Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 32
PENINGAMÁL 2003/3 31 Gengi krónunnar veiktist ... Eftir alllangt meira og minna samfellt tímabil styrk- ingar tók krónan að gefa eftir þegar leið á maí. Í kjöl- far tilkynningar um aukin regluleg kaup Seðlabank- ans á gjaldeyri kom fram skammlíf veiking sem gekk til baka á nokkrum dögum en eftir miðjan júní varð nokkuð hröð veiking sem tók til baka nánast alla styrkingu krónunnar sem orðið hafði frá áramótum. Frá júnílokum hefur vísitala gengisskráningar verið nokkuð stöðug í kringum vísitölugildið 124. Oft er erfitt að skýra skammtímahreyfingar á gengi þar sem væntingar spila svo stórt hlutverk. Skýringar á um- snúningi gengisins í maí og júní gætu m.a. verið tímabundið hlé á ýmsum stærri hræringum, sem ýttu undir væntingar um aukið innstreymi gjaldeyris, t.d. skuldsettum sameiningum og yfirtökum fyrirtækja. Hugsanlegt er einnig að óvissa um framhald varnar- samstarfs Íslands og Bandaríkjanna hafi haft einhver áhrif á gengið í júni. Þá gæti það verið skýring að gengi krónunnar hafi hreinlega ofrisið um miðjan maí, eins og oft vill verða þegar gjaldmiðlar sveiflast. Regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans voru aukin um miðjan maí og svo virðist sem áhrifa þeirra hafi farið að gæta meir eftir því sem væntingar um annað flæði á markaðnum minnkuðu. Þess varð einnig vart að spákaupmenn, sem tekið höfðu stöðu með krón- unni, lokuðu stöðum sínum allhratt þegar veiking hófst og flýtti það líklega fyrir lækkun gengisins. Þróun vísitölu gengisskráningar má sjá á mynd 1. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Krónan veikist 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. júlí 2003. Gengi íslensku krónunnar veiktist í maí og júní. Því réði m.a. minna innflæði gjaldeyris, aukið útflæði, m.a. vegna lánahreyfinga, og aukin spákaupmennska, auk þess sem aukin regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans kunna að hafa haft áhrif. Vísitala gengisskráningar hefur verið nærri gildinu 124 það sem af er júlí. Ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa lækkaði nokkuð á markaði vegna mikillar eftirspurnar og lækkuðu bankar verðtryggða inn- og útlánsvexti sína í kjölfarið. Lausafjárstaða banka hefur verið rúm og þeim hefur gengið betur að miðla lausu fé sín á milli en áður. Vaxtamunur við útlönd hefur aukist á síðustu mánuðum, vegna vaxtalækkana í öðrum löndum og hækkandi ávöxtunar íslenskra ríkisvíxla. Hlutabréfa- og skuldabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands fyrstu sex mánuði ársins voru meiri en á sama tíma í fyrra og úrvalsvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 11% það sem af er ári. Hlutabréf nokkurra félaga hafa verið afskráð hjá Kauphöllinni í kjölfar samruna og yfirtöku. Janúar | Febrúar | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 31. des. 1991=100 Mynd 1 Vísitala gengisskráningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar - 25. júlí 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.