Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 9
8 Þjóðmál haust 2014 úr innanríkisráðuneytinu . Þriðjudaginn 26 . ágúst birti umboðsmaður afrit af yfirheyrslu sinni yfir Stefáni Eiríkssyni um málið, auk þess sagði umboðsmaður að athugun hans væri liður í því að ganga úr skugga um hvort málið væri af því tagi að tilefni væri til að nýta 2 . mgr . 12 . gr . laga nr . 85/1997 um umboðsmann alþingis en þar segir: „Ef umboðsmaður verður áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið .“ Umboðsmaður alþingis birti frásögnina af samtölum sínum við Stefán Eiríksson, ábendinguna um að hann ætlaði hugsan- lega að gera skýrslu um málið og fjölda spurninga til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur áður en henni gafst tóm til að svara fyrir sig og skýra mál sitt . Það gerði hún hins vegar í sérstakri yfirlýsingu sem hún sendi frá sér þriðjudaginn 26 . ágúst og í sjónvarps- viðtölum sama dag . Henni mislíkaði fram- ganga umboðsmanns og sagði hana „engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað“ . Hanna Birna sagði að sér hefði verið til- kynnt að í rannsókn lögreglu vegna leka- málsins myndi ekkert meðalhóf gilda, aðstaða lögreglu í málinu væri erfið og opin ber umræða um það væri einfaldlega þannig að rannsakendur yrðu að sýna fram á að þeir hefðu „gengið alla leið“ eins og það var orðað . Á fésbókarsíðu sinni þriðjudaginn 26 . ágúst áréttaði hún afstöðu sína með þessum orðum: „Ég var ekki kosin til að verja hagsmuni kerfis sem ég tel að þurfa að bæta og breyta — heldur til að verja hagsmuni almennings . Nú er einfaldlega nóg komið af þeirri ósanngjörnu og ósönnu umræðu sem verið hefur um þetta mál — enda á almenningur rétt á því að heyra hvernig það horfir við mér og hvaða lærdóma ég tel okkur geta dregið af því . Samhliða því sem ríkisstjórn varð í dag við beiðni minni um lausn frá ákveðnum verkefnum ráðuneytisins — fæ ég loks svigrúm til þess . . .“ Að kvöldi þessa sama þriðjudags hóf Hanna Birna samtal sitt við almenn ing með því að sitja fyrir svörum í sjón varps- stöðvunum . Þar þótti spyrjendum helst ámælisvert að hún hefði mælst til þess við lögreglu stjórann á höfuðborgarsvæðinu að yfir heyrslum yfir aðstoðarmanni hennar yrði flýtt! Hve margir hafi ekki staðið í sömu sporum vegna rannsóknar mála? Hér skal ekki spáð fyrir um lyktir þessa þáttar lekamálsins . Hanna Birna sagði í yfir- lýsingu sinni að á næstu misserum mundi hún taka „persónulega ákvörðun um það með mínum nánustu hvort stjórnmálin eru minn framtíðarstaður eða hvort baráttan fyrir betra samfélagi verði betur háð utan kerfisins en innan þess“ . V . Miklar hræringar hafa verið á æðstu stöðum innan fjölmiðlaveldisins sem kennt var við Baug meðan hann var og hét . Nú er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, andlits hins hrunda Baugsveldis, stjórnarformaður 365 miðla ehf . Hinn 14 . júlí 2014 var Sævar Freyr Þrá- insson, fyrrverandi forstjóri Símans, ráðinn forstjóri 365 . Hann tók við starfinu af Ara Edwald sem gegnt hafði forstjórastarfinu frá 1 . janúar 2006 þegar Gunnar Smári Egils- son lét af því og varð forstjóri Dagsbrúnar og hóf útrás fyrir Baug sem kostaði félagið 20 milljarða króna . Hinn 24 . júlí var Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Baugs, ráðin útgefandi 365 . Þetta var nýtt yfirmannsstarf innan 365 . Kristín varð yfirmaður frétta stofu og bar ábyrgð á störfum hennar gagnvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.