Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 39
38 PENINGAMÁL 2003/3 Í þessu sambandi er vert að minna á hvernig vaxtamunur hefur áhrif á gengið þegar fjármagns- flutningar eru óheftir. Við þær aðstæður hefur ávöxt- un á innlendum og erlendum skuldabréfum tilhneig- ingu til að leita jafnvægis að teknu tilliti til væntra gengisbreytinga og sérstaks áhættuálags. Með öðrum orðum verða innlendir vextir jafnir erlendum vöxtum að viðbættri væntri gengislækkun innlenda gjald- miðilsins (og áhættuálagi). Að öllu öðru óbreyttu veldur hækkun innlendra vaxta því hærra gengi nú og væntingum um samsvarandi lækkun gengisins í framtíðinni. Þetta þýðir að vaxtamunurinn þarf að vera að aukast ef hann á einn að útskýra hærra gengi, en hann hefur þvert á móti verið að fara í hina áttina mest allt þetta tímabil. Áhættuálag flækir að vísu þessa mynd og með endurheimt stöðugleikans er lík- legt að það hafi lækkað og vaxtamunurinn þannig orðið virkari en áður, sem að öðru óbreyttu stuðlar að hærra gengi. Þessu til viðbótar hefur vaxtamunur á langa enda markaðarins ekki lækkað í sama mæli og á stutta endanum, m.a. vegna væntinga tengdra stóriðjuframkvæmdum. Þá eru verðtryggðir lang- tímavextir hér á landi mjög háir í samanburði við vexti í þeim viðskiptalöndum þar sem slík bréf eru til. Auðvitað má halda því fram með réttu að pen- ingastefnan hafi hér átt óbeinan þátt að máli með því að stuðla að stöðugleika og auknu trausti, sem aftur skilar sér í hærra nafngengi. Ef það hefði ekki tekist er líklegt að nafngengið væri lægra en nú. En verðbólgan væri þá líka meiri og alls óvíst að raun- gengið væri lægra, sem er þegar öllu er á botninn hvolft það sem máli skiptir fyrir útflutnings- og sam- keppnisgreinarnar. Stóriðjan og raungengið Það er mikilvægt að hafa í huga að stóriðjufram- kvæmdir munu hækka raungengið. Vegna fram- kvæmdanna verður eftirspurn á Íslandi meiri en ella hefði orðið yfir nokkurt árabil og það mun toga upp verðlag og laun samanborið við það sem verður í viðskiptalöndum. Peningastefnan getur ekki breytt þessu nema í skamman tíma, en hún getur hins vegar haft áhrif á það hvernig raungengishækkunin skiptist á milli nafngengishækkunar og verðbólgu umfram það sem verður í viðskiptalöndum. Áhrif peninga- stefnunnar á raunstærðir eins og hagvöxt, raungengi, viðskiptajöfnuð o.s.frv. endast sjaldan lengur en í 1-2 ár. Eftir það eru áhrifin einungis á verðbólgu. Þetta á við ef peningastefna er innan eðlilegra marka. Allt of slök peningastefna sem leiðir til óhóflegrar verðbólgu yfir lengra tímabil getur auðvitað dregið úr hagvexti og sama á við um allt of harða peninga- stefnu sem leiðir til alvarlegrar verðhjöðnunar. Sama á við ef vörn fastgengisstefnu leiðir til óhóflegra hárra raunvaxta yfir lengra tímabil, sbr. Argentínu. Hækkun raungengis er ein af leiðum hagkerfisins til þess að skapa svigrúm fyrir framkvæmdirnar. Þessi hækkun felur því ekki í sér að gengið sé að þró- ast með óeðlilegum hætti og víkja frá jafnvægis- gengi, a.m.k. ekki jafnvægisgengi til miðlungslangs tíma, heldur er það jafnvægisgengið sem hækkar meðan á framkvæmdunum stendur. En er þá nokkurt vandamál? Er þetta ekki bara eðlilegt gangverk markaðslögmálanna sem að lokum mun skila æski- legri niðurstöðu? Auðvitað er hægt að færa viss rök fyrir slíkri afstöðu en mitt mat er eigi að síður að hér sé um vandamál að ræða. Að mínu mati eru Íslend- ingar nú í fyrsta skipti í einhverjum verulegum mæli að upplifa það sem kallað hefur verið „hollenska veikin“. Hún byggist á því að fjármagnsinnstreymi og notkun takmarkaðs vinnuafls og fjármagns til þró- unar nýrrar útflutningsgreinar þrengir að þeim sem fyrir eru. Vandinn er a.m.k. tvíþættur. Í fyrsta lagi er hér um tímabundna hækkun raungengisins að ræða sem þó er nægilega langvarandi til að skaða talsvert núverandi útflutnings- og samkeppnisgreinar. Hættan er sú að þegar raungengið lækkar á ný hafi grund- völlur þeirra veikst svo að það taki þær töluverðan tíma að taka við sér á ný. Í öðru lagi er alltaf hætta á að gengissveiflur fari fram úr sér, bæði á uppleið og niðurleið, m.a. vegna óstöðugra væntinga. Það gæti leitt til gengiskollsteypu þegar framkvæmdum lýkur sem erfitt yrði fyrir hagstjórn að glíma við. Spurningin er því þessi: eru til leiðir til að draga úr hækkun raungengisins á framkvæmdatímanum, án þess að fórna verðbólgumarkmiði og efnahagslegum stöðugleika? Svar mitt er: já, þær eru til. Að und- anförnu hafa ýmsir talsmenn Seðlabankans, en einn- ig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri bent á hverjar þessar leiðir eru. Þær felast ekki í því að keyra gengið niður í skamman tíma með aðgerðum í peningamál- um, því að það stangast á við verðbólgumarkmið og skilar ekki lægra raungengi þegar fram í sækir. Þær felast heldur ekki í því að beita fyrst og fremst að- haldi í peningamálum, því að það stuðlar að hærra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.