Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 13
Sandkorn Ó lafur Hauksson (sérstakur sak- sóknari): „Er þetta Gestur að tala við Jón Ásgeir?“ Starfsmaður sérstaks sak- sóknara: „Já, þeir eru að tala um Aurum-málið.“ Ólafur Hauksson: „Slökktu strax á upptökunni og eyddu henni! Við meg- um ekki hlusta á samtöl verjenda við sakborninga í dómsmálum.“ Starfsmaður sérstaks saksóknara: „Hvað meinarðu? Við erum að rann- saka Aurum-málið. Við höfum verið að hlera öll símtöl Jóns Ásgeirs. Þeir Gestur eru að tala um Aurum- málið; mál sem sagt hefur verið „lýsing á bankaráni“? Jón Ásgeir gæti sagt frá skuggastjórnun …“ Ólafur Hauksson: „Þetta er bara svona. Við megum hlusta á öll samtöl hleraðra sakborninga nema samtöl þeirra við verjendur sína. Formaður Lögmannafélagsins segir það. Slökktu strax og eyddu upptökunni!“ Þessar ímynduðu aðstæður um hlustun á upptöku á símhlerun sér- staks saksóknara hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og uppdiktað samtal hans við Gest Jónsson, lögmann hans til margra ára, kunna að hljóma fárán- lega. Þarna er sakborningur í dóms- máli, Jón Ásgeir, að fara að ræða við lögmann sinn um Aurum-málið þar sem hann er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Eðli málsins sam- kvæmt ætti embætti sérstaks sak- sóknara að hafa sérstakan áhuga á öllu því sem Jón Ásgeir hefur að segja um mál þar sem hann er ákærður, líkt og gildir um aðra sakborninga í öðrum dómsmálum, og óháð því við hvern hann er að tala. Formaður Lögmannafélagsins, Jónas Þór Guðmundsson, hefur hins vegar haldið því fram opinberlega að samtöl verjenda og sakborninga þeirra séu í eðli sínu svo ólík öðrum sam- tölum sem hleraðir menn kunna að eiga um mál þar sem þeir eru til rann- sóknar að ákæruvaldið megi ekki einu sinni hlusta á slík samtöl. Telur Jónas að slíkt fáist ekki „staðist í réttarríki“. „Það er andstætt réttlátri málsmeð- ferð og því ótækt að rannsóknaraðilar geti hlustað á samtöl verjenda og sak- bornings.“ Líklegt má telja að gagnrýni Jónasar Þórs sé runnin undan rifjum þekktra verjenda í sakamálum undir því yfirskini að verið sé að verja hags- muni stéttarinnar sem slíkrar. Taka ætti orðum hans með fyrirvara þar sem Lögmannfélagið getur verið not- að sem þrýstihópur fyrir útvalda með- limi þess. Tekið skal sérstaklega fram að gagnrýni Jónasar Þórs snýst ekki um það að símtölin á milli lögmanna og sakborninga kunni að vera notuð í dómsmálum: Skýrt er kveðið á um það í lögum að ekki megi nota upp- tökur af hleruðum samtölum verj- enda og sakborninga fyrir dómi. Þetta hefur meðal annars komið fram í máli Sigríðar Friðjónsdóttur ríkis- saksóknara í fjölmiðlum en hún hef- ur sagt að ákæruvaldinu beri að eyða upptökum með hleruðum samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Upptökur af hleruðum símtölum lögmanna og skjólstæðinga eru því ótæk sem sönnunargögn. Gagnrýni Jónasar snýst eingöngu um það að ákæruvaldið geti „hlustað“ á samtöl lögmanna við sakborninga og þar af leiðandi „heyrt“ hvað þeim fer á milli og að sú vitneskjan gæti nýst rann- sakendum. Eitt af þeim tæknilegu úr- ræðum sem Jónas hefur bent á er að upptökur á hleruðum samtölum sak- bornings verði látnar stöðvast þegar viðkomandi ræðir við lögmann sinn og að enginn verði því vitni að samtal- inu þeirra á milli. Þannig vill Jónas að hagsmunir lög- manna og trúnaðarsambandið á milli þeirra og skjólstæðinga þeirra verði sett ofar sannleikanum í rannsóknum á meintum efnahagsglæpum. Þær upplýsingar sem sakborningur kann að gefa lögmanni sínum um raunveru- lega aðkomu sína að sakamálum í sím- tali má, samkvæmt Jónasi, ekki berast til ákæruvaldsins þar sem trúnaðar- sambandið á milli þeirra á að hafa for- gang gagnvart því sem er satt og rétt og ákæruvaldið gæti haft gagn af