hana og sent henni skilaboð. Stúlkan hafði fengið vin sinn til að segja við Stefán að hann væri kærast- inn hennar í von um að þannig drægi úr áreitinu. Það bar ekki árangur og fór svo að konan sagði Stefáni hvar hún var eitt kvöldið. Þá hafði hún verið að leita sér að fari heim úr bænum. Hún sendi skilaboð úr síma sínum til hans og bað um far en segir þó að skilaboð- in hafi verið ætluð öðrum og hafi fyrir misskilning verið send Stefáni. Þangað mættu Stefán og Þorsteinn og drógu stúlkuna inn í bíl sinn þar sem hún var fyrir utan veitingastað við Hlemm. Því næst óku þeir með stúlkuna heim til Þorsteins og báru hana inn. Stefán tók hana úr fötunum og byrjaði að nauðga henni og bauð svo Þorsteini að vera með. Í framhaldinu skiptust þeir á að nauðga henni og neyða hana til munnmaka og héldu höndum hennar niðri. Stúlkan grét á meðan og bað þá um að hætta. Eftir að þeir höfðu lokið sér af báru þeir hana aftur út og keyrðu hana í íbúð á Laugavegi þar sem hún kom hálfklædd, grátandi og skjálfandi í miklu uppnámi til vinafólks síns. Svo miklu uppnámi að hún gat ekki tjáð sig fyrst um sinn. Bæði Stefán og Þor- steinn neituðu sök og sögðu kynlífið hafa verið með hennar samþykki. Framburður þeirra þótti ótrúverðugur. Í dómnum segir að brot þeirra sé alvar- legt og háttsemi þeirra sérlega niður- lægjandi fyrir stúlkuna. Athæfið hefur haft mikil áhrif á líf stúlkunnar og and- lega líðan hennar, en hún hefur glímt við áfallastreituröskun og þunglyndi og átt mjög erfitt. Hún var hrædd við 2 Fréttir 4. mars 2013 Mánudagur n Stefán Logi hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun n Sótti 16 ára stelpu í meðferð Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is GENGUR ENN LAUS Margdæmdur Stefán Logi hefur hlotið marga dóma fyrir of- beldisverk sín og glæpi. Lést í bílslysi Tólf ára drengur beið bana í bílslysi sem varð á þjóðveginum við bæinn Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði á föstudag. Hann hét Blængur Mikael Bogason og var nýorðinn tólf ára, fæddur árið 2001 og búsettur á Akureyri. Fregnir bárust af alvarlegu bílslysi á föstudagskvöld en þá var ljóst að jeppi með fjóra farþega hafði endað utan vegar. Tvær þyrl- ur voru kallaðar til sem fluttu hina slösuðu á sjúkrahús í Reykjavík. Drengurinn ungi var úrskurðaður látinn á vettvangi. Þetta er fyrsta banaslysið í um- ferðinni í ár. Árás á bræður við Tjörnina Ráðist var á tvo menn við Tjörnina í Reykjavík á fjórða tímanum að- faranótt sunnudags. Mennirnir, sem eru bræður, urðu að leita á slysadeild eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu áttu bræðurnir í deilum við ökumann og farþega í bíl þegar þrír menn stukku út úr bifreiðinni og réðust á þá með höggum og spörkum. Eft- ir að vegfarendur blönduðu sér í málið til að stöðva árásina forðuðu árásarmennirnir sér af vettvangi en vitni höfðu náð mynd af bif- reiðinni sem stöðvuð var klukku- stund síðar í Árbæ. Tveir menn voru í bifreiðinni þá, einn undir lögaldir en hinn á tvítugsaldri. Smygltilraun á Litla-Hrauni Ungur maður náðist á öryggis- myndavélar við að smygla lyfjum inn í fangelsið á Litla- Hrauni á laugardag. Hafði hann kastað pakkningu yfir girðingu sem umlykur fangels- ið. Fangaverðir urðu hins vegar vitni að smyglinu og var lýst eftir manninum. Hann var handtekinn rétt fyrir utan Reykjavík, síðdegis á laugardag, eftir að lögregla hafði veitt honum eftirför um dágóða stund. Var hann fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi. Ekki liggur fyrir hvers konar efni voru í pakkn- ingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.