Orð og tunga - 01.06.2013, Page 34

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 34
24 Orð og tunga orðabókum, orðasöfnum, handbókum og fræðigögnum og vera sem almennast hjálpargagn fyrir sem allra flesta þátttakendur í íslensku málsamfélagi, vera „til gagns flestum þeim, sem þurfa skýringa á íslenzkum orðum í almennu lesefni, gömlu eða nýju" eins og það er orðað í formála fyrstu útgáfu (bls. V). (Mörður Árnason. 1998:3) Hér er ekki minnst á að orðabók ætti að gefa hugmynd um daglegt mál á vinnslutíma orðabókarinnar enda voru tæknilegar forsendur til þess ekki fyrir hendi hér á landi árið 1998 þegar Mörður skrifaði grein sína. Þar var enn byggt á þeim grunni sem notaður var við fyrstu útgáfu ío, þ.e. Blöndalsorðabók og söfn Orðabókar Háskólans (OH) sem sett var á stofn tveimur áratugum fyrr. Orðabókarmönnum sem vinna að útgáfu orðabóka gefst yfirleitt takmarkað ráðrúm til að leggjast í orðtöku; það er einfaldlega of dýrt þegar horfst er í augu við tiltekinn útgáfudag sem venjulega er alltof skammt undan. Gildir þá einu hvort orðtakan er hefðbundin, þ.e. byggist á lestri texta, eða vélræn, þ.e. byggist á söfnun orðmynda úr rafrænum (en ómörkuðum) textum; báðar aðferðirnar eru seinlegar og matið á því hvað á heima í tiltekinni orðabók er erfitt. Nýjar aðferðir í orðabókargerð byggjast á málheildum, þ.e. völdum textasöfnum sem ætlað er að gefa mynd af málinu eins og það er á hverjum tíma. Þar er m.a. stuðst við tíðnitölur til að meta hvort orð eiga heima í tilteknu orðabókarverki. Fyrsta enska orðabókin sem studdist við tíðnikannanir og málheild, Cobuild, kom út árið 1987. Þar var markmiðið að birta enska tungu í orðabók, eins og hún væri raunverulega notuð (sjá bókarkápu: „ ... based on a detailed analysis of how today's English is really used") en ekki aðeins eins og orðabókarhefðin segði til um: For the first time, a dictionary has been compiled by the thorough examination of a representative group of English texts, spoken and written, running to many millions of words. (Sinclairl987:XV) Á íslandi hefur slíkt orðabókarverk ekki enn litið dagsins ljós en reyndar er óljóst að nokkur málheild nái því að vera staðgeng (e. representative) þannig að sönn mynd af tungumálinu birtist í henni en það er forsenda þess að orðabók með þessu háleita markmiði verði gerð (Aðalsteinn Eyþórsson 2005:14). Samt sem áður er jafnvæg málheild (e. balanced corpus) ný gerð af heimild fyrir orðabókarmenn þar sem komast má nær orðaforða og málnotkun en hingað til hefur verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.