Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 22
Náttúrufræðingurinn 22 meðaltali á ári samanborið við 0,7 árin 1943–1975. Hafa ber í huga að fjöldi frétta á mismunandi tímabilum segir ekki endilega til um heildarfjölda gróðurelda, enda fréttamiðlar misjafnlega margir sem og gagnagrunnar frá hverjum tíma, og sinubrunar þóttu oft og tíðum ekki fréttnæmir. Áhugaverðast er að skoða tíðni elda eftir árstíma (5. mynd). Við skiptum tímabilinu í tvennt, fyrir og eftir árið 2000. Fara verður varlega í túlkun á muninum milli þessara tímabila í ljósi stærðar útkallsgagna- grunnsins, fjölda fréttamiðla og frétt- næmis gróðurelda. Almennt er stóra myndin svipuð: flestir gróðureldar verða að vori til, í apríl og maí. Ef túlka má breytingar milli þessara tímabila virðist helst sem fleiri eldar verði í mars eftir 2000 og einnig verða fleiri eldar yfir sumartímann, í júní–ágúst og fram í september (júlí og september utan staðalfrávika hvors tímabils). Gróðureldatímabilið virðist því hafa lengst; það byrjar fyrr og stendur mun lengur. Einnig er algengt að eldar kvikni kringum áramót. 6. mynd. Fjöldi gróðurelda stærri en 1 ha á árunum 2006–2013 eftir mánuði. – Number of wildfires larger than 1 ha in the years 2006–2013. Íkveikja 72% Annað 9% Ókunnar orsakir 8% Reykingar Leikur barna 3% 5% 2% Flugeldar Varðeldur 1% Sjálfs- íkveikja Elding 0% 0% 7. mynd. Orsakir gróðurelda (A) og ástæða útkalls (B) vegna elda þar sem gróður brann árin 2007 og 2008. Gögn fyrir 287 gróðurelda úr gagnagrunni MVS. – Ignition of 287 wildfires (A) and reason of dispatch (B) where vegetation was involved in the fire; from the MVS database for 2007–2008. 0 1 2 3 Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Fj öl di e ld a (# ) – # fir es Bíll 5% Annar gróður 4% Jarðvegur 2% Mosi + 6% Rusl 12% Sina + 60% Bygging 3% Trjágróður + 8% öll útköll slökkviliða á landinu þar sem gróður kemur við sögu. Fjöldi gróðurelda Í fréttum frá því fyrir 1976 fundust alls 24 fréttir af eldum, mest fjórar fréttir 1965, en engar fundust um elda á 18 ára tímabili milli 1943 og 1976 (4. mynd). Leitað var með leitarorðunum sinueldur, sinubruni, gróðureldur, gróðurbruni, kjarreldur, kjarrbruni, skógareldur og skógar- bruni. Sinubruni og sinueldur gáfu flestar niðurstöður. Á árunum 1976 til og með 2002 fundust fréttir af 152 gróðureldum, mest 21 frétt árið 2000, eða 5,6 að nokkurn tíma fyrir slökkviliðin að venjast nýjum gagnagrunni, þannig að lítið var um færslur í upphafi. Árið 2003 eru skráðir 67 gróðureldar í gagnagrunninn og þar er að finna alla þá gróðurelda sem fundust við leit í fréttum; það sama á við um hin árin (2004–2010) sem gögn í útkalls- gagnagrunninum eru aðgengileg. Útkallsgagnagrunnur MVS sem við höfðum aðgang að náði út árið 2010. Fjöldi skráðra gróðurelda fer því að verulegu leyti eftir þeim heimildum sem tiltækar eru hverju sinni. Á tímabilinu sem útkallsgagna- grunnur MVS nær yfir eru margfalt fleiri gróðureldar skráðir en bæði fyrir það og eftir, enda eru þar skráð A) B)

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.