að vita þó svo að það geti ekki notað upplýs- ingarnar með beinum hætti fyrir dómi. Þessi hugmynd Jónasar vekur upp margs konar spurningar sem grafa undan úrræðinu sem hann stingur upp á. Getur ekki verið að lögmaður sakborningsins hafi tekið þátt í lög- brotinu og að slíkt komi fram í sam- tali þeirra á milli? Nú þegar hefur einn lögmaður, Bjarnfreður Ólafsson, verið ákærður hjá sérstökum saksóknara og búið er að gera húsleit á að minnsta kosti tveimur lögfræðistofum, Logos og Advel. Geta lögmenn og umbjóð- endur þeirra ekki líka verið vinir og jafnvel viðskiptafélagar og rætt sín á milli sem slíkir en ekki sem verjandi og sakborningur um tiltekið dóms- mál? Margir lögmenn samsama sig svo hagsmunum umbjóðenda sinna að oft getur verið erfitt að greina á milli þeirra. Lögmenn geta líka framið lögbrot, eins og allir aðrir, þeir geta teiknað upp ólöglega snúninga, verið rannsakaðir, ákærðir, dæmdir og setið í fangelsi ef svo ber undir. Lögmenn eiga ekki að vera undan- skildir því að símtöl þeirra geti sætt hlerunum – meðal annars þegar þeir ræða við umbjóðendur sína – frekar en allt annað fólk hér á landi. Við lög- menn á ekki að koma fram með öðr- um hætti en gengur og gerist á þeirri forsendu einni að þeir séu lögmenn sakborninganna sem þeir ræða við. Lögmenn eiga ekki að hafa forgang á sannleikann hjá ákæruvaldinu, ekki frekar en endurskoðendur, strætóbíl- stjórar eða kennarar, á þeirri forsendu einni að þeir séu lögmenn. Slík mis- munun á milli manna út frá starfs- grein þeirra ætti einmitt ekki að geta staðist í réttarríki. Sérstaklega ekki þegar sannleikurinn er undir; í þessu tilfelli sannleikurinn um lögbrot hrunsins. Frændi hleraður n Mikill sársauki er á með- al Engeyinga vegna þess að sérstakur saksóknari greip til þess ráðs með stuðningi dómara að hlera síma Einars Sveinssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Íslands- banka og Sjóvár. Einar var lengst af einn virtasti við- skiptamaður landsins en hefur nú flutt lögheim- ili sitt til Bretlands. Það er síðan skemmtileg tilviljun að Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og náfrændi Einars, lagði fram fyrirspurn til ráðherra um símhleranir. Fallöxi sjalla n Styrmir Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóri Moggans, er líklega einn mesti sér- fræðingur Íslendinga hvað varð- ar pólitískt baktjalda- makk. „Í stjórnarand- stöðuflokk- unum finna menn að langri eyðimerkurgöngu þeirra er að ljúka og þar fara menn að velta því fyrir sér hverja í embættismannakerfinu eigi að setja út í kuldann og hverjum eigi að umbuna,“ skrifaði hann. Sá sem er í einna mestri hættu fyrir fall- öxi Sjálfstæðisflokksins er Páll Magnússon útvarpsstjóri sem hefur verið í skotlínu Davíðs Oddssonar um árabil. Egill hataður n Sjónvarpsmaðurinn Eg- ill Helgason er einn þeirra sem Sjálfstæðismenn úr harða kjarnanum hafa mikla óbeit á. Innan náhirðar Sjálfstæðis flokksins er hann gjarnan nefndur „umræðu- stjóri ríkisins“ og hatrið hef- ur ekki leynt sér á amx.is og víðar. Víst má telja að kom- ist sjálfstæðismenn til valda munu þeir gera allt sem mögulegt er til að koma Agli út í kuldann og setja sinn mann í að stýra umræðu- þætti á Ríkissjónvarpinu. Ris og fall n Gríðarleg sveifla mælist í fylgi framboða sem er vís- bending um að kjósendur séu síður en svo ákveðnir. Eftir að Björt framtíð Guð- mundar Stein- grímssonar fór með himin- skautum í fylgi mælist hún nú með fylgi sem slefar inn tveim- ur þingmönnum. Mörgum er minnis stætt að Samstaða Lilju Mósesdóttur skoraði hátt en brotlenti síðan. Þessa dagana er Framsókn með fjórðungsfylgi. Spurningin er aðeins sú hvaða flokkar nái að toppa á réttum tíma. Þetta er smá sjokk Þetta er töluvert öðru- vísi en aðrar keppnir Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson