Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 19
20 Sport 4. mars 2013 Mánudagur E yjapeyinn Hermann Hreiðars son ætlaði ekki að koma heim til Íslands svo snemma en þegar starf þjálf­ ara ÍBV bauðst honum í fimmta skiptið eða svo stóðst hann ekki mátið. Ýmis nöfn er hægt að hafa uppi um Eyjapeyjann Hermann Hreiðar­ sson. Knattspyrnumaður, sprelli­ gosi, þjálfari, eiginmaður, faðir, við­ skiptafrömuður. Hann er loks eftir fimmtán ára feril í knattspyrnunni í Englandi kominn með báða fætur heim og það töluvert á undan áætl­ un. Ástæðan er sú að hann tók við þjálfarastöðu hjá úrvalsdeildarliði ÍBV. Starf sem heillaði mjög mikið og búið var að bjóða honum ítrekað. En hann veit mætavel að verkefnið verður flókið. Ætlaði ekki heim til Íslands strax Það hefur verið nóg að gera síðustu mánuðina hjá Hermanni og fjöl­ skyldu. Fyrir utan að þjálfa ÍBV og standa í hinum ýmsu viðskiptum á Hermann stóra fjölskyldu og að ýmsu þurfti að hyggja við flutning heim eftir fimmtán ára stanslausa veru í Englandi. „Það var aldrei hugmyndin að koma svona snemma heima aftur og við erum í raun heilu ári á undan áætlun og það hefur þýtt ýmsar til­ færingar og vesen vegna flutninga frá Englandi. Þar eigum við hús við suðurströndina og kunnum afar vel við okkur. Í raun lá ekki á að flytja heim því okkur leið vel úti og við erum ágætlega stödd í lífinu. En við ákváðum að láta slag standa út af stelpunum okkar sem hafa nánast allt sitt líf búið í Englandi og við vild­ um að þær kynntust Íslandi.“ Þjálfun alltaf heillað Það var þó ekki eina ástæðan fyrir heimferð fjölskyldunnar. Tilkynnt var óvænt við lok síðasta keppnis­ tímabils að Magnús Gylfason hætti samstundis sem þjálfari ÍBV og Her­ mann Hreiðarsson tæki við sem þjálfari. Þetta var tilkynnt þann 19. september en þá átti ÍBV enn eftir að leika þrjá leiki í Pepsi­deildinni og Hermann tók ekki við samstund­ is heldur. Vakti þetta nokkra athygli og gagnrýni. „Þeir hjá ÍBV voru alltaf að hringja annað slagið hin síðari ár og vildu kanna hvort ég væri á heim­ leið og þá að forvitnast hvort ég hefði áhuga á að ganga til liðs við ÍBV. Þannig að starf hjá félaginu hafði boðist um tíma en þarna ákvað ég að láta bara slag standa. Mig hefur lengi langað að þjálfa og hef vitað lengi að það tæki við með einhverjum hætti þegar ferlinum lyki. Þetta var einhvern veginn rétti tímapunkturinn.“ Hermann er þegar með svo­ nefnda þjálfaragráðu B og er að afla sér þjálfaragráðu A en krafa er gerð um slíkar gráður fyrir þjálfara í efstu deild. Rennir blint í sjóinn Hermann hefur sjálfur notið leið­ sagnar fjölmargra hæfra þjálfara í Englandi og lært sitt lítið af hverju. Hann er alls óhræddur við leiktíðina framundan en viðurkennir fúslega að lið ÍBV sé mikið til óskrifað blað og leiktíðin framundan verði ekki endilega dans á rósum. „Við höfum misst marga leik­ menn frá liðinu frá síðustu leiktíð og það hefur auðvitað mikil áhrif þegar lið verða fyrir mikilli blóð­ töku á hverju ári eins og verið hef­ ur reyndin hjá ÍBV. Ég sé fyrir mér að við munum reyna sem fyrr að fá lán­ aða einhverja góða leikmenn og svo auðvitað gefst ungu strákunum gott tækifæri til að sanna sig og komast í liðið þegar staðan er eins og hún er. En við rennum auðvitað dálítið blint í sjóinn því við erum að mestu óskrifað blað en ég geri mér grein fyrir að þetta verður ekki auðvelt verkefni.“ 50/50 með David James Athygli vakti hérlendis fyrir skömmu þegar gamall félagi Hermanns, markvörðurinn David James, kom til landsins hugsanlega til að skrifa undir samning við Eyjamenn. Það yrði mikill hvalreki fyrir lið Her­ manns. „Það er satt að það yrði fengur að honum en það er 50/50 hvort það gengur eftir. Hann er náttúrulega á samningi hjá Bournemouth og það er ekki víst að þeir vilji sleppa honum svo auðveldlega. Liðið á möguleika á að komast upp um deild og gæti þurft að taka þátt í úr­ slitakeppni til þess. Þannig að það er ekkert til að treysta á.“ Hermann segist ekki vera á höttunum eftir öðrum fyrrverandi samherjum eða leikmönnum frá Englandi sérstaklega en hefur aug­ un opin og mun falast eftir góðum leikmönnum þegar og ef tækifærið gefst áður en leiktíðin í deildinni hefst sunnudaginn 5. maí en þá mæta Eyjamenn Akurnesingum á heimavelli í fyrsta leik Pepsi­deildar karla 2013. n „Það var aldrei hugmyndin að koma svona snemma heim aftur og við erum í raun heilu ári á undan áætlun. Alltaf hugsað mér að enda sem þjálfari n Hermann Hreiðarsson þáði þjálfarastarfið eftir fimm tilboð n Rennir blint í sjóinn Loks kominn heim Hermann og dætur hans tvær, en ein helsta ástæða þess að Hermann og eiginkona hans, Ragna Lóa Stefánsdóttir, komu fyrr heim en ella var til að dæturnar gætu kynnst Íslandi eftir að hafa alist upp alla tíð í Englandi. MynD: PRessPhotos.biz Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Hermann í tölum tímabil Lið Leikir Mörk 1993–1997 ÍBV 67 5 1997–1999 Crystal Palace 37 2 1999–2000 Brentford 41 6 2000–2001 Wimbledon 25 1 2001–2003 Ipswich 102 2 2003–2007 Charlton 132 3 2007–2012 Portsmouth 102 7 2011–2012 Coventry 2 0 Alls með félagsliðum 508 26 1996–2011 Ísl. landsliðið 89 5 Alls 597 31 einbeiting Í kapphlaupi við Cristiano Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. tveir af sama meiði David James og Hermann eiga langa sögu saman og svo gæti farið að James gangi til liðs við Eyjamenn í sumar. MynD ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.