Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 46
Erfiðara er að gera sér grein fyrir sams konar tölum fyrir sjávarútveginn, en Þjóðhagsstofnun hélt sig lengi við skiptinguna u.þ.b. 1/3 í hlut erlendra aðila á móti u.þ.b. 2/3 í hlut innlendra aðila. Einnig þarf að leggja mat á það hvaða atriði í rekstrarreikningi þess- ara atvinnugreina eru háð afurðaverði. Þegar álfyrir- tækin eru skoðuð er það orka og opinber gjöld sem breytast í takt við afurðaverð og afkomu álfyrirtækj- anna. Í sjávarútvegi eru það rekstrarafgangur, hluti launa og opinber gjöld sem eru háð afurðaverði og afkomu greinarinnar. Vægi atvinnugreinanna í út- flutningsverðmæti árið 2002 er leiðrétt þannig að mið er tekið af þessum atriðum. Svo lengi sem verð áls og sjávarafurða sveiflast með nægjanlega ólíkum hætti, mun vera hægt að vega atvinnugreinarnar saman þannig að heildar- sveiflur í útflutningstekjum verði minni en saman- lagðar sveiflur beggja atvinnugreina. Eftir að hafa notað tvær aðferðir4 til að meta samdreifni tíma- raðanna kom í ljós að í hagkerfi þar sem einungis er stundaður útflutningur sjávarafurða, mun útflutningur áls hafa dempandi áhrif á sveiflur í útflutningstekjum, fyrst í stað, en þegar hlutdeild áls hefur náð ákveðnu marki munu sveiflurnar aukast á ný. Með því að bera saman verðraðir sjávarútvegs og áls eru Íslendingar þegar komnir fram úr því magni að útflutningur á áli hafi dempandi áhrif á sveiflur í útflutningstekjum. Ef gert er ráð fyrir að fylgni álverðs og sjávarafurða muni haldast óbreytt og að magnbreytingar muni verða óverulegar, mun aukning álframleiðslu leiða til aukinna verðsveiflna í útflutningstekjum. Álfram- leiðsla er þegar orðin það mikil að hún er komin fram úr þeim mörkum að aukin álframleiðsla hafi sveiflu- jafnandi áhrif á útflutningstekjur. Gera má ráð fyrir að sveiflur í útflutningstekjum muni aukast um u.þ.b. 10%-20% ef álframleiðsla verður aukin í 737.000 tonn á ári, að öðru óbreyttu. Ekki hefur hér verið lagt mat á það hver ávinn- ingurinn af aukinni álframleiðslu muni verða. Um- ræðan hefur hins vegar oft verið á þann veg að aukin álframleiðsla muni draga úr sveiflum í íslensku efna- hagslífi. Vissulega mun fjölbreytni íslensks atvinnu- lífs aukast og mun eflaust styrkja íslenskt efnahags- líf. Á móti kemur að sveiflurnar í útflutningstekjum munu aukast, þvert á það sem stundum hefur verið haldið fram. Samband áls og sjávarafurða við alþjóðahagsveiflu Efnahagslíf á Íslandi hefur fremur verið háð afkomu sjávarútvegs en því sem er að gerast á alþjóðavett- vangi. Á þessu hefur þó orðið breyting á síðustu ár- um og má meðal annars nefna tilkomu fjármagns- markaðar á Íslandi. Það er hins vegar áhugavert að kanna hvort aukin álframleiðsla muni hafa þau áhrif að við færumst enn nær alþjóðasamfélaginu og hag- sveifla á Íslandi verði nær því sem gerist í kringum okkur. Á mynd 3 eru bornar saman verðvísitölur áls og sjávarafurða, á ársgrunni, við vísitölu iðnframleiðslu helstu iðnríkja.5 Iðnframleiðsla helstu iðnríkja er notuð hér til að vísa til alþjóðahagsveiflu. Með því að bera saman samtímafylgni verðvísitalna áls og sjávarafurða við breytingar í iðnframleiðslu helstu iðnríkja kemur í ljós að mun meiri fylgni er á milli alþjóðahagsveiflunnar og breytinga í verðvísitölu áls en sjávarafurða. Þetta ætti ekki beint að koma á óvart þar sem stærstu kaupendur áls eru framleiðendur neytendavara og því hefur samdráttur í alþjóðahag- PENINGAMÁL 2003/3 45 1975 1980 1985 1990 1995 2000 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 -0,2 -0,4 -0,6 Breyting milli ára í % Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands. Verð sjávarafurða og áls í samanburði við iðnframleiðslu iðnríkja 1974-2001 Mynd 3 Verðvísitala áls Verðvísitala sjávarafurða Iðnframleiðsla 5. Þegar talað er um helstu iðnríki er hér átt við: Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Japan, Nýja-Sjáland, ríkin sem mynda evrusvæðið, Dan- mörku, Ísland, Noreg, Svíþjóð, Sviss og Bretland. 4. Staðalfrávik tímaraðar má meta annað hvort sem frávik frá leitni eða sem ávöxtun. Ókosturinn við að meta frávik frá leitni er að enn mælist einingarót í gögnunum. Ef reiknuð er ávöxtun mælist ekki einingarót í gögnunum, en hins vegar gætu mögulega tapast upplýsingar. Notast var við báðar aðferðirnar til að gæta hlutleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.