Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 40

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 40
40 Litli-Bergþór Skálholtsfélag hið nýja var stofnað á Skálholtshátíð 2013 til að verða áhugamönnum og velunnurum Skál- holtsstaðar vettvangur samráða og sjálfboðavinnu. Í félagslögum segir: „Tilgangur félagsins er að styðja kirkjulegt og menningarlegt starf í Skálholti, er efli tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðli að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi.“ Félagsmenn gera sér grein fyrir margþættum vanda sem Þjóðkirkjan tekst á við, en félagið tekur ekki af- stöðu til annarra mála en þeirra sem beinlínis snerta Skálholtsstað. Skálholtsfélag hið nýja leggur áherslu á þessi atriði: að eignir íslensku þjóðkirkjunnar á Skálholtsstað verði vel og myndarlega haldnar og varðveittar og þeim sómi sýndur, þ.á m. dómkirkju, skólahúsi, íbúðarhúsum, minnisvarða, skólavörðu, mannsvistarleifum, kirkjugarði, hlaði og nánasta umhverfi; að friðun og friðlýsing á Skálholtsstað verði virt í hvívetna en þetta snertir m.a. hönnun og staðsetningu allra nýrra mannvirkja, þ.á m. „Þorláksbúðar“; að öll starfsemi á staðnum samrýmist þessu og lúti að virðingu og helgi Skálholtsstaðar; að í Skálholti sitji og starfi vígslubiskup og sóknar- prestur; vígslubiskup sé staðarhaldari og annist um forsjá og þá starfsemi sem íslenska þjóðkirkjan hefur á staðnum, þ.á m. um fræðslu, kyrrðardaga, listviðburði, helgihald o.fl.; að unnið verði svo fljótt sem verða má að brýnum viðhalds- og umbótaverkefnum við glugga dómkirkjunnar, við turn og bókhlöðu, við Skálholtsfélag hið nýja gekkst fyrir málþingi í Skálholti 19. október s.l. Yfirheiti þess var: „Skálholt hvað ætlar þú að verða?“ Fjallað var um framtíðarsýn á minjavörslu á staðnum, uppbyggingu sjálfbærrar menningarferðaþjónustu og skipulag Skálholtsjarðarinnar. Annað málþing var svo haldið í Reykjavík 12. febrúar í sal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift þess var: Skálholtsdómkirkja -þjóðargersemar. Þar voru flutt erindi sem fjölluðu um tilurð og viðhald á kirkjugluggum Gerðar Helgadóttur, hönnun og teiknivinnu Skálholtskirkju. Stjórn félagsins vinnur nú að undirbúningi fjáröflunar svo unnt verði að framkvæma nauðsynlega viðgerð á kirkjugluggunum. Áætlað er að sú viðgerð geti kostað allt að 45 milljónum króna. Nánari upplýsingar um félagið er hægt að nálgast á heimasíðu Skálholts, www.skalholt.is. Þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Stofnfélagar teljast allir þeir sem skrá sig frá Skálholtshátíð 2013 til Skálholtshátíðar 2014. Stofnfélagar eru nú samtals 140. Á stofnfundi félagsins 21.júlí 2013 var félagsgjald ákveðið kr. 5.000. Fyrsti aðalfundur félagsins verður haldinn í tengslum við Skálholtshátíð 2014 og þá verður kjörin stjórn. Samkvæmt lögum félagsins, sem samþykkt voru á stofnfundi, er stjórnin kosin til eins árs í senn. Fram að fyrsta aðalfundi skipa stjórnina þau: Guðmundur Ingólfsson, sér um félagaskrá Halldóra J. Þorvarðardóttir, gjaldkeri Jón Sigurðsson, formaður K. Hulda Guðmundsdóttir, varaformaður Karl Sigurbjörnsson, ritari. kirkjuklukkur, við mannvistarleifar, svo og við nauðsynlega móttöku- og sýningaraðstöðu á staðnum; að tekið verði tillit til virðingar og helgi Skálholts, auk ofangreindra sjónarmiða, ef einhverjir þjónustu- þættir á Skálholtsstað verði leigðir út til verktaka í ferðaþjónustu, þá verði m.a. sérstaklega tryggt að afrakstur útleigu renni til brýnna verkefna á staðnum; að Skálholtsfélag hið nýja hyggst leggja fram krafta til fjáröflunar fyrir mikilvæg viðhalds og um- bótaverkefni á staðnum. Skálholtsfélag hið nýja Stjórn Skálholtsfélagssins hins nýja, f.v. Kristán Valur Ingólfsson, Jón Sigurðsson, Halldóra J. Þorvarðardóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guð- mundur Ingólfsson og Karl Sigurbjörnsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.