Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 55

Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 55
VÍSUR OG SAGNIR 53 Það hefir ekki alltaf verið læknir í Reykhólahéraði og þá hefir fólk úr Geiradal og Reykhólasveit orðið að leita sér lækninga á Hólmavík. Það var nú yfir fjöll að fara en snemma kom upp sjúkraskýli á Hólmavrk. Heimildir hef ég fyrir því, að þrisvar voru menn fluttir í rúmum norður yfir Tröllatungu- heiði. 12. jan. 1915 var hóndinn í Gilsfjarðarmúla, Guðjón Jónsson, fluttur í rúmi norður Tröllatunguheiði til lækninga á Hólmavík. 6. júlí 1916 var bóndinn á Ingunnarstöðum, Sam- son Gunnlaugsson, fluttur á kviktrjám norður yfir heiði að Hrófá og þaðan á sjó til Hólmavíkur. 3. mars 1920 varð slys á hlíðinni innan við bæinn Gilsfjarð- armúla. Nokkrir ungir menn voru að fara í verið suður eins og það var kallað. Einn mannanna, Kjartan Árnason frá Hamra- landi fékk á sig stein úr fjallinu, hann fótbrotnaði illa. Maður- inn var fluttur heim að Gilsfjarðarmúla. Kristmundur læknir á Hólmavík kom og bjó um brotið til bráðabirgða. Eftir nokkra daga var Kjartan fluttur til Hólmavíkur. Sjálfur sá ég þessa flutninga og var þar fjöldi manns. Fóturinn var tekinn af Kjartani á Hólmavík. Um vorið kom hann á hesti suður heiði og reið í söðli. Löngu seinna sá ég Kjartan í Reykjavík, gekk hann þá á tréfæti. Vorið 1899 flytja að Mýrartungu í Reykhólasveit hjónin Jóhann Guðmundsson og Kristín Jónsdóttir. Þau fluttu þangað frá Einfætingsgili í Bitru í Strandasýslu. Vorið mun hafa verið hart því snemma um vorið sendir Jóhann tvo syni sína, Jón og Júlíus, með féð vestur að Mýrartungu. Voru þeir þá báðir innan við fermingu, síðar báðir kunnir bændur í Reykhóla- sveit. Sennilega hefir það verið um fardaga sem Jóhann leggur af stað vestur með fólk og kýrnar. Fyrsti áfanginn var yfir Krossárdal og gisti fólkið á Kleifum í Gilsfirði. Hefði mátt ætla að nú væri versti áfanginn að baki þar sem nú var um byggð að fara, en sú var ekki raunin. Þegar út á Múlahlíð kom gáfust kýrnar upp. Tvær stóðu aldrei upp og varð að lóga þeim þar. Ein komst á kreik og bjargaðist. Þetta er hörmungarsaga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.