Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 55

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 55
minnsta sem gerist. Ítrekað skal að hér er aðeins bor- inn saman stuðningur í gegnum skattkerfið. Ekki er tekið tillit til Íbúðalánasjóðs og starfsemi hans í tölum OECD eða Norrænu ráðherranefndarinnar, en stuðningur hins opinbera í gegnum opinbert hús- næðislánakerfi er hvergi eins umfangsmikill í Vestur- Evrópu og hérlendis, og þótt víðar væri leitað meðal vestrænna ríkja. Skipting stuðnings vegna húsnæðis milli ríkis og sveitarfélaga Hér á landi er stuðningur vegna húsnæðis aðallega fólginn í vaxta- og húsaleigubótum og niðurgreiðslu vaxta. Vaxtabætur og niðurgreiðsla vaxta6 koma frá ríkinu og húsaleigubætur frá sveitarfélögum. Á árinu 2002 voru húsaleigubætur 0,9 ma.kr. og vaxtabætur 5,1 ma.kr. Því er ljóst að hér á landi er hlutur ríkis mun meiri en sveitarfélaga. Svipaða sögu er að segja af Finnlandi, þar er hlutur sveitarfélaga óverulegur. Í Danmörku kemur rúmlega fjórðungur stuðnings frá ríki og afgangur frá sveitarfélögum. Í Þýskalandi kemur hins vegar aðeins fjórðungur frá ríki, tæplega fimmtungur frá sveitarfélögum og afgangur frá sam- bandslöndum. Þessi munur kann að tengjast því að hlutfall íbúðarhúsnæðis í eigu íbúa er einna hæst á Íslandi en lægst í Þýskalandi. Yfirleitt virðast útgjöld hins opinbera vegna húsnæðis skiptast þannig milli ríkis og sveitarfélaga að ríki greiðir vaxtabætur og veitir skattaafslætti en sveitarfélögin veita stuðning vegna leiguhúsnæðis, auk þess sem annar félagslegur stuðningur er yfirleitt í þeirra höndum. Lágt hlutfall húsnæðis í eigu íbúa í Þýskalandi ásamt því að þar eru ekki greiddar vaxtabætur eða veittur skattaaf- sláttur tengdur vaxtagreiðslum af húsnæðislánum skýrir að miklu leyti muninn á skiptingu stuðnings milli sveitarfélaga og ríkis þar og hér á landi. Þegar gjöld ríkis og sveitarfélaga eru borin saman með þeim hætti sem hér er gert verður að hafa í huga að samanburður á einu ári getur verið villandi, eink- um í þeim löndum þar sem vextir á húsnæðislánum eru breytilegir. Vaxtabætur og skattaafslættir vegna vaxtagreiðslna geta breyst nokkuð milli ára samhliða vaxtabreytingum. Árið 2002 voru vextir á evru- svæðinu lágir og því má gera ráð fyrir að þetta hlut- fall hafi verið óvenjulágt í Finnlandi, þar sem 97% húsnæðislána bera breytilega vexti. Hlutfall aðstoðar ríkis á móti aðstoð sveitarfélaga vegna húsnæðis er af þessum sökum breytilegt. Þetta hefur síður áhrif í Danmörku enda aðeins 15% húsnæðislána með breytilega vexti og 10% með sambland af föstum og breytilegum vöxtum. Kerfisbreytingar sem hafa var- anleg áhrif á vaxtastig geta einnig breytt hlutfallslegri skiptingu aðstoðar milli ríkis og sveita, t.d. mun lækkun vaxta hér á landi leiða til lægri vaxtabóta en útlánaaukning vega þar á móti. Tafla 2 Opinber stuðningur/skattheimta vegna húsnæðis Nord 2001:27 Stuðningur Skattar Stuðningur ECB OECD vegna húsnæðis vegna húsnæðis umfram skatta % af VLF 2000 1998 1999 1999 1999 Bretland............................................ 0,6 1,61 ... ... ... Danmörk .......................................... 1,4 0,72 2,67 1,35 1,32 Finnland ........................................... 1,2 0,38 1,32 0,13 1,19 Frakkland ......................................... 1,11 0,92 ... ... ... Holland ............................................ 0,71 0,44 ... ... ... Ísland ............................................... ... 0,12 0,87 0,50 0,37 Noregur ............................................ ... 0,20 0,802 0,722 0,802 Svíþjóð............................................. 1,4 0,81 1,74 0,93 0,81 Þýskaland......................................... 0,9 0,18 ... ... ... 1. Bætur vegna húsnæðis eru vegna ársins 1999. 2. Skatttekjur vegna húsnæðis eru fyrir árið 1998. Heimildir: ECB (mars 2003), OECD (Social benefits) og Norræna ráðherranefndin (Nord 2001:27). 6. Niðurgreiðsla vaxta er hjá Íbúðalánasjóði og tengist eldri lánum. Samkvæmt ársreikningi Íbúðalánasjóðs 2002 var framlag ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs vegna niðurgreiðslu vaxta rúmar 70 m.kr. Þessi stuðn- ingur er því óverulegur enda um leifar af eldra kerfi að ræða. 54 PENINGAMÁL 2004/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.