Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 22 Hnattvæðingu má skilgreina sem aukið frelsi til viðskipta með vörur, þjónustu og fjármagn milli landa svo og frelsi fólks til að fl ytja milli landa í atvinnuskyni.1 Síðustu tvo áratugi hafa ýmsar hömlur á þess- um sviðum vikið og tækniframfarir í samskiptum og miðlun upplýs- inga verið miklar. Allt hefur þetta valdið mikilli aukningu viðskipta milli landa. Áhrifi n á lítil opin hagkerfi eins og það íslenska geta verið sérstaklega mikil. Hnattvæðingin hefur opnað nýja markaði fyrir út- fl utning íslenskra fyrirtækja og gefi ð þeim vaxtartækifæri á alþjóða- vettvangi, en hún hefur líka aukið samkeppni á innlendum vöru- og þjónustumarkaði. Opnun vinnumarkaðar er sérlega mikilvæg fyrir hagkerfi sem einkennast af miklum sveifl um í fjárfestingu. Með því að gera hagkerfi heimsins háðari hvert öðru kann hnattvæðing að hafa aukið alþjóðleg áhrif á virkni innlendrar pen- ingastefnu. Umræðan um áhrif hnattvæðingar á peningastefnu er tvíþætt: Annars vegar snýst hún um áhrif hennar á verðbólgu en hins vegar um afl eiðingar síaukinnar samþættingar fjármálamark- aða (e. fi nancial globalisation) fyrir miðlunarferli peningastefnu og þar með getu seðlabanka til að sporna gegn verðbólgu. Síðarnefndi þátturinn er líklega sú hlið hnattvæðingar sem hefur skipt íslenska þjóðarbúskapinn mestu síðustu árin. Hnattvæðingin á þátt í myndun gífurlegs viðskiptahalla á Íslandi og í mörgum öðrum löndum en við- skiptaafgangs annarra landa. Erlendar eignir og skuldir hafa einnig margfaldast við afnám hafta á fjármagnsfl utningi. Hins vegar ber að gera greinarmun á hnattvæðingu sem langtímaferli og þeim kring- umstæðum sem nýlega hafa leitt til lausafjárgnóttar á heimsvísu og endurspegla að hluta áhrif og afl eiðingar peningastefnu t.d. í Banda- ríkjunum og Kína og eru því væntanlega tímabundnar. Hnattvæðing og verðbólguþróun Þótt tvímælalaust megi færa bæði fræðileg og hagrannsóknarleg rök fyrir því að hnattvæðingin hafi dregið úr virkni miðlunarferlis peningastefnu á Íslandi og gert það ófyrirsjáanlegra þegar til lengri tíma er litið, verður ekki ályktað að peningastefnan sé bitlaus og verði ekki bætt. Innlendir þættir, eins og áhrif rýmri lánareglna Íbúða- lánasjóðs og einkavæðing bankanna ásamt ódýru erlendu lánsfé, hafa stóraukið samkeppni á íbúðalánamarkaði og leitt til vaxtalækk- ana á fasteignaveðlánum þrátt fyrir aðhaldssama peningastefnu. Á sama tíma hefur þjóðarbúskapurinn orðið fyrir fjölda eftirspurnarbú- hnykkja. Hnattvæðingin hefur stuðlað að ýmsum vandamálum en létt á öðrum. Aukin umsvif íslenskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði og erlend fjárfesting á Íslandi hafa orsakað vinnuafl sskort og kynt undir óhófl ega hækkun launa. Á sama tíma hefur innfl utningur vinnuafl s dregið úr þrýstingi til launahækkana án þess þó að koma í veg fyrir samspil hækkandi launa og verðlags. Innlend fjármálaleg skilyrði Hnattvæðingin ætti fræðilega séð að leiða til jöfnunar langtímaraun- vaxta ef engin gjaldmiðlaáhætta væri til staðar. Reyndin hefur orðið önnur bæði vegna gengisáhættu og áhættu tengdrar efnahagslífi hvers lands. Reyndar er það svo að þegar fjármagn er mjög hreyfan- legt á milli landa hafa breytingar á vaxtamun veruleg áhrif á gengi gjaldmiðla (aukinn vaxtamunur hækkar venjulega gengi þess gjald- miðils sem hefur hærri vexti). Þetta kann að auka virkni peninga- stefnu að ákveðnu marki. Fylgni vaxtamunar og gengis er hins vegar lítt fyrirsjáanleg. Breytilegt áhættumat og aðrir huglægir þættir geta Rammagrein III-1 Hnattvæðingin og framkvæmd peningastefnu á Íslandi 1. Sjá t.d. ræður Charles Bean (2006), „Globalisation and inflation”, Ben S. Bernanke (2007), „Globalization and monetary policy” og Svein Gjedrem (2006), „Globalisation and monetary policy in Norway” og greinar eftir Kenneth S. Rogoff (2006), „Impact of globalisation on monetary policy” og Michael Woodford (2007), „Globalisation and monetary control”. % Mynd 1 Hnattvæðing viðskipta með vöru og þjónustu 1950-2006 Hlutfall af heimsútflutningi Heimild: Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO). Kína Þýskaland Indland Japan Bandaríkin 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘05‘00‘95‘90‘85‘80‘75‘70‘65‘60‘55‘50 % af VLF Mynd 2 Hnattvæðing fjármuna Eignir og skuldir þjóðarbúsins 1. ársfj. 1990 - 2. ársfj. 2007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Eignir Skuldir 0 100 200 300 400 500 600 ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.