Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál haust 2014 halds kostnaður ásamt orkutöpum nemi að jafnaði 1,5% af stofnkostnaði á ári, af- skrifta tími þessara mannvirkja sé 40 ár með ávöxtunarkröfu (fjármagnskostnaði og arð- semiskröfu) 8,0%, þá þarf að fá 21 USD/ MWh fyrir raforku inn á inntaks mann- virkin . Þetta þýðir, að verðið út af úttaks- mannvirkjum sæstrengsins, Skot lands- meg in, verður að nema a .m .k . 160 USD/ MWh að jafnaði á hverju ári að raunvirði . Hér er ekki reiknað með afgangsorku, því að hún er ótrygg og skilar sér sum árin alls ekki, en sé hún fyrir hendi, bætir hún arðsemina . Hana má hins vegar einnig selja á innlendum markaði, t .d . til ylræktar . Hvernig skyldi nú verðlag raforku á heild- sölumarkaði á Bretlandseyjum vera? Sam- kvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, „Quarterly Report on European Electricity Markets“, var verðlag á háálagstíma 13% hærra á skyndimarkaði8 á Bretlandi 2013 en grunnálagsverðið og nam þá um 100 USD/MWh . Þetta er fjarri því að skapa viðskiptagrundvöll fyrir sæstreng á milli Íslands og Skotlands, enda er þetta verð aðeins um 70% af flutningskostnaði raf- magns um téðan streng og 63% af heildar- kostnaði Íslandsorkunnar kominni til Skot- lands . Skyndimarkaðsverðið á Bret landi fer um þessar mundir lækkandi samkvæmt upplýsingum úr téðri skýrslu . Nú er hins vegar farið að greiða hærra verð á Bretlandi og á meginlandinu fyrir s .k . græna orku, þ .e . raforku, sem unnin er úr kolefnislausum orkulindum, og virkjanirnar losa þá ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið . Brezka ríkið hefur undir- gengizt markmiðasetningu Evrópu sam- bands ins um hlutdeild endurnýjanlegrar orku við raforkuvinnsluna og þarf að auka hana í 20% árið 2020, sem jafngildir um 80% aukningu þar á bæ . Stórfyrirtæki sækjast eftir slíkri orku, og farið er að gefa út upprunavottorð til stað- festingar á sjálfbærri orkuvinnslu . Ríkis- sjóð ir nokkurra Evrópulanda hlaupa þá tíma bundið undir bagga og greiða hærra verð en markaðsverð fyrir slíka orku til að hvetja til þróunar á þessu sviði, enda hefur tækni þróunin á fáum árum leitt til a .m .k . 25% lækkunar á vinnslukostnaði raforku með sólarrafölum og vindmyllum .9 Dæmi um niðurgreiðslurnar kom fram í viðtali Þórunnar Kristjánsdóttur við for- stjóra Landsvirkjunar í Morgunblaðinu 25 . júní 2014, en þar sagði hann: „Raforkuverð í Bretlandi er mjög hátt . Þeir semja nú um raforkuverð frá nýju kjarn orkuveri fyrir yfir 150 USD/MWh .“ Þetta rafmagnsverð er um 70% yfir núverandi meðalverði á Bretlandi . Með mikilli bjartsýni má reikna með, að samn- ingar tækjust á milli brezkra stjórnvalda og Landsvirkjunar um langtímasamning, um 25 ár, um raforku frá Íslandi 80% yfir meðalverði, þar sem hún telst vera græn, og þess vegna meira virði . Það er ólíklegt, að nokkur fjárfestir muni verða tilleiðanlegur að setja fé í sæ- strengsverkefnið fyrr en með vissu um a .m .k . 160 USD/MWh að raunverði út afskriftatíma mannvirkjanna . Slík vissa er ekki fyrirsjáanleg . Þvert á móti virðist raunorkuverð í heiminum fara lækkandi vegna minnkandi hagvaxtar í heiminum og vaxandi framboðs á eldsneytisgasi . Ný hugmynd — skammtímamarkaður Nú er í þróun undir handarjaðri Evrópu-sambandsins evrópskur mark aður fyrir raforku eða öllu heldur rafafl, sem afhent er samkvæmt samningi með skömmum fyrir- vara inn á stofnkerfið . Hér á Íslandi höfum við anga af slíkum markaði, s .k . jöfn un ar- orkumarkað og reglunaraflsmarkað . Hann fæst þannig, að viðskiptavinir í hópi not-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.