Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 27
Ástandið gæti versnað Þ að sem drapst 1. febrú- ar er byrjað að leysast upp. Síldin er þó enn að miklu leyti heil,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður náttúrustofu Vesturlands. Hann segir að aðstæðurnar sem nú séu uppi í Kolgrafafirði séu fordæma lausar. Því sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif dauða síldin hafi á lífríkið í firðinum. „Það er hætt við því að eitthvað af fugli drepist vegna grútar.“ Lífríkinu í Kolgrafafirði stafar ógn af síldardauðanum. Myndir hafa náðst af grútarblautum fuglum en enn sem komið er virðist grúturinn ekki hafa dregið fugla til dauða í nein- um mæli. Róbert segir þó a ðspurður að ástandið gæti versnað og að af- leiðingar þess séu ófyrirséðar. Fram til þessa hefur grúturinn í firðinum verið úr síldinni sem drapst í fyrra skiptið, eða 14. desember. Fram hefur komið að töluvert meira magn af síld hafi drepist 1. febrúar. Róbert bendir á að sú síld sé nú að byrja að brotna niður og sé ekki enn orðin að grút. Róbert bendir á að dauða síldin geti haft mikil áhrif á lífríkið á botni fjarðarins. Súrefni komist ekki nið- ur á botninn sem muni verða til þess að hin ýmsu botndýr og -fiskar muni drepast. Nokkurn tíma geti tekið fyrir fjörðinn að hreinsa sig. Þegar horft er áhrifa ofan sjávar- borðsins segir Róbert að menn hafi hvað mestar áhyggjur af hafernin- um. Í eftirlitsflugi sem farið var þann 12. febrúar hafi 39 ernir verið tald- ir í firðinum og næsta nágrenni. Ábendingar hafi borist um grútar- blauta erni en enn sem komið er hafi ekki tekist að fanga þá. Þeir hafi ekki verið það illa haldnir að þeir geti ekki flogið. Þess má geta að arnarstofninn telur um þessar mundir um 70 pör og því gæti verið um að ræða ríflega fjórðung arnarstofnsins. Illa getur því farið ef útlit er fyrir umtalsvert meiri grút á næstu vikum. Róbert segir að afar líflegt fugla- líf hafi verið í firðinum og í nágrenni hans undanfarið. Á köflum sé það mikið sjónarspil en sannkallað hlað- borð hefur verið í firðinum fyrir hin- ar ýmsu dýrategundir. Haförninn sé þarna ekki til að borða síld, nema kannski fyrstu dagana, því hann láti ekki bjóða sér úldinn mat ef hann kemst í annað. Hann eltist við lif- andi fugl og fisk. Af þeim sé nóg núna. Mikið mávager sé í firðinum, skar- far í hundraðatali og ýmsir smærri fuglar. „Þetta sogar inn fugla af ansi stóru svæði,“ segir hann en DV er kunnugt um að þeir sem séu kunn- ugir á Reykjanesi hafi tekið eftir því að skarfafi hafi verið með allra minnsta móti undanfarnar vikur. Róbert segir að vel geti verið að fuglinn hafi fært sig um set vegna síldar dauðans. Spurður hvaða áhrif þetta ætis- magn hafi á fugl, sem sleppur við grút, bendir Róbert á að um sé að ræða for- dæmalausan atburð. Erfitt sé því að segja til um hver áhrifin verði en hann segist þó gera ráð fyrir að fuglinn komi vel undan vetri og sé afar vel haldinn. Síldardauðinn getur sett strik í reikning æðarbænda, að mati Róberts. Hann segir að menn óttist að þegar æðarfuglinn setjist upp í vor geti hann orðið grúti að bráð enda séu æðarvörp austan megin í firðinum. Matís sé að gera rannsóknir á því hversu lengi það taki grútinn að brotna niður. Niður- stöður liggi ekki fyrir en menn hafi vissulega áhyggjur af varpi. n 8 Fréttir 4. mars 2013 Mánudagur Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Síldin frá 1. febrúar að byrja að brotna niður n Fjórðungur arnarstofnsins er í Kolgrafafirði Fuglager Dauða síldin hefur verið sem