Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 36
 Þjóðmál haust 2014 35 læsilega frásögn í mörgum stuttum köflum . Voru þau tíu ár að vinna verkið . Týndu sjötíu milljónir manna lífi af völdum Maós? Það leynir sér ekki, að þau Jung Chang og Jon Halliday eru óvinveitt Maó . En hver kvartar undan því, að ævisagnaritarar Adolfs Hitlers bregði upp ógeðfelldri mynd af honum?5 Þau Chang og Halliday halda því fram, að um sjötíu milljónir manna hafi týnt lífi af völdum Maós og samverkamanna hans: Þrjár milljónir manna hafi verið drepnar við valdatöku kommúnista, 27 milljónir látið lífið í þrælkunarbúðum, 37 milljónir soltið í hel og þrjár milljónir verið drepnar í Menningarbyltingunni .6 Samkvæmt Svartbók kommúnismans, sem birtist á frönsku átta árum á undan bók þeirra Changs og Hallidays, drápu kínverskir kommúnistar eitthvað á milli 7–10 milljónir manna, 20 milljónir létu lífið í þrælkunarbúðum, og eitthvað á milli 20–43 milljónir sultu í hel . Giskar ritstjóri bókarinnar, Stéphane Courtois, á, að um 65 milljónir manna hafi því týnt lífi af völdum Maós og samverkamanna hans .7 Árið 2010 kom út bók eftir hollenska sagnfræðinginn Frank Dikötter, prófessor í Hong Kong-háskóla og Lundúnaháskóla, þar sem niðurstaðan er, að sennilega hefðu að minnsta kosti 45 milljónir manna soltið í hel í hungursneyðinni miklu 1958–1962 . Dikötter kvað engan vafa leika á því, að hungursneyðin hefði verið af manna völdum og að Maó hefði verið fullkunnugt um hana . Dikötter hafði í fjögur ár stundað rannsóknir í skjalasöfnum kínverskra héraða og borga, sem nýlega höfðu þá verið opnuð, en mörg önnur kínversk skjalasöfn eru enn harðlokuð .8 Þau Chang og Halliday virðast því síst hafa ýkt tölu fórnarlamba Maós . Fjandskap þeirra í garð Maós verður að skilja í ljósi þess, að þau taka sér stöðu með fórnarlömbunum gegn böðlinum . Geir Sigurðsson horfir fram hjá þeim tveimur aðalatriðum, að rit þeirra Jungs Changs og Jons Hallidays er feikilegt afrek, þótt ekki sé það gallalaust, og að Maó var svo sannarlega illmenni og níðingur . Athugasemdir Geirs við ævisöguna eru annars vegar um heimildanotkun höfunda og hins vegar um nokkur efnisatriði . Þau Chang og Halliday taki til dæmis mark á ýmsu áróðursefni frá Tævan, þar sem andstæðingar Maós bjuggu um sig, eftir að kínverska borgarastríðinu lauk 1949, og frá Ráðstjórnarríkjunum, eftir að skildi með Maó og Níkíta Khrústsjov, leiðtoga kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna . Enn fremur nafngreini þau ekki alla við- mælendur sína og geri ónóga grein fyrir ýmsum óbirtum kínverskum gögnum, sem þau hafi fengið aðgang að . Um áróðursefnið Þ að leynir sér ekki, að þauJung Chang og Jon Halliday eru óvinveitt Maó . En hver kvartar undan því, að ævisagna ritarar Adolfs Hitlers bregði upp ógeð- felldri mynd af honum? Þau Chang og Halliday halda því fram, að um sjötíu milljónir manna hafi týnt lífi af völdum Maós og samverka manna hans: Þrjár milljónir manna hafi verið drepnar við valdatöku kommún- ista, 27 milljónir látið lífið í þrælk- unar búðum, 37 milljónir soltið í hel og þrjár milljónir verið drepnar í Menningar byltingunni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.