Jökull


Jökull - 01.12.1980, Side 66

Jökull - 01.12.1980, Side 66
ÁGRIP SPRUNGUÞYRPINGIN VIÐ VOGA A REYKJANESSKAGA I þessari grein er lýst sprungusvæðinu við Voga á Reykjanesskaga og raett um niyndun sprungnanna. Af ýmsum ástæðum er þessi sprunguþyrping sú hentugasta á skaganum til nákvæmra mælinga. I fyrsta lagi liggur hún nær öll í sama 10000 ára gamla hraunlaginu, sem er eitt elsta nútímahraunið á Reykjanes- skaga. í öðru lagi er þetta stærsta sprungu- þyrping skagans, sem ekki er hulin yngri hraunum. I þriðja lagi hefur Eysteinn Tryggvason gert nákvæmar mælingar á lóð- réttri hreyfingu á svæðinu, mörg undanfarin ár. Þannig gefst nú tækifæri til að bera saman lárétta og lóðrétta hreyfingu á þessu svæði. I fjórða lagi er hrauriið, sem þyrpingin liggur í, það gamalt, og tekur yfir svö stórt svæði, að mæld gliðnun á þessu svæði ætti að vera góður mælikvarði á heildargliðnun Reykjanesskag- ans síðustu 10000 árin. Megin niðurstöður mælinganna á sprunguþyrpingunni eru eftirfarandi: Á kort- lagða svæðinu, sem tekur yfir um 80 km2, er 141 sprunga, og af þessum liggja 120 alveg innan kortsins. Auk ofangreindra er fjöldi smásprungna á svæðinu (Mynd 10), en þær eru svo litlar, að þær skipta ekki máli við mat á gliðnun svæðisins, og er því sleppt. Aðeins um fjórðungur sprungnanna er misgengi, og misgengin virðast öll vera s. k. siggengi. Þrátt fyrir það eru þau flest lóðrétt, og jafn- vel hallar sumum nokkrar gráður í öfuga átt við halla venjulegra siggengja (Mynd 12). Að auki er meirihluti misgengjanna lok- aður við yfirborðið (Mynd 11). Lóðrétta færslan á öllurn misgengjunum er að meðaltali 2.3 m, en mesta færslan á einrii sprungu er 20 m. Meðalstefnan á öllum sprungum þyrping- arinnar er 54°, og þá miðað við áttarhorn. Stefnudreifingin fylgir vel normalkúrfunni, og staðalfrávikið er aðeins 17°. Engin marktæk breyting í stefnu sprungnanna eftir sprungu- svæðinu á sér stað. Meðallengd sprungnanna 120, sem liggja alveg innán kortlagða svæðis- ins, er 611 m. Nokkur fylgni er milli lengdar og mestu gliðnunar á sprungu: þar er línulegi fylgnistuðullinn r = Ö.65. Þetta þýðir, að um 40% af mestu gliðnun á sprungu er unnt að skýra með lengd hennar. Einnig er nokkur fylgni milli lengdar og mestu lóðréttrar færslu (r=0.64), en að öðru leyti eru lítil tengsl milli lengdar óg anriarra mælistærða. Alls voru mældir 1076 punktar á sprungum þyrpingar- innar. Meðalbreiddin í öllum mælipunktun- um reyndist vera 0.6 m, en mesta breidd í einum punkti — þ. e. mesta gliðnun á einni sprungu — er 7.5 m (Mynd 8). Mesta vídd sprungu hefur nokkra fylgni við mestu lóð- rétta færslu (r = 0.62). Heildargliðnunin á sprungusvæðinu mældist mest í sniði 4 og sniði 6 (Mýnd 3) 15 m. Heildargliðnun í öðr- um sniðum er gefiri í Töflu 3. Eins og þar sést, er gliðnuriin mest nálægt miðri spruriguþyrp- ingunni og minnkar til beggja enda. Allar sprurigurnar enda í smásprungum, sem deyja út við bláendana. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram til að skýra sprungúþyrpingarnar á Reykjaries- skaga, Sem þá eiga að sjálfsögðu einnig við spruriguþyrpinguna við Voga. Eg hef prófað þessar tilgátur í ljósi gagna frá Vogasvæðinu, og komist að þeirri niðurstöðu, að á þeim séu verulegir annmarkar. Því hef ég sett fram nýja skýringu: kvikuinnskot, eitt eða fleiri. Tvö líkön eru könnuð allrækilega: (1) Lóðréttur gangur eða gangar, og (2) lárétt silla (lag- garigur) eða sillur. Hváð fyrra líkanið varðar, þá virðist gangaþyrping líklegasta skýringin. Þó virðist halli misgengjanna mæla gegn þessari skýringu, en þau rök eru þó ekki nægi- lega sterk til að fella hana. I síðara tilfellinu er sú tilgáta, að eiri silla hafi valdið sprungu- mynduninni á Vogasvæðinu, könnuð ræki- lega. Komist er að þeifri niðurstöðu, að silla með mestu þykkt 9.5 m, og á 2ja km dýpi, gæti skýrt gliðnunina á svæðinu. Engu að síður er hér, eins og í fyrra tilfellinu, erfitt að skýra halla misgengjarina með þessu líkani. Loka- riiðurstaðan er sú, að mörg innskot, af breyti- legri gerð, sé líkleg skýring á Sprunguþyrping- unni við Voga á Reykjanesskaga. 64 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.