Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 14 II Ytri skilyrði og útflutningur Óvissa um framvindu ytri skilyrða íslenska þjóðarbúsins hefur aukist frá útgáfu Peningamála í byrjun júlí. Ýmislegt bendir til þess að áhrif undirmálslána (e. subprime loans) og samdráttar á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum verði töluvert meiri en áður var talið. Fyrstu áhrifin hafa verið að draga úr hagvexti í Bandaríkjunum, en það hefur að öðru jöfnu samdráttaráhrif á hagvöxt í heiminum. Óvissan sem und- irmálslánin hafa valdið mun einnig hafa bein áhrif í Evrópu m.a. vegna þess að fjármálafyrirtæki í Evrópu og víðar hafa keypt töluvert af þess- um kröfum. Þessi þróun hefur leitt til þess að áhættuálag hefur hækk- að og lausafjárskorts gætt á millibankamarkaði. Fjármálaleg skilyrði hafa því versnað á heimsvísu. Endurmat á áhættu skapar óvissu um framhald vaxtamunarviðskipta sem gæti haft áhrif á gengi hávaxta- gjaldmiðla, eins og íslensku krónunnar. Hún hefur þó verið afar sterk að undanförnu. Mikil óvissa um hagvöxt í heiminum á næsta ári Síðustu ár hafa ytri skilyrði íslenska þjóðarbúsins verið að mestu leyti hagstæð og skapað ákjósanleg skilyrði fyrir öflugan hagvöxt hér á landi. Hagvöxtur í heiminum hefur um langt skeið verið meiri en sem nemur langtímameðalvexti heimsframleiðslunnar. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var vöxtur heimsframleiðslunnar á árunum 2004-2007 að meðaltali um 5,2%. Á sama tíma var verðbólga í helstu iðnríkjum heimsins lág og stöðug. Viðlíka hagvaxtarskeið ásamt lágri og stöðugri verðbólgu er einstakt í hagsögu undanfarinna áratuga (sjá mynd II-1). Bandaríkin drógu vagninn framan af núverandi hagvaxtarskeiði. Á síðustu misserum hefur hagvöxtur í heiminum hins vegar verið drif- inn áfram í auknum mæli af nýmarkaðsríkjum Asíu. Erlendar hagspár benda til þess að framlag Kína eins og sér til hagvaxtar í heiminum vegi þyngra í ár en framlag Bandaríkjanna. Eftir slakan hagvöxt í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi jókst hagvöxtur á öðrum fjórð- ungi ársins þrátt fyrir að dregið hafi úr vexti einkaneyslu og íbúða- fjárfesting dróst umtalsvert saman. Vöxturinn var einkum drifinn af aukningu útflutnings, samdrætti innflutnings, aukningu samneyslu, breytingum á birgðastöðu og annarri fasteignafjárfestingu en íbúða- fjárfestingu. Líklegt má telja að samdráttur á fasteignamarkaði hafi neikvæð áhrif á vöxt einkaneyslu á komandi mánuðum. Þrengingar á fjármálamörkuðum ásamt áframhaldandi sam drætti í íbúðafjárfestingu leiða að öllum líkindum til minni hagvaxtar á seinni hluta ársins. Öfugt við þróun mála í Bandaríkjunum dró úr hagvexti á evru- svæðinu á öðrum ársfjórðungi eftir mikinn vöxt á fyrsta fjórðungi ársins. Reiknað er með að hagvöxtur verði nokkru hægari vegna óróans á fjármálamörkuðum og minni hagvaxtar í Bandaríkjunum. Hagvöxtur í Bretlandi var stöðugur á fyrri helmingi ársins og ríflega ½ prósentu meiri en á fyrri helmingi ársins 2006. Í Noregi (án olíugeira) og í Svíþjóð jókst hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi en dróst hins vegar saman í Danmörku og Finnlandi. Eftir sem áður var hagvöxtur þar einna mestur meðal evrulandanna. 1. Hagvaxtartölur fyrir 2007 - 2008 eru spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá júlí 2007. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðleg hagþróun 1970-20081 Heimsframleiðsla og verðbólga í OECD-ríkjunum Br. frá fyrra ári (%) Br. frá fyrra ári (%) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20052000199519901985198019751970 Heimsframleiðsla (v. ás) Verðbólga í OECD löndum (h. ás) Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-2 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting vergrar landsframleiðslu 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2007 Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Bandaríkin Japan Bretland Evrusvæðið 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 20072003 2004 2005 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.