Peningamál - 01.05.2010, Page 30

Peningamál - 01.05.2010, Page 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 30 þegar komið fram í reynd þótt hennar gæti af ýmsum ástæðum ekki enn í húsnæðisverðsvísitölum. Verð fasteigna mælist enn hátt í makaskiptasamningum þar sem greiðslan sem samið er um á milli aðila virðist skipta máli fremur en verð eignanna. Fæð samninga hef- ur í för með sér að Fasteignaskráin hefur þurft að miða við margra mánaða gamla kaupsamninga í sumum flokkum húsnæðis, sem tefur fyrir því að raunveruleg lækkun fasteignaverðs mælist í vísitölunni, en þótt velta sé enn í sögulegu lágmarki hefur hún aukist að undan- förnu. Síðastliðna þrjá mánuði var 38% fleiri samningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en á sama tímabili fyrir ári. Verðvísitölur munu að öllum líkindum endurspegla betur þær verðlækkanir sem eiga sér stað á markaði eftir því sem velta eykst. Velta á fasteignamarkaði mun líklega ekki aukast að ráði fyrr en heimilin öðlast meiri vissu um fjárhagslega stöðu sína og aðstæður á vinnumarkaði og framtíðartekjuhorfur batna. Úrræði stjórnvalda og aðgerðir bankanna til að koma til móts við heimilin hafa að einhverju leyti dregið úr þeirri óvissu sem ríkt hefur. Fjármálaleg skilyrði heimila eru enn erfið og hefur þróun eigin- fjár þeirra í húsnæði ásamt takmörkun á hámarks veðlánahlutföllum skert aðgang þeirra að lánsfé umtalsvert. Þrátt fyrir það eru nokkur atriði sem hafa bætt fjármálaleg skilyrði heimila. Skammtímavextir og íbúðalánavextir hafa lækkað og gripið hefur verið til ýmissa úrræða sem bæta stöðu skuldsettra heimila, t.d. greiðslujöfnun og höfuðstóls- leiðréttingar. Þar að auki hafa vaxtabætur verið hækkaðar verulega og álag á vexti Seðlabankans sem ákvarðar dráttarvexti verið lækkað með lagabreytingu. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru einnig erfið, þó einn viðskipta- bankanna hafi nýlega boðið fyrirtækjum lækkun höfuðstóls erlendra lána sem hluta af endurskipulagningu skulda þeirra, að nokkrum skilyrðum uppfylltum. Nafnvaxtastigið gerir veltufjármagn tiltölulega dýrt, þótt á móti komi að raunvaxtastigið er töluvert lægra vegna þeirrar verðbólgu sem enn er til staðar og horfur eru á næstu misseri. Stuðningur vaxtastigsins við gengi krónunnar veitir fyrirtækjum sem skuldsett eru í erlendum gjaldmiðlum einnig skjól á meðan endur- skipulagning efnahags þeirra stendur yfir og vegur þannig á móti hamlandi áhrifum vaxtastigsins. Aðgengi að lánsfé í fjármálakerfinu er einnig erfitt. Efnahagslægðin og almenn óvissa um útlánagæði og efnahagshorfur eru til þess fallnar að draga úr vilja banka til að veita lán. Rýrari veð leggjast á sömu sveif. Þessu til viðbótar hefur tekið langan tíma að ljúka endurskipulagningu nýju bankanna og efnahags- Mynd III-13 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu - raunverð 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2010 1. ársfj. 2000=100 Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Heimildir: Fasteignaskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘00 ‘01 ‘02 Mynd 1 Velta á fasteignamarkaði Miðað við kaupdag eignar Fjöldi samninga Heimild: Fasteignaskrá Íslands. Landsbyggðin Höfuðborgarsvæðið 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Mynd 2 Makaskiptasamningar sem hlutfall af heildarveltu Íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu % Heimild: Fasteignaskrá Íslands. 0 10 20 30 40 50 2009 2010200820072006

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.