Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Veiðifélagi Hvítárvatns um 1987 og er í eigu þess. Var það Guðni Lýðsson sem byggði þann skála með aðstoð áhugamanna. Sjálf byggðum við síðan Skálann í Myrkholti sem er gistiheimili með eldunaraðstöðu fyrir 38 manns og var hann vígður árið 2009. Árið 2011 byggðum við veitinga- og söluskála við Árbúðir, sem nefndur er Hrefnubúð og var hún vígð 2012, og sama ár tókum við einnig á leigu reksturinn í Hólaskógi af sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi. En það er sæluhús á afrétti Skeiðamanna og Gnúpverja, milli Búrfells- og Sultartangavirkjana, með gistirými fyrir 67 manns. Reksturinn hefur því stækkað jafnt og þétt og er samanlagt gistirými nú fyrir um 207 manns. Auk þess er hægt að bæta við a.m.k. 20 dýnum. Tímabilið er líka að lengjast, byrjar þegar vegur opnast um miðjan júní eða fyrr og í ár er bókað út ágúst. Árbúðir opna fyrst af skálunum og í fyrra seldum við til dæmis fullan pott af kétsúpu fyrsta daginn sem opnaði, traffíkin var svo mikil. Við höfum orðið vör við mikla aukningu, sérstaklega í Árbúðum eftir að kaffistofan Hrefnubúð opnaði. Fólki finnst gott að koma inn í hlýjuna og geta keypt sér kaffi eða kakó og kleinur og ástarpunga með, eða þá bara ölglas. Þá eru lopapeysurnar líka mjög vinsælar. Það er stundum kalt og fólk hefur gaman af að geta keypt sér fallega flík á svona ólíklegum stað. Fyrir utan það sem ég prjóna sjálf, segir Vilborg, fæ ég peysur frá konum héðan úr sveitinni og að norðan. - Á stól í stofunni liggur bunki af lopapeysum og aðspurð segist Vilborg hafa prjónað þær allar. Ætli ég sé ekki búin að prjóna hátt í 30 lopapeysur frá áramótum segir hún! Fólki finnst líka varið í að fá upplýsingar um konuna sem prjónaði peysuna sem það er að kaupa, það gerir kaupin miklu persónulegri. Það var kona að leysa mig af í viku í Hólaskógi í fyrra og gekk þar um í lopapilsi og gúmmístígvélum. Útlensk kona, sem var þar á ferðinni, varð svo hrifin af pilsinu að hún linnti ekki látum fyrr en varðkonan fór úr pilsinu og seldi henni það! – Annað skemmtilegt tilvik var þegar austurrísk listakona kom inn í Árbúðir og fann draumaflíkina sína þar í Hrefnubúð, lopakápu sem ég prjónaði. Hún smellpassaði svona líka, svo hún varð að kaupa hana! Mestu viðskiptin eru samt þegar kerlingarnar fara að finna á sér, segir Loftur og glottir. Þá getur komið upp múgæsing í hópnum og þá er allt keypt! Hvernig þjónustu veitið þið? Við seljum gistingu í skálana og þjónustum alla sem koma. Erum með heysölu fyrir hestamenn og sjáum um allt viðhald á húsum og hestagerðum. Við förum yfir og þrífum skálana og klósettin og sköffum klósettpappír og hirðum rusl. Fólk gengur betur um ef húsin eru hrein og snyrtileg og þrífur þá betur sjálft. Við getum ekki sagt annað en að það sé góð umgengni í húsunum á sumrin og undantekning að Viðtal: Geirþrúður Sighvatsdóttir Fremstaver.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.