Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 81
Er þörf á endurmati ísl. kirkjusögu undir sig aðrar þjóðir. Heiðnir menn gripu hins vegar ekki til vopna, heldur létu sér nægja að setja lög á alþingi og dæma kristna menn eftir þeim lögum til útlegðar. Og árangur af þessu vopnaða kristniboði á íslandi virðist einstakur, ef marka má frásögur. Þorvaldur víðförli og Friðrik biskup vom hér 5 ár og kristnuðu ýmsa höfðingja, einkum á Norðurlandi vestra, áður en þeir vom reknir úr landi; þó getur þessara kristnu höfðingja að engu á alþingi við kristnitöku. Af ferð Stefnis Þorgilssonar varð enginn árangur. Samkvæmt því ætti kristnitakan á alþingi að vera árangur af tveggja ára starfí Þangbrands hins þýzka, sem sendur var til íslands í refsiskyni fyrir ofbeldi og yfirgang við heiðna menn í Noregi; þessi maður á að hafa farið vítt og breitt um landið og snúið mönnum til kristni með því einu víðast að gista á bæ þeirra örfáa daga. Ef menn hins vegar létu sér ekki segjast, greip hann gjama til sverðsins. Sagan er þó ekki öll sögð með þessu. Hvaða fréttir segir þessi dugmikli „kristniboði“ frá fslandi, er hann snýr aftur á konungsfund, eftir að hafa, að því er sagan segir, snúið allmörgum íslenzkum höfðingjum til kristni, meðal annarra flestum þeim, sem síðar höfðu forgöngu um kristnitökuna? Ætli hann hafi ekki verið allánægður með árangurinn og talið herzlumuninn einan eftir? Hvað segja heimildir? Þangbrandur bar íslendingum illa söguna og taldi, að þeir mundu seint snúast til kristni. Konungur virðist hafa lagt trúnað á sögu hans, því að hann ætlaði að hefna sín á þeim íslendingum, sem staddir vom í Niðarósi; hann hefur talið þörf á að grípa til róttækra ráðstafana til þess að koma fram málum sínum og trúarinnar á íslandi. Um sama leyti komu utan til Niðaróss tveir þeirra manna, er mest komu við sögu kristnitökunnnar, þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason, tengdasonur hans; gengu þeir þegar á fund konungs, en Gissur taldi til frændsemi við hann. Hvaða sögu bám þessir íslenzku höfðingjar konungi af íslandi og starfi Þangbrands þar? Þeir sögðu einfaldlega, að hann hefði farið „óskaplega, drepið menn og mönnum þótt hart að taka trú af útlendum manni“; töldu þeir miklu vænlegra til árangurs, að íslendingar tækju sjálfir að sér trúboðið, en það buðust þeir til þess að gjöra. Athygli vekur, hve frásögn þeirra stangast á við frásögn Þangbrands; hitt vekur ekki síður furðu, hve illa þeir bám honum söguna, ef hann var skímarfaðir þeirra. Konungur þáði tilboð þeirra Gissurar og Hjalta; þeir fóm síðan út til íslands næsta sumar og á því alþingi var kristnitakan lögleidd. Þá vom þó ekki liðin meir en 3 ár, frá því að það hafði samþykkt, að kristni skyldi frændskömm, og sumarið áður hafði Hjalti einmitt verið dæmdur útlægur samkvæmt þeim lögum. Hvemig er hægt að gjöra skynsamlega grein fyrir þessum veðrabrigðum á alþingi á svo skömmum tíma? 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.