Orð og tunga - 01.06.2013, Page 97

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 97
Rósa Elín Davíðsdóttir: Hlutverk tvímála orðabóka 87 4 Lokaorð í þessari grein hefur verið fjallað um hugmyndir um nýja íslensk- franska orðabók út frá hlutverki og ólíkum notendaþörfum í því skyni að draga upp mynd af því hvernig slík orðabók gæti sem best komið til móts við íslenska frönskunemendur. Farið var stuttlega yfir þær orðabækur sem gefnar hafa verið út fyrir tungumálin íslensku og frönsku og þá einkum íslenzk-franska orðabók (IFO) sem er eina útgefna orðabókina með íslensku sem viðfangsmál og frönsku sem markmál. Nokkuð var fjallað um hefðbundna fræðilega skiptingu tví- mála orðabóka eftir hlutverki þeirra, annars vegar í svonefndar skiln- ingsorðabækur sem ætlaðar eru notendum við að skilja texta á er- lendu tungumáli og við þýðingar af erlendu máli yfir á móðurmál og hins vegar í svonefndar málbeitingarorðabækur sem ætlaðar eru not- endum við að tjá sig á erlendu tungumáli. Slík flokkun er þó einungis fræðileg og orðabækur gegna því oft tvöföldu hlutverki og er þá um að ræða tvíbeindar orðabækur. Erfitt getur verið að taka fullt tillit til þessara ólíku notendaþarfa við gerð tvímála orðabókar, til dæmis við val flettiorða, þótt slíkt sé að jafnaði reynt. Einn helsti ágalli margra tvímála orðabóka hefur verið sá hversu knappar upplýsingar þær veita um jafnheitin og aðgreiningu þeirra. Þar geta rafrænar orðabækur bætt úr með nánari merkingaraðgrein- ingu og fjölbreyttari notkunardæmum þar sem plássleysi er ekki leng- ur fyrirstaða. Þar að auki ættu orðastæður á borð við að læra heima og að bursta tennurnar að skipa stóran sess í tvímála orðabók sem hefur málbeitingarsjónarmið í fyrirrúmi. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar þegar kemur að því að tjá sig á erlendu tungumáli. Með breyttri aðstöðu við orðabókagerð er einnig hægara um vik að taka tillit til ólíkra notendahópa til dæmis með breytanlegu notendaviðmóti og með því að auka við upplýsingarnar sem almennt eru gefnar í orða- bókum og gefa ekki einungis upp jafnheiti á markmálinu þótt það verði auðvitað ætíð aðalhlutverk tvímála orðabóka. Líklegast er að ný íslensk-frönsk orðabók nýtist fyrst og fremst íslenskum frönsku- nemendum. Það sjónarmið var haft að leiðarljósi í dæmum um hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram í íslensk-franskri orðabók til þess að íslensk-frönsk orðabók gæti orðið öflugt tæki fyrir notendur sem leitast við að tjá sig á markmálinu en jafnframt gagnleg þeim sem koma að viðfangsmálinu sem erlendu máli. I viðauka eru sýndar fimm orðsgreinar eins og þær gætu litið út í nýrri íslensk-franskri orðabók.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.