Þjóðmál - 01.09.2010, Page 30

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 30
28 Þjóðmál HAUST 2010 Evrópumenn þekktu Sovétríki Stalíns og raun verulegar aðstæður þar betur en Hall- dór . Ekki þarf að tíunda lofgerðir hans um dýrðina þar eystra eða virðingu og ást þessa mikla menningar- og mannúðarmanns á hin um gjörsamlega miskunnarlausa kúg ara, böðli og þjóðarmorðingja . Það hafa marg ir aðrir gert . En hann var ekki einn, held ur aðeins einn af ótalmörgum gáfu-, mennta-, mannúðar- og manngæskumönnum víðs vegar um heiminn sem voru sama sinnis . En hvernig á að skýra framferði þessara manna? Ekki er hægt að kenna um fáfræði eða heimsku, því þetta voru oft hámenntaðir gáfumenn . Ekki er heldur hægt að kalla þá geðveika, þótt sumt sem þeir hafa látið frá sér fara jaðri nánast við sturlun, einkum nú í ljósi sögunnar . Dómgreind þessara manna var í ágætu lagi á flestum öðrum sviðum en stjórnmálasviðinu . Aðeins ein skýring er til, sem raunar ýmsir hafa bent á, nefnilega grillan, draumsýnin . Það hefur lengi tíðkast, einkum í „há-skóla samfélaginu“ svokallaða, að flokka menn eftir stefnum, ismum eða kenn ing um . Þessi eða hinn tilheyri einni „stefnu“ eða „isma“ en hinn annarri . Þetta á kannski við um fólk, eins og svo marga há skóla menn, sem hugsar – eins og tölvur – aðeins eftir tillærðu forriti, soðnu saman úr kenn ingum og hugsun annarra manna, og ímyndar sér að allir aðrir séu eins og það og hugsi þannig líka eftir forriti . En til eru þeir, sem neita að taka þátt í þessum leik . Eins og ég gat um hér að ofan tel ég mun inn milli svonefndra „hægri“ manna og vinstra fólks liggja djúpt í sálar lífi nu sjálfu, í tiltekinni afstöðu til lífsins í víðum skilningi . Ef til vill mætti kalla þetta muninn á raunhyggju- eða eðlis hyggju mönnum annars vegar og hins ve gar draum hyggju- mönnum, útópistum, fólkinu sem alltaf tekur fallega lygi fram yfir ljót an sannleika . Útópistinn er stöðugt á höttum eftir draumalandinu, sæluríkinu . Ekkert er nýtt undir sólinni og einhver besta úttekt in á slíkum draumhyggjumanni er orðin fjög- urra alda gömul, nefnilega „Don Quixote“ Cervantesar . Riddarinn sjónumhryggi sá „kúgun“ og „ranglæti“ í hverju horni, í hinum eðlileg- ustu og sjálfsögðustu hlutum og lagði í „bar áttu“ til að leiðrétta það . Hann lofaði föru naut sínum „eyju“ að launum fyrir lið- veisluna, en Sancho Panza hafði aldrei séð hafið og vissi því alls ekki hvað „eyja“ yfir- höfuð var . Hann fylgdi þó foringja sínum í blindni, því hann skynjaði ósjálfrátt, að „eyja“ hlyti að vera toppurinn á tilverunni . Í dag hefði don Quixote örugglega kosið Vinstri græna, en Sancho Samfylkinguna . Marxistar kalla þessa draumsýn, þ .e . „eyj una“, kommúnisma, en nasistar, sem einn ig voru útópistar töluðu um „Þús- und ára ríkið“ . Kristnir menn, múslimar og fleiri hafa líka sína draumsýn, en hún er ekki jarðnesk . Í þessu er raunar fólginn einhver mesti munurinn á hefðbundn- um trúarbrögðum og á kenningum útópista, sem vilja stofna himnaríki hér á jörðu . Raunar er ég þeirrar skoðunar að eftir þúsund ár muni sagnfræðingar framtíðarinnar eiga í mesta basli með að gera greinarmun á trúarbragðadeilum og styrjöldum sextándu og sautjándu aldar og hugmyndafræðideilum og styrjöldum tuttugustu aldar . Munurinn er, sem fyrr sagði, helstur sá að himnaríki útópista er hér á jörðu, ekki á himnum . Undirstöðuþáttur í sálarlífi vinstri útóp istans og hugsjónamannsins er vand lætingin . Þetta fólk sér sökudólga í hverju horni, illmenni sem beri ábyrgð á öllu því vonda sem fyrir ber . Í huga vinstri manna samtímans berast böndin ávallt að Vesturlandabúum, enda snýst

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.