Lögmannablaðið - 01.03.2010, Qupperneq 7

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Qupperneq 7
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 7 Stærsta lögmannsstofa landsins, Logos, var ekki talin hafa lagt mikið upp úr útliti síðunnar en síðan þótt hins vegar efnismikill. Skýr flokkun á sviðum með tengingu við sérfræðinga stofunnar á viðkomandi sviðum lyfti síðunni upp. Það var ennfremur talið henni til tekna að á henni var hægt að hlaða niður rafrænu nafnspjaldi allra starfsmanna til að vista beint í tengiliðalista á póstforritum. Slíkt er einfalt í uppsetningu og mætti hvetja fleiri stofur til að bjóða upp á þennan möguleika. Þrjár vefsíður þóttu standa uppúr þegar metið var útlit og yfirbragð síðunnar, heimasíður Mandat, Fortis og OPUS lögmanna. Vefsíður Mandat og Fortis þóttu í meira mæli en síður annarra lögmannsstofa í takt við nýjustu strauma í hönnun og útlit vefsíðna, og þóttu bæði einfaldar og snyrtilegar. Vefsíður OPUS lögmanna þótti einföld og stílhrein, og fékk þar að auki prik fyrir að vera ein af fáum síðum lögmannsstofa sem skartaði öðrum lit en gráum, bláum og svörtum. Nær allar vefsíðurnar sem skoðaðar voru höfðu til staðar enska útgáfu, annað hvort af vefsíðunni í heild eða einstökum hlutum. Sumar stofur voru þar að auki með ítarlega texta á norrænum tungumálum en vefsíða OPUS lögmanna státaði af upplýsingum um starfsemi stofunnar á fjórtán tungumálum. Aðgangur að verðskrá var ekki til staðar nema á fáum síðum og kom það nokkuð á óvart. Þær síður sem státuðu af skýrum aðgangi að verðskrá voru JP lögmenn, Logos og Lex. Sú síðastnefnda vakti einnig athygli fyrir skýra flokkun og aðgreiningum á málaflokkum. Við- skiptavinir kunna að meta það þegar fyrirtæki hafa allt upp á borðum í þessum málum og það þykir líka í takt við vaxandi kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja um heiðarleika og gagnsæi.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.