Orð og tunga - 01.06.2013, Page 35

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 35
Kristín Bjarnadóttir: Hvert á að sækja orðaforðann í orðabók? 25 hægt. Með tilurð Markaðrar íslenskrar málheildar (hér eftir MÍM) opnast því nýir möguleikar í íslenskri orðabókargerð (Sigrún Helgadóttir o.fl. 2012). Sama á reyndar við um önnur rafræn textasöfn, t.d. Is- lenskt textasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum1 og íslenskan orðasjóð2 hjá Háskólanum í Leipzig (Erla Hallsteinsdóttir 2007, Quasthoff o.fl. 2012), þó að slík söfn séu ekki eins aðgengileg til úrvinnslu og MÍM. I þessari grein er fjallað um þá möguleika sem felast í þessum nýju gagnauppsprettum og gamlar og nýjar aðferðir bornar saman. Niðurstaðan er að á þessu stigi verður að nota allt efni sem tiltækt er til þess að notendur eigi möguleika á að finna sem flest af því sem þeir leita að. Islenskir orðabókarnotendur eru fremur íhaldssamir í orðabókarnotkun og leita einna helst að merkingu orða og viðeigandi notkun þeirra (Ásta Svavarsdóttir 2008), en orðabókarmenn vita að væntingar notenda til orðabóka eru langt umfram það sem nokkur leið er að verða við. Þar þarf ekki að nefna annað en þá kröfu margra notenda að öll orð sem eiga sér viðurkenndan og fastan sess í málinu finnist í orðabókinni, án þess að tekið sé fram til hvaða orðabókar er vísað. Orð sem ekki finnast í „orðabókinni" eru þá talin óbrúkleg og óviðurkennd. Þessari kröfu geta orðabókarmenn seint sinnt að fullu. Engin orðabók verður nokkurn tíma tæmandi heimild um málið og hver á að taka sér það alræðisvald að ákveða hvaða orð mega lifa í málinu og hver ekki? Sem betur fer hafa orðabækur heldur ekki slíkt heljarafl í reynd en verkefnið er samt sem áður að sýna orðaforðann í málinu sem best, eins og hann er á hverjum tíma, og þess vegna er vert að skoða ný gögn og nýjar aðferðir. Efnisskipan er þessi: I 2. kafla er fjallað um hefðbundið íslenskt orðabókarefni, útgefnar orðabækur og önnur orðfræðileg gögn til orðabókargerðar sem unnin hafa verið með hefðbundnum hætti, þ.e. með hefðbundinni orðtöku. Þar er líka sagt frá Norræna verkefninu svokallaða þar sem gerð var tilraun til að sameina sem mest af þessu efni í rafrænan íslenskan orðabókarstofn. I 3. kafla er fjallað um nýj- ar gagnalindir til orðabókargerðar, þ.e. rafræna texta, markaða og ómarkaða. I 4. kafla er fjallað stuttlega um vélræna orðtöku. I loka- kaflanum er fjallað um samspil gamalla og nýrra aðferða en niðurstað- 1 í íslensku textasafni eru gamlir og nýir textar, u.þ.b. 67 milljónir lesmálsorða. Nið- urstöður leitar birtast sem orðstöðulykill, sjá http://arnastofnun.is/page/ama- stofnun_gagnasafn_textasafn. 2 I Islenskum orðasjóði er nú u.þ.b. hálfur milljarður lesmálsorða af vefnum; sjá http:// wortsdratz.uni-leipzig.de/ws_ice/.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.