Peningamál - 01.08.2003, Side 43

Peningamál - 01.08.2003, Side 43
42 PENINGAMÁL 2003/3 deild hverrar atvinnugreinar í verðmæti vöruútflutn- ings á árunum 1980 til 2002. Fram til þessa hefur sjávarútvegur verið mikilvægasta útflutningsgreinin með að meðaltali 72,5% hlutdeild. Framleiðsla áls og iðnaðarvara hafa haft álíka stóra hlutdeild í kringum 11-12% hvor grein, annarra vara um 3% og land- búnaðarvara tæplega 2%. Síðastliðin ár hefur hlut- deild áls farið vaxandi og var orðin 19% á árinu 2002. Árið 2002 voru framleidd um 267.000 tonn af áli á Íslandi, sem skiptist gróflega þannig að Alcan á Íslandi framleiddi um 177.000 tonn og Norðurál um 90.000 tonn. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við álver Fjarðaáls á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslan hefjist síðla árs 2007 og verði 320.000 tonn á ári. Einnig er til skoðunar að stækka verk- smiðju Norðuráls á Grundartanga og auka þar fram- leiðslu um 150.000 tonn á ári. Fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir að þær framkvæmdir eigi sér stað í tveimur áföngum. Fyrsti áfangi verður stækkun um 90.000 tonn á ári en áætlanir gera ráð fyrir að sú aukning muni verða í upphafi árs 2007. Síðari áfang- inn er stækkun um 60.000 tonn á ári, en sú stækkun á að eiga sér stað á árinu 2010. Nú þegar er ljóst að framleiðslan mun aukast um a.m.k. 320.000 tonn og ef að líkum lætur mun álframleiðslan aukast um 470.000 tonn á ári. Ef af þessu verður má gera ráð fyrir að árleg framleiðsla aukist úr 267.000 tonnum á ári, árið 2002, í 737.000 tonn á ári, árið 2010, sem er nálægt þreföldun frá því sem var árið 2002. Ef álframleiðslan hefði verið tæplega þrefalt meiri árið 2002, hefði hlutfall áls í vöruútflutningi, að öðru óbreyttu, orðið tæplega 40% í stað 19% en hlutfall sjávarafurða 47%. Hér er ekki tekið tillit til ruðningsáhrifa eða annarra áhrifa sem aukin álframleiðsla hefur í för með sér, breytingarnar miðast við að útflutningsverð- mæti annarra útflutningsgreina haldist það sama og á árinu 2002. Framleiðsla og markaðir fyrir ál og sjávarafurðir Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar á eftir súrefni og kísli, en ál er jafnframt algengasti málmurinn. Ál er hvergi að finna í hreinni mynd á Tafla 1 Hlutfallsleg skipting verðmætis útflutnings (fob) eftir vinnslugreinum1 Endurreiknað vægi miðað við tæplega þrefalda aukningu í framleiðslu áls Meðaltal Meðaltal % 1980-2002 2002 1980-2002 2002 Sjávarafurðir ........................................................... 72,5 62,8 60,0 47,1 Landbúnaðarafurðir ................................................ 1,7 1,6 1,4 1,2 Iðnaðarvörur ........................................................... 10,8 14,0 8,9 10,5 Ál ............................................................................ 12,2 19,0 27,4 39,2 Aðrar vörur ............................................................. 2,8 2,6 2,3 2,0 Vöruútflutningur alls .............................................. 100,0 100,0 100,0 100,0 1. Útflutningsverðmætið er leiðrétt fyrir áhrifum verðlags og gengis með vísitölu innflutningsverðlags, en það hefur verið nefnt kaup- máttur útflutnings. Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Þús. tonn/ár Alcan Norðurál Fjarðaál Heimild: Seðlabanki Íslands. Framleitt magn af áli á Íslandi og fyrirhugaðar stækkanir fram til ársins 2010 Mynd 1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.