Peningamál - 01.11.2004, Side 43

Peningamál - 01.11.2004, Side 43
neysluvörum gætu fyrst í stað orðið til örvunar og aukið enn frekar á viðskiptahalla áður en áhrifa á al- menna eftirspurn fer að gæta. Gjaldeyriskaupum til styrkingar gjaldeyrisforða hætt Neikvæðar hliðarverkanir eru hins vegar óhjákvæmi- legur fylgifiskur aðhaldssamrar peningastefnu í litlu opnu hagkerfi. Mikilvægt er að hindranir verði ekki settar fyrir þá miðlunarleið peningastefnunnar sem gerir henni kleift að hafa áhrif á virka vexti erlendra lána. Í því sambandi er ástæða til að fjalla nokkuð um reglubundin kaup Seðlabankans á gjaldeyri undan- farin ár í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann. Eins og oft hefur komið fram af hálfu bankans hefur það ekki verið markmið hans með kaupunum að hafa áhrif á gengi krónunnar heldur að treysta erlenda lausafjárstöðu og skapa tryggara umhverfi um gjaldmiðilinn til lengri tíma litið. Að öðru óbreyttu fela gjaldeyriskaup bankans í sér að laust fé eykst á innlendum markaði. Í reynd er þó tilhneiging til sjálf- virkrar stýfingar (e. sterilisation) þessara gjaldeyris- kaupa þar sem innlánsstofnanir nota andvirði gjald- eyris sem þær selja Seðlabankanum til þess að lækka skuld sína við bankann í formi endurhverfra viðskipta. Eins og nánar er lýst í kaflanum um fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans hér á eftir hafa þó nettóáhrif gjaldeyriskaupa og afnáms bindiskyldu verið jákvæð, þ.e.a.s. lækkun á stofni endurhverfra viðskiptasamninga og hækkun á stofni innstæðubréfa hafa til samans ekki náð að vega fylli- lega upp áhrif gjaldeyriskaupa og lækkunar bindi- skyldu á sl. ári á laust fé. Að auki hafa markaðsaðilar haft tilhneigingu til að túlka reglubundin kaup bank- ans til þess að styrkja gjaldeyrisforðann sem aðgerð er miði að því að halda gengi krónunnar stöðugu. Burtséð frá eiginlegum tilgangi bankans er þessi túlkun markaðsaðila afar óheppileg fyrir peninga- stefnuna, þar sem hún getur leitt til þess að í reynd fari aðgerðir bankans að hafa svipuð áhrif og fast- gengisstefna þótt sú sé ekki ætlunin. Með hliðsjón af þessu og vegna þess að gjaldeyrisforði bankans hefur styrkst verulega hættir bankinn frá byrjun næsta árs að kaupa gjaldeyri til eflingar forðanum. Frá þeim tíma munu kaupin eingöngu tengjast þörfum ríkis- sjóðs fyrir gjaldeyri vegna greiðslna af erlendum lánum hans, eins og nánar er skýrt í kaflanum um fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans. Aðhald í opinberum fjármálum þyrfti að vera meira Á næstu árum þarf peningastefnan að glíma við að- stæður sem mjög munu reyna á þanþol þjóðarbúskap- arins. Afar mikilvægt er að peningastefnan og stefnan í ríkisfjármálum vinni saman við þessar aðstæður. Því þyngri byrðar sem lagðar eru á peningastjórnina á þessu tímaskeiði, þeim mun meiri verða neikvæð hliðaráhrif aðhaldssamrar peningastefnu. Seðlabank- inn hefur lagt mikla áherslu á að létt verði undir með peningastefnunni með ströngu aðhaldi í ríkisfjár- málum og hins opinbera í heild. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2005 felur í sér nokkuð aukið aðhald miðað við fyrra ár. Eigi að síður er útlit fyrir að hagsveiflu- leiðrétt afkoma ríkissjóðs á árunum 2005 og 2006 verði töluvert lakari en á ofþensluárunum 1999 og 2000. Aðhaldið þá reyndist ófullnægjandi í ljósi þess að umtalsverð eftirköst ofþenslunnar komu fram á ár- unum 2001 og 2002. Til þess að vega á móti örvunar- áhrifum skattalækkana á næstu árum þarf mjög rót- tækan niðurskurð á útgjöldum ríkisins sem eflaust mun mæta mótspyrnu. Því er það verulegt áhyggju- efni hve áætlanir um niðurskurð eru óljósar. Flest ár hafa útgjöld hins opinbera haft tilhneigingu til að fara fram úr áætlunum. Við ákvarðanir í peningamálum er því varasamt að treysta á að metnaðarfull áform um niðurskurð útgjalda gangi fyllilega eftir, því að gerist það ekki kann að verða of seint að bregðast við af- leiðingum þess við þær aðstæður sem framundan eru. Seðlabankinn verður að miða aðgerðir í peninga- málum við þá framvindu sem hann telur sennilegasta. 42 PENINGAMÁL 2004/4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.