Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2013, Blaðsíða 9
10 Fréttir 4. mars 2013 Mánudagur Í febrúar kláruðu allir flokkar sem eiga sæti á þingi landsfundi sína og mótuðu þar með stefnu sína og áherslur fyrir kosningarn- ar í apríl. Eins og búast mátti við eru flokkarnir alls ekki sammála um mörg mál og ljóst að einhver þarf að gefa eftir í stjórnarmyndunarviðræð- um. DV tók saman stefnu flokkanna í ellefu málaflokkum sem jafnan vekja athygli kjósenda og bar saman hvaða flokkar eiga málefnalega saman. Auk þess kannaði DV afstöðu Bjartrar framtíðar, flokks Guðmundar Stein- grímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur, sem mælst hefur með mikið fylgi í skoðanakönnunum undanfarið, langmestu nýrra fram- boða. Það var hins vegar ekki hægt að nálgast neina fastmótaða stefnu hjá framboðinu og því er ekki hægt að bera stefnu flokksins saman við stefnu hinna flokkanna sem mælast með nógu mikinn stuðning til að fá þingmenn eftir komandi kosningar. Samstaða um gjaldeyrishöftin Við samanburðinn kemur í ljós að samstaða virðist aðeins vera um afnám gjaldeyrishaftanna. Enginn flokkur hefur aftur á móti sett fram einhverja lausn á málinu eða áætl- un um hvernig eigi að afnema höft- in. Það er því með öllu óljóst hvort raunveruleg samstaða er um leiðir til afnáms haftanna. Flestir flokkanna eru þá sammála um að krónan sé gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð en Samfylk- ingin talar í sínum ályktunum um mikilvægi Evrópusambandsaðild- ar til að gera upptöku evru mögu- lega. Þannig fjallar flokkurinn ekki um krónuna á næstu árum en talar um jafnvægi í efnahagsmálum sem rímar við stefnu hinna flokkanna varðandi umhverfi krónunnar. Stefnubreyting í Evrópumálum Ríkisstjórnarflokkarnir vilja báðir ljúka aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið á meðan Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn vilja slíta viðræðunum strax og ekki hefja þær að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Evrópumálin hafa verið mikið þrætu- epli innan ríkisstjórnarflokkanna, þá sérstaklega innan Vinstri grænna. Þingmenn flokksins hafa bókstaf- lega flúið annað meðal annars vegna aðildarumsóknarinnar, sem var þó samþykkt í stjórnarsáttmál- anum sem gerður var áður en sam- starf flokkanna hófst að loknum kosningum. Þetta er stefnubreyting hjá bæði Vinstri grænum og Framsóknar- flokknum frá síðustu kosningum. Vinstri græn vildu ekki aðild eða að- ildarviðræður í kosningunum 2009 en samþykktu þó að sækja um þegar mynduð var ríkisstjórn með Samfylk- ingu að loknum kosningum. Fram- sókn vildi hins vegar sækja um að- ild og leggja samning í dóm kjósenda fyrir kosningarnar 2009 en síðan þá hefur flokkurinn horfið frá þeirri stefnu og hafnar nú áframhaldandi viðræðum um aðild að sambandinu. Allir tala um verðtrygginguna Flokkarnir fjórir tala allir um verð- trygginguna í sínum landsfundar- ályktunum. Enginn flokkur nema Framsókn gengur hins vegar svo langt að segja að afnema skuli verð- trygginguna. Sjálfstæðismenn tókust mikið á um verðtrygginguna á sínum landsfundi og var stór hluti flokksmanna sem vildi álykta um að afnema ætti verðtrygginguna. Lyktir urðu þó þær að frekar ætti að álykta um að auka framboð af óverðtryggð- um lánum. Vinstri græn tala um að