er fertugur. – DV Hera Björk sigraði á Vina Del Mar Festival í Chile. – DV Með forgang á sannleikann N ú eru að verða komin fjögur og hálft ár síðan allt hrundi. Síðan þá hefur margt breyst en þó ekki. Ýmislegt hefur gerst en samt erum við enn á byrjunar- reit í margvíslegum skilningi. Ég vona að enginn móðgist þótt ég líki hruninu og afleiðingum þess fyrir íslensku þjóð- ina við áfall, sorg og sorgarferli. Þannig upplifði ég það að minnsta kosti. Þótt ýmsar blikur hafi verið á lofti þá kom það sem reiðarslag. Allt sem við höfðum tekið sem gefinn hlut reyndist byggt á lygi. Allir sem við treystum til að gæta hags okkar virðast hafa brugð- ist. En einhvern tímann verðum við að setja punkt og horfa fram á veginn. Sorgarferlið Þótt enginn bregðist nákvæmlega eins við áfalli hefur sorgarferlið verið skil- greint og framvinda þess virðist svipuð hjá flestum. Fyrst kemur lost eða vantrú – fólk á erfitt með að trúa því að þetta hafi í raun og veru gerst. Næst kemur viðbragðastig þar sem fólk neyðist til að horfast í augu við raunveruleikann og reyna að skilja hann. Þriðja stigið er úrvinnsla og það fjórða skilningur. Þetta lýsir ágætlega því sem unnið var með skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis og umræðum í kjölfarið, vinnu sérstaks saksóknara sem við sjáum enn ekki fyrir endann á og vinnunni við nýja stjórnarskrá. Fimmta stigið er svo sátt. Og þangað erum við ekki komin enn. Öll í sama báti Þegar ég settist inn á þing trúði ég ekki öðru en að nú tæki samhentur hópur saman höndum og færi að moka flór- inn. Það blasti við að hagsmunir okkar allra færu saman. Nú þyrftum við að horfa á heildina. Hagsmunir eða staða einstakra manna skiptu ekki máli í því samhengi. Það er einmitt þannig sem rústabjörgun fer fram. Eða loðnuvertíð ef menn vilja þá líkingu frekar. Biðraðirnar endalausu Að halda að allir myndu róa í sömu átt var fremur barnalegt af mér. Á þingi eru mörg stór egó og ýmsir hagsmun- ir sem toga í spotta bak við tjöldin. Svo finnst sumum ágætt að halda málum bara í endalausu ferli. Það hafa verið örlög margra mála sem ýmsum finnst ljómandi gott að fá ekki niðurstöðu í. Lausnin á skuldavanda heimilanna var að senda alla í röðina hjá umboðs- manni skuldara (ja nema kúlulánafólk- ið sem fékk skuldastöðu sína „lagaða að greiðslugetu“ eins og það var kall- að). Og fiskveiðistjórnunarmálum var skipað í nefnd á nefnd ofan og svo kom niðurstaða sem var þvert á öll loforð um innköllun kvótans. Og svo er það stjórnarskráin. Langt ferli sem menn virðast ætla að láta stranda á ímynduð- um tímaskorti vegna þess að þeir vilja ekki atkvæðagreiðslu um málið. Loforðið Fyrir fjórum og hálfu ári, þegar allt hrundi og við sáum að líf okkar var byggt á blekkingum lofaði ég sjálfri mér að gera allt sem ég gæti til að laga Ís- land. Ég elska landið mitt og þá þjóð sem hér býr. Hér vil ég búa og hér vil ég að börnin mín og systkinabörn geti vaxið úr grasi og lifað í réttlátu samfé- lagi þar sem sátt ríkir um skiptingu lífs- ins gæða og þar sem allir sitja við sama borð. Ný stjórnarskrá er sáttmálinn okkar, lýsing á því hvernig við viljum hafa samfélagið okkar. Hún var sátta- boð stjórnarflokkanna sem og Fram- sóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Stendur það loforð? Loforðið Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 4. mars 2013 Mánudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Slík mismunun á milli manna út frá starfsgrein þeirra ætti einmitt ekki að geta staðist í réttarríki. „Fyrir fjórum og hálfu ári, þegar allt hrundi og við sáum að líf okkar var byggt á blekk- ingum lofaði ég sjálfri mér að gera allt sem ég gæti til að laga Ísland. Kjallari Margrét Tryggvadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.