Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 10
Fréttir 11Mánudagur 4. mars 2013 þá sérstaklega Vinstri grænna sem byggir í grunninn á umhverfisstefnu. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tala hins vegar báðir um málið í sín- um ályktunum. Báðir flokkarnir tala um að tækifæri felist í gas- og olíu- vinnslu á Drekasvæðinu. Sjálfstæðis- menn tala hins vegar um mikilvægi þess að ríkið stuðli að því að einkaað- ilar rannsaki og ráðist í framkvæmdir og nýtingu á svæðinu á meðan Fram- sóknarflokkurinn talar um mikilvægi þess að skoða samstarf við Norð- menn, sem hafa talsverða reynslu á sviði olíuvinnslu. Framsókn ætlar að fella niður skuldir Eini flokkurinn sem lofar því að fella niður skuldir í stefnuskrá sinni að loknum landsfundi er Framsóknar- flokkurinn. Það er ekki nýtt að flokk- urinn lofi niðurfellingu skulda en fyrir síðustu kosningar var talað um 20 prósent leiðina. Flokkurinn talar ekki alveg á sömu nótum nú en þó á svipuðum. Framsóknarmenn hafa ekki lagt fram útlistaðar hugmyndir um niðurfellingu skulda almennings en segja að mikilvægt sé að leiðrétta stökkbreytt lán. Hinir flokkarnir eru heldur hófsamari þegar kemur að skuldaniðurfellingum. Samfylkingin talar um að koma þurfi til móts við fólk með láns- veð og þá sem réðust í sín fyrstu íbúðarkaup í mestu húsnæðis- bólunni. Vinstri græn tala á svipuð- um nótum og sjálfstæðismenn vilja heldur ekki fella niður skuldir. Sam- fylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn vilja báðir nýta bóta- og skattkerfið til að koma til móts við þá sem enn glíma við skuldavanda auk þess sem Sjálfstæðis flokkurinn hefur á stefnu- skrá sinni að veita skattaafslætti til þeirra sem frekar vilja nýta fé sitt í greiðslu inn á fasteignalán en sér- eignasparnað. Flokkurinn ályktaði á landsfundinum einnig um að koma þurfi á „lyklalögum“ sem gera skuldurum kleift að skila íbúðum sínum til kröfuhafa án þess að enda í gjaldþroti, þó með einhverjum óskil- greindum skilyrðum. Skattalækkanir í boði Það virðist allt stefna í að skattar verði lækkaðir á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn ganga hvað lengst í að lofa skattalækkunum en flokk- urinn tiltekur í stefnu sinni hvaða skatta á að lækka og hverja á hrein- lega að afnema. Flokkurinn ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga, sem jafnframt verði í einu þrepi, fjármagnskatt, tekjuskatt fyrir- tækjaskatt, tryggingagjald, virðis- aukaskatt sem jafnframt verði að- eins í einu þrepi, auðlindagjald, tolla og vörugjöld, eldsneytisgjöld, erfða- fjárskatt, og áfengisgjald. Þá ætl- ar flokkurinn að afnema eignaskatt (auðlegðarskatt), stimpil gjöld, gistináttagjald, kolefnisgjald á elds- neyti, raforkuskatt og bifreiðagjöld. Framsóknarflokkurinn geng- ur ekki nærri svona langt en talar um að einfalda skattkerfið og lækka tekjuskattsprósentu rekstraraðila, eins og það er orðað, og hækka persónu afslátt einstaklinga. Flokk- urinn segir í ályktun sinni um skatta- mál að gengið hafi verið of langt í skattahækkunum. Samfylkingin tal- ar ekki berum orðum um skatta- lækkanir en Árni Páll Árnason, for- maður flokksins, talaði um að lækka þyrfti tryggingagjaldið í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins. Vinstri græn virðast vilja halda sig við það skattkerfi sem komið hefur verið á eftir hrun. Rammaáætlun í uppnámi Bæði Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur