Peningamál - 01.11.2004, Page 27

Peningamál - 01.11.2004, Page 27
½% samdrátt á þessu ári vegna verkfalls kennara. Boðaðar hækkanir gjalda og hækkun fasteignamats um áramótin munu bæta afkomu sveitarfélaganna miðað við þessar áætlanir, en á móti kemur aukinn kostnaður vegna samninga við kennara. Þrátt fyrir forsendur um meiri samneyslu eru horfur á að afkoma sveitarfélaganna næstu tvö árin verði heldur betri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu, ef gengið er út frá þjóðhagsspá Seðlabankans. Afgangur verður þó vel innan við ½% af landsfram- leiðslu bæði árin, enda skatttekjur sveitarfélaga ekki eins næmar fyrir hagsveiflunni og tekjur ríkissjóðs. Með afgangi á rekstri og fjárfestingu má gera ráð fyrir að skuldir sveitarfélaga lækki heldur. Þær voru taldar nema tæplega 7½% af landsframleiðslu í árslok 2003. ... en hagsveifluleiðrétt afkoma hins opinbera er töluvert slakari en á síðasta þensluskeiði Réttur mælikvarði á framlag ríkisfjármála til inn- lendrar hagstjórnar er ekki mæld afkoma heldur af- koma að teknu tilliti til stöðu hagsveiflunnar. Í upp- sveiflu aukast tekjur hins opinbera sjálfkrafa eins og áður hefur komið fram. Þessi leiðrétta afkoma ríkis- ins og hins opinbera í heild er verri í spá Seðlabank- ans en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, þrátt fyrir að mæld afkoma sé betri í spá bankans. Á meðfylgjandi mynd er sýnd afkoma ríkissjóðs ásamt sveifluleiðréttri afkomu fyrir ríkið og hið opin- bera alls. Er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs hækki um 1,1% fyrir hverja 1% hækkun landsframleiðslu. Ennfremur er tekið tillit til þess að minna er greitt í at- vinnuleysisbætur þegar vel árar. Afkoma sveitarfélaga er hins vegar síður háð hagsveiflunni. Á þennan mæli- kvarða virðist afkoma ríkissjóðs réttast af á árinu 2005 eftir mikil útgjöld árið 2003. Sveifluleiðréttur afgangur verður um 0,8% af landsframleiðslu, talsvert minni en áætlaður 1,6% afgangur á þjóðhagsreikningagrunni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eða 2,2% afgangur sem samsvarar þjóðhagsspá Seðlabankans. Samsvar- andi sveifluleiðrétt afkoma fyrir árið 2006 verður 0,4% af landsframleiðslu, samanborið við 2,3% mældan af- gang. Afkomuþróun hins opinbera er nokkuð áþekk. Hagsveifluleiðrétt afkoma er því töluvert lakari en á þensluárunum 1999 og 2000, þegar hún var á bil- inu 1½-2% af landsframleiðslu hjá ríkissjóði og 1-1½% hjá hinu opinbera. Það er áhyggjuefni í ljósi þess að þá reyndist aðhald í rekstri hins opinbera ekki nógu mikið. VI Vinnumarkaður og launaþróun Áfram dró úr atvinnu á þriðja fjórðungi ársins Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands minnkaði atvinnuþátttaka fyrstu þrjá fjórðunga ársins um 1,6 prósentur miðað við sama tíma í fyrra, fyrst og fremst vegna fækkunar starfandi fólks. Mest dró úr atvinnuþátttöku á þriðja ársfjórðungi um 3 pró- sentur miðað við sama fjórðung 2003. Lengri meðal- vinnutími, fyrst og fremst meðal karla, hafði hins vegar í för með sér að heildarvinnutími (margfeldi meðaltals unninna stunda og fjölda við vinnu) dróst einungis saman um 1,1%. Fækkun starfandi má fyrst og fremst rekja til þess að margt ungt fólk (16-24 ára) hefur yfirgefið vinnu- markaðinn. Tæplega tveir þriðju hlutar fækkunar starfandi fólks skýrist af fækkun í þeim aldurshópi. Einnig hefur starfandi konum á öllum aldri fækkað, aðallega á landsbyggðinni. Áhugavert er að skoða breytingar á samsetningu þess hóps sem stendur utan vinnumarkaðar, sem gefur til kynna hvað þeir hafast að sem horfið hafa af vinnumarkaðnum. Samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fjölgaði fólki sem stendur utan vinnumarkaðar um 9.700 á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Námsmenn eru þar fjölmennastir, eða 45%. Hefur þeim fjölgað um 15% sem skýrir minni atvinnuþátttöku í yngsta aldurs- hópnum. Tæplega 40% þeirra sem standa utan vinnu- markaðar eru öryrkjar eða veikir og hefur þeim fjölgað um tæp 17%. Mest hefur þeim fjölgað sem Mynd 31 Afkoma ríkissjóðs og hins opinbera 1990-20061 1. Áætlanir Seðlabanka Íslands fyrir árin 2004-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 2 4 -2 -4 -6 % af VLF Ríkissjóður, tekjuafgangur Ríkissjóður, sveifluleiðrétt afkoma Hið opinbera, sveifluleiðrétt afkoma Hið opinbera, tekjuafgangur 26 PENINGAMÁL 2004/4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.