Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 21
Litli-Bergþór 21 Aðalfundur Lionsklúbbsins Geysis í Biskupstungum, sem haldinn var hinn 21. maí 2014, samþykkti tvær eftirfarandi ályktanir: Ályktun um velferðarmál. Ályktunin hefur verið send sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Lionsklúbburinn Geysir tekur undir með félögum sem undanfarið hafa ályktað um nauðsyn þess að komið verði á stofn hjúkrunar- og dvalarheimili í Laugarási. Það blasir við að þörf fyrir svona heimili er mikil og vaxandi, en lasburða fólk er nú flutt úr sínum heimahögum hér í uppsveitunum, til annara byggðarlaga, sem búa betur að sínum skjólstæðingum. Æskileg stærð væri fyrir 16 til 24 vistmenn. Í Laugarási er öll grunnaðstaða fyrir hendi, þar sem er heilsugæslustöðin með starfandi læknum, hjúkrunarfólki og félagsþjónustu. Þar er meira að segja tilbúin fín lóð fyrir slíkt heimili. Félagsmenn í Lionsklúbbnum Geysi skora á sveitarstjórnamenn í Laugaráslæknishéraði að beita sér fyrir að stofnsett verði hjúkrunar og dvalarheimili í Laugarási. Ályktun um samfélagsmál. Ályktunin hefur verið send biskupi Íslands. Félagsmenn í Lionsklúbbnum Geysi fagna þeirri miklu umræðu sem verið hefur að undanförnu um málefni Skálholts, þótt margt hafi þar verið með öðrum hætti en heimamenn kysu. Skálholt er sunnlendingum mjög mikilvægur staður, bæði af sögulegum ástæðum, og líka af praktískum ástæðum í nútíð og framtíð. Því förum við þess vinsamlega á leit við biskup og kirkjuráð að hafa náið samráð við sóknarnefnd Skálholtssóknar, og sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og nágrannasveitarfélaga, þegar ráðum er ráðið varðandi starfsemi, rekstur og stjórnunarhætti í Skálholti. Lionsklúbburinn Geysir lýsir yfir fullum stuðningi við vígslubiskupinn í Skálholti enda hefur hann, fyrr og síðar borið hagsmuni Skálholts mjög fyrir brjósti, bæði sem sjálfstæðs staðar og sem þýðingarmikils hluta af samfélagi og byggðum uppsveitanna og landsins alls. Örn Erlendsson, fráfarandi formaður Lionsklúbbsins Geysis. og dvalarheimili í Laugaráslæknishéraði. Hin var hvatning til biskups Íslands og kirkjuráðs varðandi Skálholtsstað. Þessar ályktanir má lesa á öðrum stað í blaðinu. Sá ánægjulegi áfangi varð í starfi Lionsklúbbsins Geysis á starfsárinu að af klúbbnum varð til nýr klúbbur, Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, með 35 félaga. Við og Lionshreyfingin öll býður þennan glæsilega hóp velkominn í sínar raðir og óskar honum allra heilla. Lionsmenn í Biskupstungum horfa bjartsýnir fram í tímann. Ný, öflug og kraftmikil stjórn er tekin við, með nýjar áherslur en sömu markmið. Nýju stjórnina skipa: Kristófer Tómasson, frá Helludal, formaður. Guðmundur Ingólfsson, Iðu, varaformaður. Helgi Guðmundsson, Hrosshaga, ritari. Snorri Guðjónsson, Tjörn, gjaldkeri. Örn Erlendsson, fráfarandi formaður. Fráfarandi stjórn og nýja stjórnin. F.v. Hallgrímur Magnús- son, Örn Erlendsson, Sveinn A. Sæland, Kristófer Tóm- asson, Snorri Guðjónsson og Helgi Guðmundsson. Á myndina vantar myndasmiðinn Guðmund Ingólfsson. Guðríður Valgeirsdóttir tekur við, f.h. sjúkraflutninga- manna í Árnessýslu, gjöf til hjartastuðtækis úr hendi Arnar Erlendssonar. Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.