Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Þorgerður Ragnarsdóttir Ein tillagan var Ingibjargarstaðir Allir íslenskir hjúkrunarfrœðingar kannast við hana Ingibjörgu í ráðuneytinu. Núna er hún að hœtta þar störfum, ,,komin á aldur“ eins og sagt er. í meira en 22 ár hefur hún leynt og Ijóst unnið að því að bœta hjúkrun í landinu. Af eldmóði hefur hún barist fyrir hugsjónum sínum. Hver er bakgrunnur þessarar sterku konu? Ingibjörg var beðin um að segja svolítið frá starfi sínu í Tímariti hjúkr- unarfrœðinga ef reynsla hennar mcetti verða yngri hjúkr- unarfrœðingum til gagns eða fróðleiks. Ingibjörg R. Magnúsdóttir fæddist 6 Akureyri 23. júnl 1923 og ólst þar upp. Hvernig var tlöarandinn þá? Hvaða möguleika átti ung og efnileg stúlka / þá daga? Tíðarandinn var á margan hátt gjörólíkur því sem nú er en var trúlega að breyt- ast meira á mínum unglingsárum en ég gerði mér grein fyrir. Jafnrétti kvenna og karla var ekki mikið til umræðu. Stúdentspróf og háskólanám tilheyrðu að mestu körlum og miklu minni ástæða þótti fyrir stúlkur að halda áfram bóknámi en drengi. Stúlkur áttu að vera þægar og góðar, fara í hússtjórnarskóla og ná sér í gott mannsefni. Þá voru þær tryggðar fyrir framtíðina. ,,Ég hefi átt því láni að fagna að eiga góða yfir- menn, ráðherra og ráðu- neytisstjóra, og gott samstarfsfólk. Auðvitað yfirgefur maður ekki slíkan vinnustað án eftir- sjár, en það er dýrmœtt að eiga góðar endur- minningar. “

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.