Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 23
22 Þjóðmál haust 2014 frá Bretlandi . Sömuleiðis að símasamband verði bráðlega slitið við Ísland og verslunar- samband hætti .“18 Fæstir bjuggust við því að átökin teygðu anga sína hingað enda var Ísland að mestu utan sjónmáls stórveldanna, ólíkt því sem síðar varð . Það var ótti við siglingateppu og skort á nauðsynjum, eldsneyti og mat- vælum, sem greip fólk . „Og nú verða nokkrir skothvellir í fleiri hundruð mílna fjarlægð þess valdandi, að menn sjá fram á bjargarskort, ef ekki hungursneyð .“ Þannig var skrifað í Ísafjarðarblaðið Vestra snemma í ágúst .19 Ummæli í þessum dúr má víða finna í blöðum . Margir sáu þann kost vænstan að birgja sig upp af matvælum og kolum . Sumar verslanir „gersópuðust að nauðsynjavör- um“ eins og það var orðað .20 Hrakspár um siglingateppu rættust þó ekki og ótti við hallæri og hungur hvarf að mestu, um sinn . Nú kom sér vel að Íslendingar stigu um þetta leyti stór skref í þá átt að annast sjálfir siglingar til annarra landa . Eimskipafélag Íslands var stofnað í ársbyrjun 1914 og Gullfoss, flaggskip félagsins, sigldi í fyrsta sinn inn á Reykjavíkurhöfn 15 . apríl 1915 . Þetta yndislega heimsstríð A llt frá því um 1890 hafði hagur ís lensku þjóðarinnar batnað jafnt og þétt . Aldarfjórðungurinn fyrir stríð var upp gangs- tími og einkenndist af bjartsýni og fram- farahug . Utanlandsviðskipti blómstr uðu en verslun við aðrar þjóðir hafði verið gefin frjáls árið 1855 . Hvorki toll múrar né ríkis einok un hindruðu kaup menn í að selja áfengi, erlenda eðalosta né annan inn fluttan varning . Hafi frjálshyggja einhvern tíma ríkt á Íslandi þá var það á árunum fyrir Norðurálfu ófriðinn . Þrátt fyrir að helm ingur þjóðarinnar byggi enn í torf bæjum var svo komið árið 1910 að Íslend ingar fengu fleiri hitaein ingar úr kornvöru og öðrum innfluttum mat vælum en íslenskum mat .21 Ófriðurinn batt enda á hið langa hag- vaxtar tímabil . Landsframleiðsla dróst saman öll stríðsárin og samdráttarskeiðinu lauk ekki fyrr en snemma á þriðja ára tugnum . Því hafa sagnfræðingar talað um „haglægðina löngu“ .22 Samdrátturinn var meiri en í kreppunni miklu á fjórða áratugn um sem í hugum margra er mestu efna hags erfiðleikar á Íslandi á 20 . öld . Fyrstu ófriðarárin voru Íslendingum þó að sumu leyti hagstæð . „Í atvinnurekstri og verslun er árið 1915 mesta veltiár, sem yfir Ísland hefur komið,“ fullyrti glöggur maður í ársbyrjun 1916 þegar hann leit um öxl yfir liðið ár .23 Og mörgum eru áreið an- lega minnisstæð orð Bjarts í Sumar hús um í Sjálfstæðu fólki um „þetta yndislega heims- stríð, sem guð gefi að við fáum sem skjót leg- ast aftur annað slíkt“ .24 Líkt og aðrir fram- leiðendur til sjávar og sveita naut Bjart ur góðs af hækkandi verði á útflutn ingsvör um Íslendinga . Viðskiptakjör þjóð ar innar bötn- uðu . Við það bættust góð afla brögð . Ófriðurinn batt enda á hið langa hag vaxtar tímabil [frá 1890] . Landsframleiðsla dróst saman öll stríðsárin og samdráttarskeiðinu lauk ekki fyrr en snemma á þriðja ára tugn um . Því hafa sagnfræðingar talað um „haglægðina löngu“ . Sam drátturinn var meiri en í kreppunni miklu á fjórða áratugn um sem í hugum margra er mestu efna hags erfiðleikar á Íslandi á 20 . öld .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.