Þjóðmál - 01.09.2014, Side 83

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 83
82 Þjóðmál haust 2014 halds kostnaður ásamt orkutöpum nemi að jafnaði 1,5% af stofnkostnaði á ári, af- skrifta tími þessara mannvirkja sé 40 ár með ávöxtunarkröfu (fjármagnskostnaði og arð- semiskröfu) 8,0%, þá þarf að fá 21 USD/ MWh fyrir raforku inn á inntaks mann- virkin . Þetta þýðir, að verðið út af úttaks- mannvirkjum sæstrengsins, Skot lands- meg in, verður að nema a .m .k . 160 USD/ MWh að jafnaði á hverju ári að raunvirði . Hér er ekki reiknað með afgangsorku, því að hún er ótrygg og skilar sér sum árin alls ekki, en sé hún fyrir hendi, bætir hún arðsemina . Hana má hins vegar einnig selja á innlendum markaði, t .d . til ylræktar . Hvernig skyldi nú verðlag raforku á heild- sölumarkaði á Bretlandseyjum vera? Sam- kvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, „Quarterly Report on European Electricity Markets“, var verðlag á háálagstíma 13% hærra á skyndimarkaði8 á Bretlandi 2013 en grunnálagsverðið og nam þá um 100 USD/MWh . Þetta er fjarri því að skapa viðskiptagrundvöll fyrir sæstreng á milli Íslands og Skotlands, enda er þetta verð aðeins um 70% af flutningskostnaði raf- magns um téðan streng og 63% af heildar- kostnaði Íslandsorkunnar kominni til Skot- lands . Skyndimarkaðsverðið á Bret landi fer um þessar mundir lækkandi samkvæmt upplýsingum úr téðri skýrslu . Nú er hins vegar farið að greiða hærra verð á Bretlandi og á meginlandinu fyrir s .k . græna orku, þ .e . raforku, sem unnin er úr kolefnislausum orkulindum, og virkjanirnar losa þá ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið . Brezka ríkið hefur undir- gengizt markmiðasetningu Evrópu sam- bands ins um hlutdeild endurnýjanlegrar orku við raforkuvinnsluna og þarf að auka hana í 20% árið 2020, sem jafngildir um 80% aukningu þar á bæ . Stórfyrirtæki sækjast eftir slíkri orku, og farið er að gefa út upprunavottorð til stað- festingar á sjálfbærri orkuvinnslu . Ríkis- sjóð ir nokkurra Evrópulanda hlaupa þá tíma bundið undir bagga og greiða hærra verð en markaðsverð fyrir slíka orku til að hvetja til þróunar á þessu sviði, enda hefur tækni þróunin á fáum árum leitt til a .m .k . 25% lækkunar á vinnslukostnaði raforku með sólarrafölum og vindmyllum .9 Dæmi um niðurgreiðslurnar kom fram í viðtali Þórunnar Kristjánsdóttur við for- stjóra Landsvirkjunar í Morgunblaðinu 25 . júní 2014, en þar sagði hann: „Raforkuverð í Bretlandi er mjög hátt . Þeir semja nú um raforkuverð frá nýju kjarn orkuveri fyrir yfir 150 USD/MWh .“ Þetta rafmagnsverð er um 70% yfir núverandi meðalverði á Bretlandi . Með mikilli bjartsýni má reikna með, að samn- ingar tækjust á milli brezkra stjórnvalda og Landsvirkjunar um langtímasamning, um 25 ár, um raforku frá Íslandi 80% yfir meðalverði, þar sem hún telst vera græn, og þess vegna meira virði . Það er ólíklegt, að nokkur fjárfestir muni verða tilleiðanlegur að setja fé í sæ- strengsverkefnið fyrr en með vissu um a .m .k . 160 USD/MWh að raunverði út afskriftatíma mannvirkjanna . Slík vissa er ekki fyrirsjáanleg . Þvert á móti virðist raunorkuverð í heiminum fara lækkandi vegna minnkandi hagvaxtar í heiminum og vaxandi framboðs á eldsneytisgasi . Ný hugmynd — skammtímamarkaður Nú er í þróun undir handarjaðri Evrópu-sambandsins evrópskur mark aður fyrir raforku eða öllu heldur rafafl, sem afhent er samkvæmt samningi með skömmum fyrir- vara inn á stofnkerfið . Hér á Íslandi höfum við anga af slíkum markaði, s .k . jöfn un ar- orkumarkað og reglunaraflsmarkað . Hann fæst þannig, að viðskiptavinir í hópi not-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.