draga úr vægi verðtryggingarinnar og að skoða 2 prósenta þak á verð- bætur. Samfylkingin nálgast málið út frá Evrópusambandsaðild. Flokk- urinn gerir ráð fyrir því að verð- tryggingin verði óþörf þegar gengið verður í sambandið þar sem það muni skapa þann stöðugleika sem til þarf til að afnema verðtrygginguna. Flokkurinn leggur þó áherslu á, líkt og Sjálfstæðis flokkur, að framboð á óverðtryggðum lánum aukist í ná- inni framtíð og leggur ekki til að verð- trygging verði afnumin. Framsókn gengur talsvert lengra og segir að afnema þurfi verðtryggingu. Flokk- urinn býður þó ekki upp á neina hugmynd um hvernig það skuli gert en í stefnunni segir að setja eigi á fót nefnd til að skoða málið og koma með hugmyndir fyrir árslok 2013. Engin afstaða í olíuleit Landsfundur Samfylkingarinnar ályktaði um olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu án þess að nein stefna lægi fyrir. Flokkurinn ákvað einfald- lega að marka þyrfti stefnu í málinu. Vinstri græn viku ekki að hugsan- legri olíuleit en einstaka flokksmenn hafa tjáð sig um að marka þurfi skýr- an ramma utan um hugsanlega vinnslu olíu í kringum Ísland. Rík- isstjórn þessara tveggja flokka hef- ur hins vegar gefið út rannsóknar- leyfi á Drekasvæðinu og því nokkuð ljóst að báðir flokkarnir eru á því að skoða eigi möguleikana á því að olía finnist á svæðinu. Slíkt gæti þýtt stórauknar tekjur fyrir Íslendinga en olíuvinnsla rímar ekki endilega við umhverfisstefnur flokkanna, Svona er stefna flokkanna eftir landsfund Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn Samfylking Vinstri græn Gjaldeyrishöft Afnám hafta en engin áætlun Afnám hafta en engin áætlun Afnám hafta en engin áætlun Afnám hafta en engin áætlun Verðtrygging Auka framboð á óverðtryggð. lánum Afnema verðtryggingu Auka framboð á óverðtryggð. lánum Draga úr vægi verðtryggingar Virkjanamál Endurskoða rammaáætlun Endurskoða rammaáætlun Rammaáætlun til grundvallar Rammaáætlun til grundvallar Skuldaniðurfelling Engar frekari niðurfellingar Sértækar niðurfellingar Engar frekari niðurfellingar Engar frekari niðurfellingar Evrópusambandið Hætta viðræðum strax Hætta viðræðum strax Klára aðildarviðræður Klára aðildarviðræður Stjórnarskrá Litlar breytingar Breytingar Ný á grunni stjórnlagaráðs Ný á grunni stjórnlagaráðs Skattar Lækka skatta Lækka skatta Lækka tryggingagjald Óbreyttir skattar Olíuvinnsla Nýta tækifæri til olíuvinnslu Nýta tækifæri til olíuvinnslu Stefna ómótuð Óljóst Stjórn fiskveiða (kvótakerfið) Nær óbreytt kerfi Nær óbreytt kerfi Gagnger endurskoðun Gagnger endurskoðun Skuldavandi heimilanna Skattaafslættir Takmörk á gjaldtöku vegna lána Beita skattkerfinu og vaxtabótum Beita skattkerfinu og vaxtabótum Gjaldmiðlamál Skoða upptöku nýs gjaldmiðils Halda í krónu Upptaka evru með aðild að ESB Halda í krónu n Úttekt á stefnu flokkanna í ellefu málaflokkum n Aðeins samstaða um afnám gjaldeyrishafta n Svona eiga þeir saman Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fundað í febrúar Flokkarnir fjórir, sem eiga sæti á Alþingi, héldu allir lands- fundi eða flokksþing í febrúarmánuði. Þar voru stefnumál flokkanna mótuð fyrir kosningarnar í lok apríl. Myndir Sigtryggur Ari Lítið sameiginLegt í stefnum fLokkanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.