Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.09.2014, Blaðsíða 87
86 Þjóðmál haust 2014 Þessu er ekki þannig farið með Íslandsstrenginn, eins og rakið hefur verið . Þegar hugað er að svo gríðarlegri fjár- festingu sem sæstrengur á milli Íslands og Skot lands með tengivirkjum er, þá verður afkasta getan að vera miklu meiri en 700 MW . Hún verður að vera a .m .k . tvöfalt meiri . Meðalálagið á íslenzka raforkukerfið er aðeins um 2000 MW . Þetta setur afltengingu við útlönd mjög þröngar skorður, og 700 MW, sem er um þriðjungur af álaginu í landinu sjálfu, er of mikill flutningur til að stöðugleiki kerfisins verði tryggður með góðu móti . Ef útreikningar sýna, að rekstur strengsins veldur óstöðugleika, verður hann ekki samþykktur . Niðurstaðan er þess vegna sú, að senn verð ur hægt að framleiða sæstreng, sem tækni lega er unnt að leggja á milli Íslands og Skotlands, en rekstur hans verður hins vegar verulegum annmörkum háður og arð- semi verkefnisins verður ekki fyrir hendi að óbreyttu . Bretar hafa í hyggju að reisa ný kjarnorku- ver til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, og þá mun verðmæti grænnar orku lækka á Bretlandseyjum . Það er þess vegna mjög óráðlegt að reiða sig á niðurgreiðslur úr brezka ríkissjóðinum á grænni orku frá Íslandi . Þessi sæstrengur er allt of stór til að tækni- lega sé mögulegt að tengja hann áhættulaust við íslenzka raforkukerfið og reka á fullum afköstum, og svo mun enn verða um langa hríð . Skýringar 1 . TWh/a = terawattstund á ári; 1 TWh = 1 milljón MWh (megawattstundir) . Virkjanlegt vatnsafl á Íslandi er talið nema 45 TWh/a, en sé reynt að taka tillit til gildis náttúrunnar, þar sem maðurinn hefur enn ekki sett mark sitt á, þá geta dregizt frá 20 TWh/a, og eftir standa þá 25 TWh/a . 2 . Jarðgufuvirkjanir eru ekki allar sjálfbærar, t .d . dregur smám saman niður í flestum, og brenni- steinsmengun, á formi eitruðu loft teg undar innar H2S-brennisteinsvetnis, er sums staðar alvarlegt vandamál í þéttbýli og í grennd við virkjanirnar . Orkufyrirtækin taka þetta nú alvarlega og stunda rannsóknir til að vinna bug á þessari mengun . Niðurdráttur þýðir, að of geyst hefur verið farið í nýtingu jarð hita forðans á viðkomandi svæði . Þess má geta, að heildarnýting jarðhita á Íslandi, að hita veitunum meðtöldum, er tæplega ferföld nýting vatnsorku . Þess er að vænta, að aukin þekking kenni mönnum að forðast vandamál jarð gufu nýtingar við næstu virkjanir . Stundum er reiknað með, að hægt sé að framleiða um 15 TWh/a af raforku með jarðgufu, en til þess þarf um 150 TWh/a af gufuorku, sem er þreföldun núverandi nýtingar jarðhitans . 3 . Kveikjan að þessari Þjóðmála-grein er grein Björgvins Skúla Sigurðssonar, BSS, verk- fræðings og framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar . 4 . ISK/USD = gengi íslenzku krónunnar m .v . bandaríkjadal . 5 . Rafmagn á Íslandi er framleitt sem rið- straumur með tíðnina 50 Hz, þar sem 1 Hz er ein sveifla á sekúndu . Það er ekki unnt að senda riðstraum um langan sæstreng, því að þá verður afltapið óbærilegt . Þess vegna þarf fyrst að breyta riðstraumi í jafnstraum eða rakstraum, eins og hann er stundum nefndur . Það er gert með spenn- um og afriðlum . Raforkukerfi Skotlands, eins og allrar Evrópu, er 50 Hz kerfi, og þess vegna þarf að breyta jafnstrauminum frá sæstrengn um í riðstraum, sem hleypt er inn á rafkerfi mót töku- landsins . Það er gert með spennum og áriðlum . Þar sem viðskiptahugmyndin, sem BSS kynnti til sögunnar í grein sinni, er reist á því að senda orku í báðar áttir um strenginn, þarf afriðla og áriðla við báða enda strengsins . Það er jafndýrt að senda orkuna í hvora átt sem er . 6 . Með núvirðisreikningum eru framtíðartekjur reiknaðar til núvirðis með afvöxtunaraðferð, sem hvílir á þeirri staðreynd, að tekjur í framtíð hafa minna virði en tekjur í nútíð . Í útreikningum höfundar er notuð 10% ávöxt- unar krafa, sem er fremur há, en verkefnið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.