telja að endurskoða eigi rammaáætlun. Áætlunin var samþykkt á þessi kjörtímabili og var eitt af þeim málum sem kveðið var á um í stjórnarsáttmálanum. Hún snýst um að skilgreina í hvaða flokka tiltekin landsvæði falla þegar kemur að vernd og orkunýtingu. Svæðin eru flokkuð í orkunýtingar-, v erndar- og biðflokk á grundvelli laga um verndar- og orkunýting- aráætlun. Stjórnarflokkarnir tveir, Samfylking og Vinstri græn, byggja sína stefnu í umhverfis- og virkjun- armálum á þessari áætlun og er ekki annað að skilja en að báðir flokkarn- ir vilji fylgja þeirri stefnu sem mörk- uð var með rammaáætlun. Þegar kemur að fiskveiðum er það Sjálfstæðisflokkurinn sem gengur hvað lengst í gagnrýni á þær breytingar sem gerðar hafa verið á stjórn fiskveiða. „Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins lýsir áhyggjum af sívaxandi tilhneigingu stjórnvalda til þess að leggja stein í götu eðli- legrar uppbyggingar og þróunar ís- lensks atvinnulífs. Kemur þetta m.a. fram í aðför núverandi ríkisstjórnar að sjávarútveginum og ferða- 8 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn Flokkarnir eiga nokkuð vel saman ef tekið er mið af stefnumálum í nokkrum stærstu mála- flokkunum. Það er þó ekki þar með sagt að þeir séu sammála um útfærslur á einstaka hlutum. Til að mynda hefur hvorugur flokkur mótað sér stefnu í hvernig afnema eigi gjaldeyrishöftin þó þeir séu sammála um að það sé mikilvægt. Þá eru flokkarnir heldur ekki sammála í grund- vallarmálum eins og gjaldmiðilsmálum þó báðir geri ráð fyrir krónu í fyrirsjáanlegri framtíð. Samkvæmt skoðanakönnunum er líklegast að þessir flokkar nái miklum meirihluta þingsæta að loknum kosningum. 3 Framsókn og Samfylking Fá af stefnumálum flokkanna tveggja ríma en þeir viðrast vera ósam- mála um stærstu málin. Það sem flokk- arnir eru sammála um er afnám gjald- eyrishafta, lækkun skatta og að beita þurfi úrræðum í þágu skuldsettra heimila. Flokkarnir nálgast þó skatta- málin með hvor með sínum hætti en stefna hvorugs flokks er mjög skýr þegar kemur að skattalækkunum. Flokkarnir eru ekki sammála í veiga- miklum málum á borð við hvaða gjaldmiðill eigi að vera á Íslandi, hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, niðurfellingu skulda eða verðtrygginguna. 8 Samfylking og Vinstri græn Stjórnarflokkarnir ná nokkuð vel saman málefnalega séð. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem flokk- arnir hafa unnið náið saman í ríkis- stjórn síðustu fjögur árin. Stefnuskrár flokkanna bera það með sér að verið sé að verja þau verk sem hafa ver- ið unnin. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa til að mynda ráðist í óvinsælar skattahækkanir, umdeildar kvótabreytingar og sótt um aðild að Evrópu- sambandinu. Flokkarnir eru þó ósammála um gjaldmiðilsmálin og verðtrygginguna. Samfylkingin hefur þá einnig opnað dyrnar á skatta- lækkanir en það er ekki að sjá á landsfundarályktunum Vinstri grænna. 6 Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking Gömlu sam- starfsflokkarnir eiga ágætlega saman þegar kemur að málefnum. Stefnur beggja flokka gera ekki ráð fyrir frek- ari skuldaniðurfellingum eða afnámi verðtryggingarinnar. Þá eru flokkarnir einnig sammála um að skoða eigi nýjan gjaldmiðil þó að Samfylkingin vilji gera það með inngöngu í Evrópusambandið, sem Sjálfstæðismenn eru alfarið á móti. Flokkarnir ná heldur ekki saman um mál á borð við breytingar á stjórnarskránni. Samfylkingin hefur lagt upp úr því að byggt verði á tillögum stjórnlaga- ráðs en Sjálfstæðismenn vilja að þingið skrifi sjálft þær breytingar sem gerðar verða. 