Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 14
næðis, eins og haldið hefur verið fram, þótt hugsan- legt sé að kaupendur og seljendur átti sig ekki fylli- lega á þessum verðbreytingum.2 Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu var í maí orðið 2% hærra en það varð hæst árið 2001 og ekki sjást nein merki þess að þessi hrina verðhækkana sé að stöðvast. Breytingar sem áformaðar eru á íbúðalánakerfinu og sú uppsveifla eftirspurnar sem framundan er gætu spennt verðið upp enn frekar. Það eykur hættu á offramboði, sem að lokum gæti endað með verðfalli. Erfitt er hins vegar að meta hve mikið verðið er komið yfir langtímajafnvægisstöðu, eða hvort verðhækkanir endurspegla að einhverju leyti varanlega hækkun lóðaverðs á stækkandi borgar- svæði. Stundum er horft til hlutfallslegrar verðbreyt- ingar húsaleigu og fasteignaverðs sem vísbendingu um verðbólur á fasteignamarkaði. Ekki er að sjá að bil hafi myndast þar á milli á undanförnum árum, en hafa verður fyrirvara á um gildi þeirrar vísbendingar hér á landi sakir þess hve leigumarkaðurinn er ófull- burða. Vöxtur útlána til íbúðakaupa hefur sótt enn frek- ar í sig veðrið. Þannig var markaðsvirði húsnæðis- lána, sem endurspeglar verðmæti þess húsnæðis sem hægt er að kaupa fyrir lánin, í apríl-maí rúmlega 20% meira en fyrir ári. Lífeyrissjóðir hafa einnig haldið áfram að lána drjúgt til sjóðfélaga, og er þeim lánum væntanlega að mestu varið til húsnæðiskaupa. Nam tólf mánaða vöxtur útlána lífeyrissjóða til sjóðfélaga 11,9% í maílok. Þetta er að vísu töluvert hægari vöxt- ur en síðari hluta árs 2001, þegar ársvöxturinn nam tæplega þriðjungi, en minna hefur hægt á raunvexti útlána. Fjármálamarkaðir Vöxtur útlána hefur aukist Vöxtur útlána hefur aukist töluvert undanfarna mánuði. Tölur um útlán lánakerfisins í heild, sem ná til marsloka, sýna reyndar enn tiltölulega hægan vöxt, eða 3,8% á tólf mánuðum, en það gefur að vissu leyti villandi mynd vegna áhrifa gengisbreyt- inga á stofn útlána. Þannig drógust t.d. lán frá útlönd- um saman um tæplega 3% á fyrrgreindu tímabili, en útlán til heimila, sem ekki verða fyrir umtalsverðum beinum áhrifum af gengisbreytingum, jukust um 7,7%. Vöxtur útlána á tólf mánuðum til loka mars að frádregnum áætluðum áhrifum gengisbreytinga nam 6%. Þær upplýsingar sem fyrir liggja um þróun útlána innlánsstofnana á öðrum ársfjórðungi, benda til þess að útlánavöxturinn hafi tekið verulega við sér á ný. Einkum kom snöggur kippur í útlánin í maí. Tólf mánaða vöxtur útlána innlánsstofnana til júníloka var hinn mesti í rúmt ár og ef áætluð áhrif gengis- og vísitölubreytinga á útlánastofninn eru dregin frá var vöxturinn í maí hinn mesti í tvö ár, eða tæplega 13% en aðeins hægari í júní. Mest aukning hefur verið í útlánum innlánsstofnana til fyrirtækja. Hugsanlegt er að útlánavöxturinn í maí skýrist að einhverju leyti af PENINGAMÁL 2003/3 13 Mynd 9 1986 88 90 92 94 96 98 00 02 80 90 100 110 120 130 140 Janúar 1996=100 Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæði janúar 1985 - maí 2003 Heimildir: Fasteignamat ríkisins og Seðlabanki Íslands. Íbúðarhúsnæði alls Íbúðir í fjölbýli 2. Minni afföll húsbréfa fela í sér ódýrara lánsfé sem ætti að auka eftir- spurn eftir húsnæði og þrýsta verði þess upp að öðru óbreyttu. Því er mjög eðlilegt að saman fari minnkandi afföll og verðhækkun, sem birt- ist fyrst og fremst í hækkun staðgreiðsluverðs en ekki endilega nafn- verðs á meðan afföllin eru að minnka. Mynd 8 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 Janúar 1996=100 Þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu janúar 1998 - apríl 2003 Heimild: Fasteignamat ríkisins. Kaupverð Staðgreiðsluverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.