Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 4
„Stefán einar hótaði mér“ n Formaður VR og stjórnarmaður í hár saman n Ásakanir ganga á víxl 4 Fréttir 4. mars 2013 Mánudagur S tefán Einar hótaði mér. Þetta er ekkert annað en hót- un. Hann notar greinilega þessa taktík á fólk. Svo ger- ir hann þetta við starfsfólk- ið líka. Það er eins og hann sé alltaf að rannsaka fólk,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, um viðskipti sín við formann VR, Stefán Einar Stefáns son. Ragnar Þór segist hafa fengið tölvupóst með hótunum frá Stefáni Einari. Í samtali við DV þvertekur Stef- án Einar fyrir að hafa hótað Ragnari Þór í tölvupósti. Hann segist ekki beita slíkum aðferðum. „Nei, það hef ég ekki gert. Ég ber af mér slíkar sak- ir. Ég hef hins vegar sagt honum, sem að rétt er, að í öllum þeim persónu- legu árásum sem hann hefur stund- að í minn garð, hefur fólk komið til fundar við mig og borið sig mjög illa undan samskiptum við Ragnar Þór Ingólfsson,“ segir formaðurinn. „Upplýsingar um framgöngu þína“ Í tölvupóstinum til Ragnars Þór sagði Stefán Einar að hann hefði undir höndum upplýsingar um framgöngu hans sem kæmu sér ekki vel fyrir hann. „Hins vegar hefur það gerst, á meðan ófrægingarherferð þinni gegn mér hefur staðið, að nokkrir aðilar hafa komið til mín og látið mér í té upplýsingar um framgöngu þína í ýmsu tilliti á síðustu árum. Það varðar bæði þín persónulegu mál og opinber mál tengd þér. Þar hafa menn undir höndum upplýsingar og gögn sem þeir hafa afhent mér, jafnt persónuleg og opinber skjöl stofn- ana. Þessi gögn bera þér sannast sagna ekki fagurt vitni og staðfest- ir raunar það sem ég hef lengi haft grun um, að kastað sé steinum úr völtu og brothættu glerhúsi.“ Stefán Einar segir að þetta orðalag hafi ekki falið í sér hótun: „Nei, þetta er alls ekki hótun. Mér dytti ekki hug að hóta Ragnari Þór Ingólfssyni. Ég hef sýnt honum fyllstu kurteisi öll þau ár sem hann hefur staðið í sinni ófrægingarherferð gegn mér. Ég er bara að viðurkenna það fyrir honum að þetta séu gögn sem mér hafa borist. Ég var bara að láta hann vita og stað- festa það. Mér berast ýmis gögn, líkt og þér í þínu starfi,“ segir Stefán Ein- ar og bætir því við að gögnin hafi sýnt mér hvernig Ragnar Þór hafi „sviðið“ fólk í viðskiptum. „Þessi gögn eiga fullt erindi við almenning en ég er bara ekki þeirrar gerðar að ég komi slíkum gögnum í fjölmiðla,“ segir Stefán Einar í samtali við DV. Orð Stefáns Einars í tölvupóstinum til Ragnars Þórs voru sams kon- ar eðlis en þó kom þar fram að hann gæti notað upplýsingarnar í varnar- skyni: „Þessar upplýsingar hyggst ég ekki nota gegn þér – en ég áskil mér rétt til þess að vísa til þeirra þegar ég ver hendur mínar gagnvart þeim aurburði sem þú virðist orðinn sér- fræðingur í að moka í minn garð,“ sagði Stefán Einar. Næturfundur að sumri Tölvupósturinn var hluti af skeytasendingum á milli Stef- áns Einars og Ragnars sem áttu sér stað eftir að stjórnarmað- urinn bar það upp á formann- inn að hafa ekki sagt satt um upphaf samskipta sinna og Söru Lindar Guðbergsdóttur, starfsmanns VR og núver- andi sambýliskonu Stefáns Einars. DV fjallaði um það mál í blaðinu í lok desember síðastliðinn. „Bara orðalagið í bréfinu, að hann hafi upp- lýsingar um mig, er ótrúlegt. Það eru ellefu starfsmenn hættir eftir að hann tók við. Tveir af þeim voru verktakar