Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 43
42 PENINGAMÁL 2003/3 deild hverrar atvinnugreinar í verðmæti vöruútflutn- ings á árunum 1980 til 2002. Fram til þessa hefur sjávarútvegur verið mikilvægasta útflutningsgreinin með að meðaltali 72,5% hlutdeild. Framleiðsla áls og iðnaðarvara hafa haft álíka stóra hlutdeild í kringum 11-12% hvor grein, annarra vara um 3% og land- búnaðarvara tæplega 2%. Síðastliðin ár hefur hlut- deild áls farið vaxandi og var orðin 19% á árinu 2002. Árið 2002 voru framleidd um 267.000 tonn af áli á Íslandi, sem skiptist gróflega þannig að Alcan á Íslandi framleiddi um 177.000 tonn og Norðurál um 90.000 tonn. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við álver Fjarðaáls á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslan hefjist síðla árs 2007 og verði 320.000 tonn á ári. Einnig er til skoðunar að stækka verk- smiðju Norðuráls á Grundartanga og auka þar fram- leiðslu um 150.000 tonn á ári. Fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir að þær framkvæmdir eigi sér stað í tveimur áföngum. Fyrsti áfangi verður stækkun um 90.000 tonn á ári en áætlanir gera ráð fyrir að sú aukning muni verða í upphafi árs 2007. Síðari áfang- inn er stækkun um 60.000 tonn á ári, en sú stækkun á að eiga sér stað á árinu 2010. Nú þegar er ljóst að framleiðslan mun aukast um a.m.k. 320.000 tonn og ef að líkum lætur mun álframleiðslan aukast um 470.000 tonn á ári. Ef af þessu verður má gera ráð fyrir að árleg framleiðsla aukist úr 267.000 tonnum á ári, árið 2002, í 737.000 tonn á ári, árið 2010, sem er nálægt þreföldun frá því sem var árið 2002. Ef álframleiðslan hefði verið tæplega þrefalt meiri árið 2002, hefði hlutfall áls í vöruútflutningi, að öðru óbreyttu, orðið tæplega 40% í stað 19% en hlutfall sjávarafurða 47%. Hér er ekki tekið tillit til ruðningsáhrifa eða annarra áhrifa sem aukin álframleiðsla hefur í för með sér, breytingarnar miðast við að útflutningsverð- mæti annarra útflutningsgreina haldist það sama og á árinu 2002. Framleiðsla og markaðir fyrir ál og sjávarafurðir Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar á eftir súrefni og kísli, en ál er jafnframt algengasti málmurinn. Ál er hvergi að finna í hreinni mynd á Tafla 1 Hlutfallsleg skipting verðmætis útflutnings (fob) eftir vinnslugreinum1 Endurreiknað vægi miðað við tæplega þrefalda aukningu í framleiðslu áls Meðaltal Meðaltal % 1980-2002 2002 1980-2002 2002 Sjávarafurðir ........................................................... 72,5 62,8 60,0 47,1 Landbúnaðarafurðir ................................................ 1,7 1,6 1,4 1,2 Iðnaðarvörur ........................................................... 10,8 14,0 8,9 10,5 Ál ............................................................................ 12,2 19,0 27,4 39,2 Aðrar vörur ............................................................. 2,8 2,6 2,3 2,0 Vöruútflutningur alls .............................................. 100,0 100,0 100,0 100,0 1. Útflutningsverðmætið er leiðrétt fyrir áhrifum verðlags og gengis með vísitölu innflutningsverðlags, en það hefur verið nefnt kaup- máttur útflutnings. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Þús. tonn/ár Alcan Norðurál Fjarðaál Heimild: Seðlabanki Íslands. Framleitt magn af áli á Íslandi og fyrirhugaðar stækkanir fram til ársins 2010 Mynd 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.