Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 30 Verulegur niðurskurður þorskkvóta og órói á erlendum fjármálamörk- uðum virðast enn sem komið er hafa haft lítil áhrif á væntingar almenn- ings um framtíðartekjur og atvinnuhorfur. Vísbendingar eru um að vöxtur einkaneyslu hafi færst í aukana eftir því sem liðið hefur á árið og veltutölur benda til mikils vaxtar á þriðja ársfjórðungi (sjá mynd IV-5). Einkaneysla dregst saman á næsta ári ... Horfur eru á að vöxtur einkaneyslunnar nái hámarki á síðari helmingi þessa árs. Á næsta ári er hins vegar spáð að hratt dragi úr vextinum og samdráttar fari að gæta um miðbik ársins. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn aukist fram eftir árinu 2009, en eftir það fer að gæta batamerkja. Ógerlegt er að áætla með vissu hversu hröð aðlögunin verður. Samdráttur einkaneyslu er einkum knúinn af lækkun ráðstöf- unartekna, vaxandi greiðslubyrði skulda, hækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Almenningur virðist enn vænta þess að ráðstöfunar- tekjur haldi áfram að aukast, íbúðaverð haldist hátt og framboð láns- fjár á viðráðanlegum vöxtum verði áfram nægt. Þessar væntingar geta hins vegar reynst hverfular samkvæmt spánni. ... vegna aukins áhrifamáttar peningastefnunnar, lakari erlendra fjármálaskilyrða, ... Eins og lýst er í kafla III (sjá einnig rammagrein III-2) virðist aukið gagnsæi peningastefnunnar hafa leitt til hækkunar óverðtryggðra jafnt sem verðtryggðra útlánsvaxta. Hert skilyrði á erlendum láns- fjármörkuðum hafa einnig lagst á árarnar með peningastefnunni. Því er sennilegt að greiðslubyrði heimilanna aukist á næstu árum á sama tíma og hækkun íbúðaverðs stöðvast eða snýst við, sem gæti leitt til þess að verulega dragi úr aðgengi lánsfjár. Aðhaldssamari fjármálaleg skilyrði eru líkleg til þess að draga mest úr einkaneyslu þeirra sem hafa skuldsett sig verulega á undanförnum árum. Mestu skipta þó óbein áhrif í gegnum áhrif á ráðstöfunartekjur. ... lækkunar ráðstöfunartekna ... Á undanförnum árum hafa ráðstöfunartekjur vaxið langt umfram vöxt undirliggjandi framleiðni og framleiðslugetu. Slíkt ástand er ekki líklegt til að vara lengi. Mikill viðskiptahalli og skuldasöfnun þjóðar- búsins benda til þess að ráðstöfunartekjur þurfi að dragast saman tíma bundið. Reynslan frá fyrri uppsveifluskeiðum einkaneyslu gefur tilefni til að ætla að ráðstöfunartekjur lækki tímabundið og samdráttur einkaneyslu fylgi í kjölfarið. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að vöxtur ráðstöfunartekna stöðv- ist og dragist saman um sinn. Þær munu þó halda áfram að vaxa fram á mitt næsta ár. Reiknað er með svipuðum samdrætti ráðstöfunartekna á næsta ári og á árinu 2001 sem vari í tvö ár, uns bati hefst á árinu 2010. Samdrátturinn yrði samt minni en á árunum 1992 og 1993. ... og viðsnúnings á húsnæðismarkaði Framvinda á fasteignamarkaði gegnir mikilvægu hlutverki í aðlögun innlendrar eftirspurnar að jafnvægi. Rót verðhækkana liggur í þeim kerfisbreytingum sem áttu sér stað á árinu 2004. Lækkun vaxta, rýmri lánskjör og auknar ráðstöfunartekjur stuðluðu að mikilli hækkun hús- 55 70 85 100 115 130 145 160 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 2007200620052004200320022001 Væntingavísitala Gallup (v. ás) Vöxtur einkaneyslu (h. ás) 1. Vöxtur einkaneyslu á 3. og 4. ársfjórðungi 2007 er spá Seðlabankans. Gildi vísitölu fyrir 4. ársfj. 2007 er fyrir október. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-3 Einkaneysla og væntingavísitala Gallup 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 20071 Væntingavísitala Gallup til sex mánaða (v. ás) Mynd IV-4 Þróun einkaneyslu og húsnæðisverðs 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla (v. ás) Húsnæðisverð (h. ás) % -10 -5 0 5 10 15 20 -20 -10 0 10 20 30 40 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Mynd IV-5 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 20071 1. Vöxtur einkaneyslu á 3. ársfj. 2007 er spá Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga innanlands -5 0 5 10 15 20 20072006200520042003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.