Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Blaðsíða 48
Einar Sigurbjömsson Þriðja greinin er um Guð og oss í ljósi Jesú Krists. Heilagur andi er andi Föður og Sonar. Hann skapar nýtt samfélag manna, þar sem er fyrirgefning syndanna og upprisa til nýs lífs, sem jafnframt er fyrirboði r;ss sem í vændum er. greinum trúaijátningarinnar er með öðrum orðum ekki fjallað almennt um eitthvað sem er oss fjarri, heldur er fjallað um oss sjálf, líf vort, hlutverk og vonir: Vér erum böm Guðs og lifum í heimi, sem er verk hans. Mótsögnin milli Guðs hins góða og illsku veraldar verður að engu í Jesú Kristi, sem er bróðir vor. Vér, sem játum þessa trú og eygjum á grundvelli hennar von til framtíðar, myndum samfélag í Heilögum anda, sem er Guð, hjálparinn. Jesús Ástæða þessarar ályktunar um Guð og menn er líf, dauði og upprisa Jesú frá Nasaret. Allt líf Jesú frá Nasaret birti, að hann var sá fyrirhugaði frelsari, sem Gyðingar höfðu um langan aldur beðið, að kæmi til þess að frelsa þjóðina. Þennan væntanlega frelsara nefndu þeir Messías, en „messías“ er hebreska, sem þýðir „hinn smurði Drottins“. „Kristur“ er síðan gríska þýðingin á orðinu ,jnessías“. Það vom ekki allir, sem vildu taka undir kröfu Jesú. Messíasarvonir Gyðinga vom litaðar pólitískum vonum og Jesús hafði ákaflega fátt af því sem pólitískan leiðtoga þarf að prýða. M.a. mótmælti hann ofbeldi, en Messías skyldi að mati Gyðinga einmitt vera stríðshetja. Að lokum svarf til stáls og Jesús var framseldur í hendur hinu rómverska yfirvaldi, sem dæmdi hann til krossfestingar, er var dauðarefsing pólitísks glæpamanns. Að mati andstæðinga Jesú vitnaði dauði hans á krossi um, að krafa hans væri niðurfallin og hann hefði beðið fullkominn ósigur. Pílatus lét líka í háðungarskyni við kröfu Jesú og frelsisvonir Israels hengja sakargiftina yfir krossinn: Konungur Gyðinga! Postular Jesú hófu hins vegar skömmu eftir dauða hans að prédika, að hann væri upprisinn frá dauðum. Með þeirri prédikun vom þeir ekki að boða nein almenn sannindi um mannlífið, heldur sögðu þeir, að upprisa Jesú birti hann sem „Krist“ og „Drottin“ en það þýðir: Þessi Jesús, sem krossfestur var, er fyrir upprisu frá dauðum auglýstur sem hinn fyrirheitni Kristur og sá sem með réttu á allt vald á himni og jörðu eins og segir í skímarskipuninni (Mt 28.18-20; sbr. P 2.36 og Rm 1.3-5). Það er útilokað, að þessi prédikun postulanna hefði getað orðið til, ef lærisveinamir hefðu eldci eignast djúpstæða reynslu í sambandi við krossfestingu Jesú. Og sú djúpstæða reynsla var upprisa hans frá dauðum. Við það að mæta hinum krossfesta upprisnum frá dauðum öðluðust postulamir trú á hann, sem þeir höfðu fylgt, og von til þeirrar framtíðar, sem beið þeirra, von, sem ekki brást andspænis ofsókn og dauða. Reynsla þeirra staðfesti, að Jesús er Kristur og Drottinn. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.