Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Lónsdjúp er töluvert dýpra og yst í því mælist meira en 330 metra dýpi á litlu svæði. Lónsdjúpi svipar til annarra „djúpa“ suðaustanlands að því er varðar stærð og dýpi. Reynis- djúp, Skaftárdjúp, Skeiðarárdjúp, Breiðamerkurdjúp, Hornafjarðar- djúp, Lónsdjúp og Berufjarðaráll ganga út frá landinu að land- grunnsbrún. Þau virðast þannig vera farvegir frá landi út að land- grunnsbrún. Ekki er þó létt að rekja upprunann beint til straumvatna eða skriðjökla. Djúpin eiga það sameiginlegt að vera mjög breið og grunn. Breiddin er gjarnan 10 til 20 km og dýpið l00 til 200 metrar miðað við aðlæg grunn. Djúpin eru því ekki stórfelldar misfellur í land- grunninu. Lögun þeirra er þannig ekki sambærileg við U-laga dali á landi, skorna af skriðjöklum. Breidd djúpanna, og sú staðreynd að þau eru skorin í fast berg, mælir svo gegn því að þau séu mynduð af ám á þurru landi. Því verður að ætla að djúpin séu mynduð af ís. En hvers konar ís? Samkvæmt framansögðu má giska á íshellu yfir landgrunninu þar sem hrað- ari ísstraumar framan við megin- farvegi íss á landi rufu þessa farvegi í grunnið. Slíkum straumum hefur verið lýst víða, meðal annars á landgrunni Noregs.1 Ekki er hægt að segja að innri gerð landgrunnsins suðaustan- lands sé vel þekkt. Segulmælingar á landgrunninu undir forystu Leós Kristjánssonar hafa þó gefið verð- mætar upplýsingar um þessi efni. Sérstaklega skiptir okkur máli samantekt Leós og Geirfinns Jóns- sonar2 um niðurstöður flugsegul- mælinga á landgrunninu sunnan- og suðaustanlands árin 1991 og 1992, en þær náðu meðal annars yfir svæðið umhverfis Lónsdjúp. Túlkun þeirra á mælingunum var sú, að innri hluti landgrunnsins (þ.e. næst landi) sé úr storkubergi en ysti hlutinn myndaður úr þykkri linsu af setbergi. Fjórða 2. mynd. Horft yfir ysta hluta Lónsdjúps úr norðri. Yfirhækkun er fjórföld. Á myndinni sést hversu greinilegir og skörðóttir hryggirnir eru. – Outer part of Lónsdjúp viewed from the north, showing details of ridges. Fourfold vertical exaggeration.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.