Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 15
skuldsettum yfirtökum eða tengist þeim framkvæmd- um sem framundan eru. Raunstýrivextir hækkuðu í júní en hafa lækkað á ný Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir frá 10. febrúar. Raunstýrivextir Seðlabankans metnir með verðbólguálagi óverðtryggðra ríkisbréfa til fjögurra ára lækkuðu í kjölfar lækkunar stýrivaxta í febrúar. Þeir hækkuðu nokkuð á ný fram í miðjan júní vegna lækkunar verðbólguálags (sjá mynd 12) en hafa síðan lækkað aftur og verið á bilinu 2,6%-2,8% það sem af er júlí. Skammtímavaxtamunur við útlönd hefur auk- ist jafnt og þétt frá því um miðjan apríl þegar hann fór um skamma hríð niður fyrir 2%. Fyrstu þrjár vik- ur júlímánaðar var vaxtamunur þriggja mánaða inn- lendra og erlendra ríkisvíxla að meðaltali u.þ.b. 3%. Lækkun erlendra vaxta skýrir u.þ.b. þriðjung aukins munar. Vaxtamunur lengri og skemmri skuldabréfa jókst verulega á öðrum ársfjórðungi er ávöxtunarkrafa styttri bréfa lækkaði Miðlun vaxtabreytinga Seðlabankans sl. mánuði hef- ur mótast mjög af þeim miklu framkvæmdum sem eru í aðsigi. Frá haustmánuðum 2002 og fram á vor höfðu væntingar um aukna verðbólgu og vaxtahækk- anir vegna stóriðjuframkvæmda þau áhrif að óverðtryggðir vextir fylgdu ekki lækkun skamm- tímavaxta eftir, eða hækkuðu jafnvel á tímabili. Munur á ávöxtunarkröfu skuldabréfa til lengri og skemmri tíma jókst því verulega. Á öðrum fjórðungi ársins var munur á vöxtum ríkisbréfa til u.þ.b. tíu ára og u.þ.b. fjögurra ára bréfa að meðaltali rúmlega 1%, en u.þ.b. 0,6% á fyrsta ársfjórðungi. Aukinn vaxta- mun á öðrum ársfjórðungi má fyrst og fremst rekja til lækkunar ávöxtunarkröfu styttri bréfanna, sem fór niður í 6,1% í byrjun júní. Síðastliðinn mánuð hefur vaxtalækkunin gengið til baka og því dregið úr mun- inum á ný. Undir lok júlí var ávöxtunarkrafa fjögurra ára skuldabréfanna 6,9%. Vaxtaþróunina má túlka sem svo að á markaði sé reiknað með lítilli verðbólgu næstu misseri, en að til lengri tíma ríki meiri óvissa um verðlagsþróunina. Gengisþróunin og lítil verðbólga nýliðna mánuði hafa haft áhrif á þetta mat. Ekki er þó víst að þessar breytingar hafi eingöngu með verðbólguvæntingar að gera og hækkun vaxta sl. mánuð má hugsanlega skýra með hagnaðartöku. Ávöxtun verðtryggðra skuldabréfa lækkar Þeir vextir sem mestu máli skipta fyrir heimilin er ávöxtun verðtryggðra lána og skuldabréfa. Ávöxtun húsbréfa, sem hefur veruleg áhrif á spurn eftir hús- næði, hefur lækkað verulega frá útgáfu Peningamála í maí. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkaði almennt um 0,3-0,6 prósentur á öðrum fjórðungi ársins. Lækkunin hefur orðið þrátt fyrir mikið framboð húsbréfa og endurspeglar mikla eftir- spurn sem að hluta kemur frá útlöndum. Fjármálaleg skilyrði á heildina litið hafa breyst í átt til aukins slaka undanfarna mánuði Flest bendir til að fjármálaleg skilyrði hafi á heildina litið þróast í átt til aukins slaka frá því að Peninga- mál komu út í maí, þrátt fyrir nokkrar sveiflur. Nafn- vextir hafa lækkað, mikilvægustu raunvextir haldist lítt breyttir eða lækkað (þrátt fyrir tímabundna hækk- un) og útlánavöxtur aukist. Að auki hafa erlendir vextir lækkað enn frekar. Vegna þess að stór hluti skulda íslenskra fyrirtækja eru erlend lán eða lán tengd erlendum gjaldmiðli og vöxtum skiptir erlend vaxtaþróun einnig verulegu máli. Vextir tíu ára bandarískra ríkisskuldabréfa voru aðeins u.þ.b. 3½% í lok júní og vextir þriggja mánaða ríkisvíxla innan við 1%. Skammtímavextir eru víðast hinir lægstu í áratugi og í suum tilfellum þarf að fara aftur á nítj- ándu öld til að finna lægri vexti. Þessa stöðu hafa ís- lenskar fjármálastofnanir nýtt sér með því að auka er- lendar skammtímaskuldir sínar. II Þjóðhags- og verðbólguspá Litlar breytingar eru gerðar á forsendum nýrrar þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans frá því í maí sl. þegar bankinn birti síðast spá sína. Eins og áður er gert ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar út spátímabilið og einnig er gengið út frá óbreyttri pen- ingastefnu. Í spánni er m.a. gert ráð fyrir fram- kvæmdum vegna álvers Fjarðaáls á Austurlandi og í tengslum við stækkun Norðuráls, þótt töluverð óvissa ríki enn um síðarnefndu framkvæmdina. Verði ekki af henni gæti hagvöxtur í ár orðið ½% minni og ¾% minni á næsta ári en spá bankans gerir ráð fyrir. Slakinn í hagkerfinu yrði því meiri en eftirfarandi spá gerir ráð fyrir. 14 PENINGAMÁL 2003/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.