Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 108

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 108
Þórir Kr. Þórðarson Á Hólum lögðu menn fram stóran skerf til endurvakningar hins kristna íslands með útleggingu og prentun „Allrar Heilagrar Ritningar útlagðrar á Norrænu“ og íslenskri endurreisn í skólamálum. Áherslan lá á fræðslu og menntun hvers og eins einasta manns og konu til þess að gera þau betur hæf til virkrar þátttöku í kristnu samfélagi. Hvert eitt starf, hverju nafni sem nefhdist, var köllunarstarf, jafnt bóndans sem biskupsins. Á Hólastað var starfað í tilbeiðslu, í ástundun helgra fræða og þjónustu við náungann. í þessu er samhengið í sögu Hóla fólgið. Orð ritningarinnar, kenningarinnar og tilbeiðslunnar flytur mönnunum kraft og visku. Það er orkustöð og viskubrunnur. — En það er einnig orð sköpunarinnar. Það talar til mannsins sem skepnu, sem skapaðrar vera. Og þar sem maðurinn er skapaður af Guði ber hann þá ábyrgð á herðum sér að beita skynseminni, sem er Guðs gjöf, til þess að skilja tímanna tákn (Matt. 16.3). En hver era þá teikn okkar samtíðar? n Gildismat ungs fólks Ég las nýlega grein eftir þýskan diplómat.1 Þar er lýst afstöðu ungu kynslóðarinnar á meginlandi Evrópu til samtíðarinnar og eigin framtíðar. Er þar að fínna athyglisverðar niðurstöður kannana, þótt vart eigi þær allar við hér heima. Viðhorf ungs fólks á íslandi era um margt ólík afstöðu jaíhaldra þeirra á meginlandinu, þar sem atvinnuleysi hrjáir mannfólkið og leiðir fram skuggahliðar tilverunnar. Ungt fólk á íslandi er jákvætt í garð lífsins, bjartsýnt um eigin framtíð. — Engu að síður er hollt að gefa gaum að viðhorfum ungs fólks á meginlandi Evrópu, ef ske kynni að við þekktum sjálf okkur í skuggsjá næstu nágranna. Þeir sem rita um viðhorf fólks tala gjama inn gildismat. Gildismat er eins konar heildstætt kerfi hugmynda og afstöðu, jafhvel fordóma. Þetta heildstæða hugmyndakerfí er orsakavaldur um athafhir manna: Menn sækjast eftir því sem þeir telja einhvers virði, halla sér að því sem þeir treysta, en forðast það sem þeir tortryggja. Sé gildismatið einvörðungu peningalegs eðlis, keppast menn eftir að verða ríkir, sé það menningarlegt, leitast menn við að efla það sem til mennsku heyrir. Efnahagslegt gildismat og menningarlegt þurfa ekki að vera tvær andstæður. Vestræn menning var öldum saman heildstætt og lífrænt kerfi gildismats. Um það leyti sem biskupssetur var sett á stofh á Hólum, og 1 í henni (Wilfried A. Hofmann, „Whence the threat? The successor generation and the equidistance syndrome." Nato Review, No. 3, júní 1987, s. 8-13) er getið rannsóknastofnana sem kannað hafa viðhorf ungs fólks, „The Harris polling organization" og Allenbach stofnunarinnar. 106 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.