Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 25

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 25
Jólasálmar Lúters Með vísnasöng ég vögguna þína hrærí. Vissulega er sú skýring nærtæk og ég tala nú ekki um myndræn, að hugsa sér bamavöggu í kirkjukómum á jólanótt, en Heydalaklerk dilla hvítvoðungnum í ró. Englasveit kom af himnum há Komið er þá að 5. og seinasta jólasálmi, sem Lúter orti sjálfur eða sneri á móðurmál sitt út latínu. Hann er jaíhframt seinasti sálmur, sem hann orti, sennilega um jólaleytið 1542. Birtist hann á prenti árið 1543 í bók þeirri, sem kennd er við Klug, Das Klugsche Gesangbuch, og þá næst á eftir sálminum Von Hinunel hoch. Þetta er jafnframt eini sálmurinn, sem varðveitzt hefír í handriti Lúters.19 Því hefir stundum verið haldið fram, að þessi sálmur sé ekki annað en stytting eða útdráttur úr sálminum Vom Himmel hoch, enda liggi þeim báðum til gmndvallar jólaguðspjallið í Lúk. n.20 „Þetta er stytt útgáfa af jólasálminum mikla og kemst ekki í hálfkvisti við hann að skáldlegu gildi.“21 Aðrir sálmafræðingar em á öndverðum meiði. Þeir segja, að í honum sé ekkert að fínna, sem minni á leikræna tjáningu þess sálms, sem einkum sé ætlaður bömum, aftur á móti sé þessi sálmur blátt áfram karlmannlegur. Og hlutlæg athugun þessara tveggja sálma sýnir raunar svart á hvítu, að svo mikið ber í milli, að seinni sálmurinn heldur fullu sjálfstæði andspænis bamasálminum. Við nákvæman samanburð kemur raunar á daginn, að sálmurinn Vom Himmel hoch stendur miklu nær sálminum Gelobet seist du, Jesu Chríst heldur en sálminum Von Himmel kam der Engel Schar. Hér er ekki aðeins um að ræða líkingu um orðalag, heldur um gmndvallar eðli sálmanna. í fyrmefndu sálmunum tveimur brýtur höfundurinn ekki að heitið geti í bága við þýzk jólaljóð miðalda. Þar var vissulega margt eftir af innilegri trúrækni og bamslegri trúarkennd alþýðunnar. Og þetta sama bergmálar til lesandans úr sálardjúpum þess siðbótarmanna, sem var alþýðlegastur þeirra allra. Aftur á móti dregur þessi seinasti sálmur svipfar siðbótarmannsins Lúters miklu ljósari dráttum en aðrir jólasálmar hans. Sálmurinn er nr. 21 í sálmabók Guðbrands, öll 6 erindin, og er hann þar nefhdur bamalofsöngur. Hann er ekki tekinn upp í Aldamótabókina 1801 og hefir ekki komizt í sálmabókina síðan, enda enginn orðið til að snúa honum á íslenzku að nýju og efha honum í viðeigandi búning. 19 Handritið er í Hofbibliothek í Vínarborg. Sjá mynd. 20 Fischer, Kirchenlieder-Lexikon n, 306. 21 Achelis, bls. 32. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.