Þjóðmál - 01.09.2010, Page 89

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 89
 Þjóðmál HAUST 2010 87 til sanns vegar færa að þau fengu öll byr í seglin í kringum 1980 og sum þeirra hafa haft veruleg áhrif . Því fer þó víðs fjarri að þau hafi öll orðið ríkjandi eða náð fram að ganga . Hvað það fyrsta varðar má til dæmis segja að þótt allmörg opinber fyrirtæki hér á landi hafi verið einkavædd á undanförnum árum þá hafa ríkisútgjöld aukist verulega og nýjar ríkisstofnanir litið dagsins ljós . Um númer tvö má segja að þótt viss tegund af opinberum afskiptum af atvinnulífi hafi minnkað hefur ýmiss konar eftirlit og regluverk (sem sumt gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu) aukist og stjórnvöld stundum hlutast til um málefni einstakra fyrirtækja . Áhersla á markaðsbúskap, sem nefnd er í þriðja lið, hefur vissulega verið ábera ndi í stjórnarstefnu hér á landi og í nágrannalöndum okkar . Hún birtist til dæmis í fjórfrelsisákvæðunum í sáttmálum Evrópu sambandsríkja (þ .e . Einingar lög un um frá 1986 og Maastricht- samn ingnum sem tók gildi 1993) og er hluti af stefnu flestra mið- og hægriflokka . Samt hefur verið þokkaleg sátt um víðtækar und- an tekn ingar, meðal annars niður greiðsl ur á land búnaðarafurðum, byggða stefnu og styrki til einstakra atvinnugreina eins og til dæmis kvikmyndagerðar . Þannig má áfram telja . Pólitík síðustu ára er flóknari en svo að hægt sé að fullyrða án fyrirvara að ein- hver ein stefna sem hægt er að orða í stuttu máli hafi verið ríkjandi eða einráð . Það er líka álitamál hvort öll þau atriði sem hér voru talin upp undir liðum 1 til 5 eru hluti af einni og sömu stefnunni eða hugmyndafræðinni . Sum þeirra blandast saman við áherslur ólíkra stjórnmálaflokka sem hver um sig slær við þau sína varnagla og trúlega er leitun að áhrifamikilli stjórnmálahreyfingu sem játar þeim öllum án fyrirvara . Ekki kemur fram í bókinni hvort það dugar að aðhyllast sum þessara atriða til að teljast með nýfrjálshyggjumönnum eða hvort þarf að fylgja þeim öllum . Þetta gerir alla umfjöllunina um nýfrjálshyggju og meint áhrif hennar svolítið þokukennda . Ef öll fimm atriðin á listan- um þurfa að eiga við um mann til að hann teljist ný frjáls- hyggjumaður fer því fjarri að slíkir fuglar séu ríkjandi . Þegar það bætist við, sem Kol beinn hefur eftir enska þjóð málaspekingnum David Harvey, að „mikið misræmi sé milli hugmyndafræði ný- frjálshyggjunnar og hvernig hún birtist í framkvæmd“ (bls . 25) vakna efasemdir um að hún hafi verið ríkjandi í neinum venjulegum skilningi . Geta hugmyndir verið ríkjandi ef menn hvorki játa þeim í orði né framkvæma þær á borði? Kolbeinn virðist átta sig á þessu vandamáli þar sem hann segir að margir hafi gengið nýfrjálshyggju „á hönd án þess að gera sér í raun grein fyrir því“ (bls . 262) . Ég útiloka ekki að þetta megi til sanns vegar færa en mér finnst samt að þeir sem segja að fólk hugsi annað en það sjálft heldur þurfi að skýra mál sitt betur . Skringileg fræði, glannalegar fullyrðingar og hæpnar ályktanir Í fyrsta kaflanum virðist Kolbeinn setja ansi sundurleitan mannsöfnuð undir einn hatt þegar hann talar um nýfrjálshyggju . Hann notar þennan merkimiða til dæmis (á bls . 29 o . áf .) á kenningu sem Bandaríkjamaðurinn Robert Nozick hélt fram í bók sinni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.