í Miðhúsaskógi sem staðfestu að hann hefði átt þar næturfund með Söru Lind í sumar- húsi VR löngu áður en hann sagði að samband þeirra hefði átt sér stað,“ segir Ragnar Þór en með orðum sín- um vísar hann til þess að Stefán Ein- ar og Sara Lind hafi nýtt sér orlofs- hús VR síðastliðið sumar, nokkru áður en samband þeirra á að hafa hafist samkvæmt orðum sem Stefán Einar lét falla við stjórn VR. Eldheitar persónulegar deilur Ragnar Þór segir aðspurður um þetta atriði að hann hafi enn frekari upp- lýsingar um að Stef- án Einar hafi ekki greitt fyrir næt- ur- gistinguna í orlofshúsi VR síðastliðið sumar. „ Formaður VR greiddi ekki fyrir nætur gistingu í Miðhúsaskógi í júní. Hann lýsir því yfir bréflega að það fáist hvergi staðfest að hann hafi eytt nótt með umræddum starfs- manni þó svo að starfsmenn félags- ins geti vitnað þar um ásamt sam- tali sem ég átti við umsjónarmann svæðisins sem nú hefur verið rek- inn. En formaður hafði samband við umræddan starfsmann Miðhúsa- skóga og hellti sér yfir hann,“ seg- ir Ragnar Þór en út frá samskiptum formannsins og stjórnar mannsins er ljóst að deilur þeirra eru afar persónulegar. Eitt af því sem Stefán Einar sagði í tölvupóstinum til Ragnars Þórs þar sem þeir tókust á um þessi mál er að hann skilji ekki hvað hann hafi gert á hlut stjórn- armannsins. „Sannast sagna veit ég ekki hvað ég hef gert þér, enda hef ég alltaf reynt að mæta þér af yfirvegun og sann- girni, þó sannarlega séum við ekki alltaf sammála.“ Ljóst má vera út frá þessum sam- skiptum Stefáns Einars og Ragnars Þórs að hart er deilt inn- an stjórnar VR. n Í hár saman Ragnar Þór Ingólfsson sakar Stefán Einar Stefánsson, formann VR, um að hafa hótað sér. Formaðurinn þvertekur fyrir það. „Mér dytti ekki hug að hóta Ragnari Þór Ingólfssyni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það eru ellefu starfsmenn hættir eftir að hann tók við Harma hóp- uppsagnir Fyrirtækið Icewear, sem á og rekur Víkurprjón, hefur sagt upp þrettán starfsmönn- um sínum í prjónastofu fyrir tækisins á Vík í Mýrdal og á Suðurnesjum og auk þess tveimur starfsmönn- um í verslun í Bankastræti. Skammt er síðan meirihluti þessa fólks var ráðinn til starfa. Tilkynnt var um upp- sagnirnar á fimmtu- daginn var en um mik- ið áfall er að ræða því flestir þeirra sem upp- sagnarbréf fengu fluttu sér- staklega til landsins frá Pól- landi nýlega til að hefja störf hjá fyrir tækinu.Víkurprjón rekur tvær saumastofur í Vík og á Suðurnesjum en á síð- arnefnda staðnum opnaði fyrirtækið útibú síðasta sum- ar eftir að fyrir tækið Icewear festi kaup á Víkurprjóni vor- ið 2012. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu eftir að DV.is greindi frá hópuppsögninni þar sem hún er hörmuð en fyrirtækið hafi farið „full- bratt“ í uppbyggingu fram- leiðslueininga „miðað við eftirspurn á markaði.“ Tveir blaða- menn DV tilnefndir Blaðamenn DV eru tilnefndir til tveggja Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012. Kristjana Guð- brandsdóttir, blaðmaður DV, er tilnefnd fyrir Umfjöllun ársins en Kristjana skrifaði viðamikinn og vandaðan greinaflokk um ein- hverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við grein- ingu, ekki síst hjá stúlkum. Þá er Ingi Freyr Vilhjálms- son, blaðamaður DV, tilnefndur til Blaðamannaverðlauna Íslands fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.