4 Framsókn og Vinstri græn Það er fátt sem Framsóknar flokkur á sameiginlegt með Vinstri grænum þó að flokkarnir nái saman um stór mál. Flokkarnir vilja báðir halda í íslensku krónuna, endurskoða verðtrygginguna og koma til móts við skuldug heimili. Þegar kemur að Evrópumálum eru flokkarnir þó ósammála þrátt fyrir að telja báðir Íslandi betur borg- ið utan sambandsins en innan þess. Vinstri græn vilja klára aðildar- viðræðurnar sem þeir voru þó á móti fyrir síðustu kosningar og Fram- sóknarmenn vilja slíta viðræðunum sem þeir voru fylgjandi fyrir síðustu kosningar. 3 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn Ljóst er að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn eru á andstæðum endum stjórnmál- anna þegar litið er á hvar flokkarn- ir eiga samleið. Í þeim ellefu mála- flokkum sem skoðaðir voru eru flokkarnir aðeins sammála um þrennt. Báðir vilja beita skattkerfinu til að koma til móts við skuldug heimili, þeir vilja ekki frekari skuldaniðurfellingar og telja að afnema þurfi höft- in. Þeir eru hins vegar ekki sammála í Evrópumálum, gjaldmiðilsmálum eða skattamálum. Sjálfstæðismenn vilja til að mynda lækka skatta og afnema þrepaskiptingu á meðan Vinstri græn vilja byggja áfram á þeim breytingum sem gerðar voru á skattkerfinu á kjörtímabilinu. þjónustunni,“ segir meðal annars í ályktun flokksins. Framsóknar- menn tala hins vegar um að ná verði sem víðtækastri sátt um fiskveiði- stjórnunarkerfið án þess að gagn- rýna beint þær breytingar sem ríkis- stjórnin hefur gert. Samfylking og Vinstri græn tala um að næsta skref í stjórn fiskveiða sé að stjórnarskráin kveði á um að auðlindir séu í sam- eiginlegri eign þjóðarinnar. Breytingar ekki á grunni stjórnlagaráðs Þegar stefnuskrár flokkanna eru skoðaðar með tilliti til stjórnar- skrárbreytinga kemur í ljós vilji til að breyta stjórnarskránni. Samfylk- ing og Vinstri græn vilja nýja stjórn- arskrá á grunni stjórnlagaráðs líkt og lagt hefur verið upp með á yfir- standandi kjörtímabili. Sjálfstæð- isflokkur og Framsókn vilja hins vegar ekki nýja stjórnarskrá en eru opnir fyrir breytingum. Það er í raun í samræmi við þá stöðu sem hefur verið í þinginu síðan stjórnlaga- þingskosningarnar voru ógiltar. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á stjórnarskránni á grunni tillagna stjórnlagaráðs en ólíklegt er að það verði samþykkt. „Framsóknarflokkurinn er hlynntur endurskoðun á stjórnar skrá lýðveldisins en gera verður kröfu til þess að undirbúningur sé vandaður og að haft sé samráð við ólíka aðila,“ segir í ályktun Framsóknarflokksins um stjórnar skrárbreytingar. Flokk- urinn telur að meðal annars þurfi að koma á sérstöku auðlindaákvæði í stjórnar skránni. Sjálfstæðismenn eru á svipuðum nótum og tala í ályktun sinni um að hyggja þurfi vel að breytingum og „ráðrúm þurfi að gefast, bæði innan þings og utan, til að gaumgæfa tillögur að breytingum á henni“. n n Úttekt á stefnu flokkanna í ellefu málaflokkum n Aðeins samstaða um afnám gjaldeyrishafta n Svona eiga þeir saman Málefnasamleið flokkanna Hér má sjá hvernig flokkarnir eiga saman miðað við afstöðu þeirra í þeim ellefu málaflokkum sem DV kannaði Lítið sameiginLegt í stefnum fLokkanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.