Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lögum (0–50 m) í júlí 2006, en yfirleitt mestur í kalda sjónum í vestanverðu hafinu og á einni stöð norðaustan Íslands (6. mynd c). Í ágúst 2007 og 2008 var útbreiðsla átu austlægari. Greining árstíðabreytinga ofan- greindra þátta er byggð á gögnum sem safnað var á sniðum á 68° og 69°N tímabilið 2006–2008. Dýra- svifsýnum var safnað á tveimur stöðvum á 69°N og tveimur á 68°N (7. mynd). Magn nítrats (köfnunar- efnis) eftir vetrarblöndun var um 10 µmól l-1 um mánaðarmótin apríl/ maí. Frumframleiðni svifþörunga fór vaxandi frá þeim tíma og hámark vorblómans var seint í maí (> 1 g C m-2 dagur-1) en þá hafði gengið hratt á magn nítrats og kísill var uppurinn. Í júlí hafði frumframleiðni lækkað um helming frá vorblómanum í maí og í ágúst var hún enn lægri. Á sama tíma hafði styrkur nítrats í yfirborðslögum lækkað mikið og voru lægstu gildi nítrats 1,8 µmól l-1 í júlí og ágúst. Árstíðabreytileiki í átumagni (heildarfjöldi dýra) ein- kenndist af lágum vetrargildum (~30.000 dýr m-2), hærri gildum að vorlagi (~70.000–90.000 í maí) og einu meginhámarki í júlí og ágúst (~350.000–370.000). Í nóvember hafði dýrum fækkað á ný (~60.000). Loðnulirfur veiddust sunnan lands og vestan í apríl 2007. Í maí 2007 var útbreiðsla þeirra sam- felld með norðurströndinni, en blettótt fyrir sunnan. Í ágúst 2007 veiddust loðnuseiði á litlu svæði í sunnanverðu Íslandshafi og á einni stöð úti fyrir Norðausturlandi. Bergmálsmælingar sýndu á hinn bóginn meiri útbreiðslu einkum til vesturs og norðurs (8. mynd a). Sumarútbreiðslu eins árs ungloðnu og fullvaxta loðnu (tveggja ára og eldri) 2006–2008 má skipta í þrjá flokka: (1) Í júlí 2006 fannst tveggja ára loðna einkum á grænlenska landgrunninu sunnan Grænlands- sunds. (2) Öll þrjú árin fundust dreifðir flekkir, mest eins árs loðna, við norðurjaðar íslenska land- grunnsins. (3) Í ágúst 2007 og 2008 fundust flekkir tveggja ára og eins árs loðnu með útkanti grænlenska landgrunnsins í vestanverðu Ís- landshafi (8. mynd b). Síld (mest norsk-íslensk vorgotssíld) fannst aðallega í miðju Íslandshafi í ágúst 2007 og í minna magni í ágúst 2008 austan lands. Kolmunni fannst helst með utanverðu landgrunni Græn- lands og austan Íslands í júlí 2006 og í miðju og austanverðu Íslandshafi í ágúst 2007 (8. mynd c). Í ágúst 2007 fundust þorsk- og ýsuseiði helst með landgrunnsbrúninni norðan lands og í sunnanverðu Íslandshafi við Kolbeinseyjarhrygg (8. mynd d). Nýklaktar loðnulirfur á norð- vesturmiðum í apríl 2007 (9. mynd b) fundust ekki aftur í maíleiðangrinum (9. mynd d). Loðnulirfur, sem safnað var í maí, klöktust marktækt seinna út á norð- vesturmiðum en á suðvesturmiðum (9. mynd c–d). Lirfur á norðaustur- miðum klöktust jafnvel enn seinna út (ekki sýnt). Loðnuseiði, sem veiddust í ágúst, höfðu flest (~80%) klakist út í fjórðu viku apríl eða seinna (9. mynd e) og dreifðust á mun fleiri klakdaga en lirfur í apríl og maí (9. mynd a–d). Loðnulirfur frá suðvestursvæðinu klöktust að mestu út í apríl og hafa því skilað 0 10 20 30 % 0 10 20 30 % 0 10 20 30 % 0 10 20 30 % Aprílsýni Norðvesturland 0 10 20 30 % Maísýni Norðvesturland Ágústsýni Íslandshaf Maísýni Suðvesturland Aprílsýni Suðvesturland (a) (b) (c) (d) (e) Mars Apríl Maí Júní H lu tfa lls le gu r fjö ld i - R e la tiv e p ro p o rt io n Klakdagar - Hatching days 9. mynd. Tíðnidreifing klakdaga loðnulirfa 2007. (a) Suðvestan lands í apríl, (b) norð- vestan lands í apríl, (c) suðvestan lands í maí, (d) norðvestan lands í maí, (e) í Íslandshafi í ágúst. – Hatch date frequency distributions of capelin larvae. (a) Off the south west coast of Iceland in April, (b) off the northwest coast in April, (c) off the south west coast in May, (d) off the northwest coast in May, and (e) in Iceland Sea in August.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.