Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 18 10%. Um miðjan september höfðu lækkanir á mörkuðum í Evrópu gengið til baka að mestu og vegin vísitala hlutabréfa í helstu nýmark- aðsríkjum stóð hærra en fyrir óróatímabilið (sjá mynd II-5). Minni botnfiskafli á þessu ári og samdráttur þorskveiðiheimilda Sjávaraflinn á föstu verðlagi jókst lítils háttar á fyrstu átta mánuð- um þessa árs. Munar þar mest um að afli uppsjávartegunda jókst. Botnfiskaflinn dróst hins vegar lítillega saman, einkum þorsk aflinn. Aukið verðmæti útfluttra sjávarafurða stafar að mestu leyti af verð- hækkun flestra tegunda sjávarafurða. Í ágústmánuði tilkynnti sjávar- útvegsráðuneytið leyfilegan hámarksafla á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september. Leyfilegur þorskafli var minnkaður um 60 þús. tonn en aflamark í öðrum botnfisktegundum breyttist lítið milli fiskveiði- ára. Áhrif þessarar skerðingar koma að nokkru leyti fram á þessu ári. Þorskaflinn hefur verið tregur í ár og ónýttar aflaheimildir í þorski og öðrum botnfisktegundum meiri í lok seinasta fiskveiðiárs en verið hafa undanfarin ár. Þessar ónýttu aflaheimildir verða að öllum líkindum nýttar á yfirstandandi fiskveiðiári. Það mun vega á móti áhrifum minni þorskkvóta fram eftir næsta ári. Innri aðlögun í sjávarútvegi kann að vega upp samdrátt í þorski að nokkru leyti Fáar atvinnugreinar einkennast af jafn miklum sveiflum í ytri skilyrðum og sjávarútvegurinn. Sjávarútvegsfyrirtæki eru því vön að þurfa að bregðast við samdrætti afla, t.d. vegna kvótaskerðingar, með innri aðlögun. Á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar þurfti t.d. að draga mjög úr þorskveiðiheimildum. Þorskaflinn dróst fyrir vikið saman um 60 þús. tonn milli áranna 1993 og 1995, þrátt fyrir mikinn afla utan íslensku fiskveiðilögsögunnar, eða álíka mikið og reiknað er með að hann þurfi að skreppa saman á þessu fiskveiðiári. Þrátt fyrir samdrátt aflaheimilda jókst útflutningsverðmæti sjávarafurða í erlendum gjald- miðli um 10% milli áranna 1992 og 1995 m.a. vegna nýrrar tækni, breyttrar framleiðslusamsetningar, sóknar út fyrir fiskveiðilögsöguna, hagræðingar og samruna fyrirtækja. Af reynslu fyrri samdráttarskeiða má draga þá ályktun að innri aðlögun og markviss viðbrögð við ytri áföllum muni leiða til þess að áhrif minni þorskkvóta á þjóðarbúið í heild verði minni en ella. Sjávarútvegsfyrirtæki geta gripið til ýmiss konar aðgerða svipað og áður hefur verið gert, t.d. með breyttri framleiðslustýringu og fram- leiðslusamsetningu innan og milli vinnslugreina. Til þess að draga úr skellinum sem kvótaskerðing veldur munu fyrirtækin eflaust nýta það svigrúm sem þau hafa til að hagræða, bæta framleiðni og nýta hráefni betur. Sjávarútvegurinn hefur á seinustu árum orðið markaðssækinn fremur en framleiðsludrifinn. Afurðaframleiðslan bregst hraðar við kalli markaðarins en áður, til þess að hámarka það verð sem býðst á hverjum tíma. Aukin áhersla á markaðs- og sölustarfsemi á erlendum mörkuðum gæti vegið á móti áhrifum minni afla. Verð sjávarafurða áfram hátt Eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum hefur verið mikil undanfarin ár og verðlag hátt í sögulegu samhengi. Ekki hafa orðið marktækar 1. Árlegar tölur 2000-2006, nýjasta gildi er fyrir ágúst 2007. Heimild: Hagstofa Íslands. 2004 = 100 Mynd II-6 Aflaverðmæti 2000-20071 Á föstu verðlagi 2006 90 92 94 96 98 100 102 20072006200520042003200220012000 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd II-7 Útflutningsverðmæti sjávarafurða 2005-2007 Janúar - ágúst Ma.kr. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 200720062005 Annað Mjöl og lýsi Saltað Fryst Ferskt 1. Staðvirt með veginni neysluverðsvísitölu í helstu viðskiptalöndunum. Árlegar tölur 1990-2006, nýjasta gildi er fyrir ágúst 2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1990 = 100 Mynd II-8 Verðlag sjávarafurða í erlendri mynt1 Á föstu verðlagi 2007 85 90 95 100 105 110 20062002199819941990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.