Orð og tunga - 01.06.2013, Page 26

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 26
16 Orð og tunga kæmi við gagnagreiningu erlend-íslenskra orðabóka sé með nokkuð öðrum svip en sá sem valinn er þegar íslenska er viðfangsmálið. Þeg- ar mótuð jafnheiti eru ekki tiltæk getur þurft að bregðast við með nýmyndunum af einhverju tagi, tökuþýðingum eða nýgervingum. Glíman við erlenda málið getur vakið áleitnar spurningar um aðild og viðurkenningu aðkomuorða og jafnheitavalið þannig fengið mál- pólitískt gildi. Orðmyndunarleg sérkenni hvors máls um sig torvelda oft jafnheitavalið og við þær aðstæður er mikilvægt að geta haft hlið- sjón af fyrri lausnum og eftir atvikum fetað þar troðnar slóðir. Allt þetta undirstrikar gildi þess að að geta betur en nú gefst kostur á gengið að og hagnýtt það íslenska orðabókarefni sem erlend-íslenskar orðabækur leggja til. Þá er ekki einungis horft til orðabóka þeirrar tegundar því gagnlegt er að bera þann orðaforða sem hér er á ferðinni að orðaforða íslensk-erlendrar orðabókar. Þótt svipurinn sé ólíkur má gera ráð fyrir að meðal jafnheitanna komi fram orð sem ástæða sé til að bæta við flettulistann hinum megin, svo sem gegnsæjar mótaðar sam- setningar sem ekki hafa augljóst flettugildi frá íslensku sjónarhorni en verða gildari að því leyti í ljósi erlendrar samsvörunar. 6.2 Greining á merkingarvenslum Vandað og hnitmiðað val á jafnheitum er meginatriði við gerð tvímála orðabókar. Til þess að tryggja það sem best þarf að gefast yfirsýn um orðafar sem til greina kemur og það merkingarsvið sem um er að ræða hverju sinni. í því sambandi getur íslensk samheitaorðabók (2012) vísað veginn til merkingarskyldra orða en víðtækari og fjölþættari merkingarflokkun af því tagi sem áður var lýst og Islenskt orðanet býr yfir er einnig mikilvæg stoð. Að auki gefur orðanetið færi á að meta stöðu einstakra orða með tilliti til merkingarskyldleika við önnur orð á grundvelli setningarlegra tengsla þeirra innbyrðis. Þar er fyrst og fremst um að ræða þann vitnisburð sem lesa má úr tengslum orða- para með tengiorðinu og meðal nafnorða og lýsingarorða (fátækt og allsleysi, allsleysi og nauð; fátækur og umkomulaus, umkomulaus og ein- mana). Vísbendingin um merkingarlega nálægð tiltekinna tveggja orða er fólgin í því hversu mörg orð þeim eru sameiginleg sem hinn hluti orðaparsins. Notkunardæmin eru að mestu sótt á vefsetrið Tíma- rit.is sem býr yfir afar ríkulegu efni til greiningar. Við samanburð á orðunum glundroði og ringulreið kemur t.d. í ljós að meðal förunauta þessara orða í orðapörum orðanestins (196 með glundroði og 217 með ringulreið) eru 102 orð sameiginleg báðum (t.d. bæði glundroði ogfálm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.