Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 75
Er þörf á endurmati ísl. kirkjusögu stjóm valdhafa á þessum ámm var oftast slæm, metið út frá sjónarmiði almennings; þess vegna vill oft gleymast, að stjóm danskra yfirvalda var oft enn verri í heimalandinu sjálfu einfaldlega vegna þess, að þar gátu valdhafar betur beitt valdi sínu. Ég hygg, að józkir bændur hafi oftsinnis verið enn verr leiknir af yfirvöldum en íslenzkir starfsbræður þeirra, vegna þess eins, að þeir vom nær valdinu og auðveldara var að ná til þeirra; þar höfðu þjóðemisástæður áreiðanlega lítil áhrif til eða frá. Og ætli það verði þó ekki alltént erfitt að kenna Dönum um náttúruhamfarir á íslandi og óáran af þeirra völdum? Mér virðist kominn tími til þess að leiðrétta þetta einhliða mat á íslenzkri sögu. Ný kynslóð þarf að leggja nýtt og raunhæft mat á sögu þjóðarinnar; eldri sagnfræðingar vom oft of bundnir af söguhefðinni, sem skapaðist í sjálfstæðisbaráttunni. Nú ætti að vera kominn tími til þess að lesa sögu okkar án þess að miða hana við þarfir sjálfstæðisbaráttu, sem lauk fyrir nær hálfri öld. Saga kristni á íslandi hefur vemlega orðið fyrir barðinu á þessari pólitísku sögutúlkun 19. aldar. Á söguöld skorti framkvæmdavald á íslandi; alþingi setti lög og kvað upp dóma, en ekkert vald var til, sem gat fylgt samþykktunum fram og knúið menn til hlýðni, ef málsaðilar neituðu að hlýða. Að þessu leyti minnir ástandið á íslandi á söguöld á Sameinuðu þjóðimar nú á dögum; á fundum þeirra em gjörðar ótal samþykktir, en engin leið er að koma þeim fram, ef þjóðimar neita að hlíta þeim, ekki sízt ef voldugustu stórveldin eiga í hlut. Þetta var veikleiki íslenzkrar stjómskipanar á söguöld; eftir að upphafleg skipan alþingis fór að riðlast og völdin tóku að safnast til fárra ætta, leiddi þetta að lokum til upplausnar Sturlungaaldar, sem varð bein ytri orsök að glötun sjálfstæðis þjóðarinnar. Menningarheimur miðalda mótaðist að langmestu leyti af kirkjulegri hugsun þess tíma. Kirkja vesturlanda naut sín hvergi, nema hún styddist við sterkt og sameinað veraldlegt vald; þetta birtist í því, að rómversk- kaþólska kirkjan, sem er fjölþjóðleg í eðli sínu, vann að því allar miðaldir að efla fjölþjóðlegt keisaravald, sem gæti veitt henni stuðning. Hins vegar gekk á ýmsu í samskiptum keisara og páfa, er þeir deildu um, hvor væri hinum æðri; miðaldasagan fjallar að verulegu leyti um þessi samskipti þeirra. Þetta samspil veraldlegs og kirkjulegs valds er augljóst. Þegar upplausn og deilur náðu yfirhönd á íslandi á Sturlungaöld, beitti kirkjan sér fyrir friði innanlands og réttaröryggi lítilmagnans, sem ætíð varð undir, er höfðingjar börðust, með því að koma íslandi undir sameinað veraldlegt vald, Noregskonung. Höfðingjar gátu skipað leiguliðum sínum að fylgja sér til bardaga í fjarlæga landshluta, ef þeim bauð svo við að horfa; leiguliðar kirkjunnar voru einir undanskildir slíkri bardagakvöð. Þess má geta svona rétt til gamans og fróðleiks um leið, að höfðingjar höfðu þó vit á að vera ekki að 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.