hlaðborð fyrir hinar ýmsu fuglategundir. Grútarblautur örn Í það minnsta fjórðungur íslenska arnarstofnsins heldur til í Kolgrafa- firði og nágrenni. Myndir SuMarliði ÁSGeirSSon Þessi síld er á bilinu sex til tíu, tólf ára,“ segir Þorsteinn Sigurðs son, sviðsstjóri hjá Hafrannsókna stofnun. Sjómaður hafði samband við DV og bar upp þá kenningu að síldin sem drepist hefur í Kolgrafafirði í vetur sé gömul og að það bendi til þess að síldarstofninn geti verið vannýttur. Þorsteinn segist ekki taka undir það. „Að uppistöðu er þetta síld sem er eldri en 2007-árgangurinn,“ segir hann og heldur áfram. „Þegar síldin fer að koma inn á þetta svæði 2006 til 2007, þá koma nokkuð margir árgangar þar inn. Það sem gerst hefur síðan er að yngri árgangar hafa ekki fylgt henni eftir í sama mæli.“ Hann segir að síldin á þessu svæði hafi verið uppistaðan í hrygningarstofninum fram til ársins í fyrra, en síldin getur orðið allt að 20 ára gömul. Þorsteinn segir erfitt að lesa í það hvers vegna síldin færi sig á milli svæða. Að því séu sérfræðingar sífellt að spyrja sig. „Af hverju var allur síldarstofninn fyrir austan 1980 og af hverju var hún við Suðausturlandið 1990? Við getum ekki svarað því,“ segir hann. Vísbendingar séu um að eldri árgangar dragi þá yngri með sér en þegar það gerist ekki þá finni yngri árgangarnir nýja vetursetu. Þá verði lítil nýliðun á gamla staðnum og síldin verði því eldri og eldri þar. Það hafi gerst í Breiðafirði þar sem árgangar 2007 og 2008 hafi aldrei blandast inn í þann hluta stofnsins sem haldi til í firðinum. Spurður hvort það geti verið að stofninn sé að einhverju leyti vannýttur segir Þorsteinn svo ekki vera. „Stofninn hefur verið nýttur á skynsamlegan hátt. Hann hrundi um 1968 til 1970 eins og aðrir síldarstofnar og varð minnstur um 10 til 15 þúsund tonn.“ Byrjað var að nýta stofninn aftur nokkrum árum síðar og Þorsteinn segir að áhersla hafi verið lögð á hóflega nýtingu allar götur síðan. „Það þýðir að þó það komi lélegir árgangar inn á milli þá dettur veiðin ekki niður.“ Hann segir að fram til ársins 2008 hafi stofninn verið í stöðugum vexti en síðan hafi áföllin dunið yfir. Sníkjudýr hafi herjað á síldarstofninn allar götur síðan. „Sá sýkill er búinn að minnka hrygn- ingarstofninn um helming. Við erum að tala um afföll upp á 30 til 35 prósent á ári. Það er miklu meira en drepist hefur í Kolgrafafirði.“ Þrír fjórðu hlutar stofnsins halda nú til við eða í Kolgrafafirði að sögn Þorsteins. Um 50 þúsund tonn hafi drepist sem séu um 10 til 15 prósent af heildarstofninum og 15 til 16 prósent af þeirri síld sem sé á svæðinu. „Það má ekki gleyma því að um 20 prósent stofnsins drepst af nátt- úrulegum orsökum á ári – en við gerum auðvitað ekki ráð fyrir því að hún drepist öll í einu,“ segir hann. Þorsteinn segir að stofnunin leggi mikið kapp á að skilja þá atburðarás sem varð til þess að síldin drapst í Kolgrafa- firði. Stefnt sé að því að niðurstaða rannsókna liggi fyrir áður en næsta vertíð hefst, fyrir haustið. Fyrr sé ekki hægt að gera ráðstafanir til að reyna að fyr- irbyggja svona tjón. „Við erum ekki búin að tengja þetta allt saman. Við vitum að hún drapst úr súrefnisskorti 14. desember og svo 1. febrúar en þurfum að leggjast betur yfir straumana, veðurfar og annað sem getur spilað inn í. Við ætlum að svara þessu fyrir næstu vertíð.“ n Dauða síldin sex ára og eldri Fimmtíu þúsund tonn hafa drepist í Kolgrafafirði. „Þetta sogar inn fugla af ansi stóru svæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.